Vefsíða lýðheilsufræðings

Selíak eða celiac

Þann 16.maí var alþjóðlegur dagur selíak. Selíak er krónískur þarmasjúkdómur og lýsir sér þannig að slímhúð smáþarmana skaðast og bólgna vegna glútens. Glúten er prótein sem á uppruna sinn í hveiti-, bygg og rúgkorni. Meðferð við selíak er 100% glútenlaust fæði ævilangt. Þetta er sjálfofnæmissjúkdómur sem lýsir sér þannig að þegar glútens er neytt þá ræðst ónæmiskerfið á slímhúð þarmaveggjanna með þeim afleiðingum að þarmatoturnar fletjast út. Upptaka næringaefna skerðast og ýmis einkenni koma fram. Einkenni geta verið mjög mismunandi og ólík milli einstaklinga. Næringarskortur, þyngdartap, kviðverkir, niðurgangur, uppþemba, þreyta, þunglyndi, höfuðverkur, sár í munni, exem og hármissir eru einkenni sem geta komið fram. Það er þó líka algengt að einstaklingar hafi engin einkenni eða mjög lítil1.

Selíak er arfgengur og gengur þannig milli ættliða. Ef það er einstaklingur í fjölskyldunni þinn með selíak er áhættan 1 af hverjum 10 sem eiga í hættu á að fá selíak. Selíak getur þróast á hvaða aldri sem er eftir því sem fólk byrjar að neyta glútens. Ómeðhöndlað getur það leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála1.

Selíak er algengari meðal kvenna en karla. Sjúkdómurinn er algengari hjá þeim sem hafa aðra sjálfsofnæmissjúkdóma eins og sykursýki týpu 1 eða skjaldkirtilssjúkdóma.

Langtímaafleiðingar

Einstaklingar með selíak eru tvisvar sinnum líklegri til að þróa með sér áhættu að fá kransæðasjúkdóm og 4 sinnum meiri hættu á að fá krabbamein í smáþarmana. Ómeðhöndlað getur selíak leitt til annarra sjálfsofnæmissjúkdóma eins og sykursýki af tegund 1 og Multiple sclerosis eða MS. Selíak er líka áhættuþáttur að þróa með sér húðbólgusjúkdóma, blóðleysi, beinþynningu, ófrjósemi, taugasjúkdóma, mígreni og hjartasjúkdóma2.

Andlega hliðin

Að fá selíak greiningu getur verið erfitt og tekið á. Matur er miklu meira en grunnþörf heldur líka stór partur af allri okkar menningu og félagslífi. Það að búa á Íslandi þar sem mikil hefð er fyrir kökum og bakkelsi getur reynst erfitt og haft gríðarleg áhrif á félagslíf einstaklings. Að fara í matarboð eða út að borða getur valdið kvíða og depurð að mega ekki borða hvað sem er en einnig skapað ótta við að fá óvart glúten. Ferðalög eru sérstakleg kvíðavaldandi og mikilvægt að undirbúa sig vel við slíkum aðstæðum1.

Það er mikilvægt að auka meðvitund og fræðslu um selíak á Íslandi. Selíak og glútenóþolssamtökin á Íslandi halda úti mjög fræðandi og flottri síðu þar sem helstu upplýsingar eru að finna fyrir þá sem eru nýlega greindir með selíak1.

Fólk með selíak getur orðið fyrir fordómum og skilningarleysi gagnvart sjúkdómnum. ,,Það er svo lítið af hveiti eða þú getur borðað smá“ eru algeng svör en þetta er ekki svona einfalt fyrir einstaklinginn sjálfan. Eftirfarandi hugsanir eru mjög algengar hjá einstaklingum með selíak. Upplifa sig sem byrgði á fjölskyldu og vini, leið yfir því að vera með sérþarfir á veitingastöðum og í veislum, að mæta skilningaleysi alls staðar2.

Selíak er arfgengur sjálfsofnæmissjúkdómur en getur blossað upp undir miklu álagi, á meðgöngu, eftir aðgerð, eftir sýkingu eða fæðingu2.

Falið glúten

Glúten er ekki alltaf auðvelt að sjá á innihaldslýsingum. Glúten getur verið í svo mörgu. Þessi innihaldslisti er mjög mikilvægur fyrir aðstandendur og einstaklinga með selíak.

Innihaldslisti1

Greining

Erfitt er að greina Selíak þar sem einkenni eru ekki þau sömu hjá öllum. Oft eru einkenni svipuð og Crohns, IBS, magasár, sýking í ristli, sýking í meltingafærum o.s.frv. Við greiningu er mikilvægt að taka sögu sjúklings, blóðprufu og hugsanlega sýnatöku úr smáþörmum3. Greining er flókin og erfið. Rannsóknir sýna að 20% af einstaklingum með selíak fá rétta sjúkdómsgreiningu. Algengt er að einstaklingar fái ekki almennilega greiningu fyrr en mörgum árum seinna4.

Blóðprufan athugar magn mótefnis gegn glúteni í blóðinu. Fólk með selíak hefur hærra en eðlilegt magn af þessu. Ónæmiskerfið þitt býr til þetta mótefni til að hjálpa við að berjast gegn glúteni þar sem líkaminn telur það vera hættulegt. Til þess að hægt sé að mæla þetta mótefni þarf einstaklingur að neyta glútens tveimur vikum áður en blóðprufan er tekin3.

Vefsýni úr smáþörmum. Þessi leið er nákvæmari en blóðprufa. Vefjasýni er tekið úr smáþörumum til aðhuga hvort skemmdir séu. Til að ná þessu sýni þarf einstaklingur að fara í magaspeglun. Vefjasýnið er síðan athugað á rannsóknarstofu. Eins og með blóðprufuna þarf einstaklingur að hafa neytt glútens tveimur viku áður en sýnið er tekið til þess að hægt sé að greina selíak3.

Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar með selíak sem eru ekki greindir rétt eða seint eiga meiri hættu á að þróa með sér laktósu óþol þar sem smáþarmarnir hafa orðið fyrir það miklum skemmdum að þeir vinna ekki rétt með að melta laktósu. Þetta getur líka orsakað vítamínskort svo sem járnskort, lágt kalsíum, zink, b12, vítamín D og magnesíum svo eitthvað sé nefnt4.

Meðferð

Meðferðin við selíak er 100% glútenfrítt fæði. Ef þú færð þess sjúkdómsgreiningu og borðar glúten getur þú skemmt smáþarmana. Þú verður að borða glútenlaust allt þitt líf. Í flestum tilfellum dugar það að hætta að borða glúten og einkennin hverfa. Skemmdir sem hafa orðið á smáþörmum taka 3-6 mánuði að lagast. Það getur verið erfitt að læra inn á glútenlausan lífstíl og því er mikilvægt að fá viðeigandi aðstoð frá fagaðilum3.


Heimildir

1. Selíak og glútenóþolssamtök Íslands (2022) Hvað er selíak? Sótt 24.05.2023 af: https://gluten.is/contact/hvad-er-seliak/

2. Celiak disease foundation (2023) What is Celiac Diesease? Sótt 24.05.2023 af:https://celiac.org/about-celiac-disease/what-is-celiac-disease/

3. John Hopkins medicine (2023) Celiac Disease. Sótt 24.05.2023 af: https://www.hopkinsmedicine.org/health/conditions-and-diseases/celiac-disease

4. WebMD (2022) Celiac Disease. Articles on celiac disease. Sótt 24.05.2023 af: https://www.webmd.com/digestive-disorders/celiac-disease/celiac-disease

Tengdar greinar

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur