Vefsíða lýðheilsufræðings

Samskipti og setja mörk

Góð samskipti og samskiptafærni eru afar miklvæg þegar það kemur að samstarfi, uppeldi, ástarsamböndum og öllu því sem við kemur mannlegum tengslum. Góð samskipti gefa lífinu gleði og innihald og viðhalda jákvæðum félagslegum tengslum.

Hvernig lærum við góð samskipti og hvernig getum við bætt okkur í mannlegum samskiptum?

Það er ekkert sjálfgefið að vera góður í mannlegum samskiptum. Við þurfum að þróa með okkur félagslega færni með því að æfa okkur og spegla aðra.

Árekstrar eru óhjákvæmilegir og við getum lent í samskiptaerfileikum. Helsta ástæðan fyrir samskiptaerfiðleikum verður vegna þess að fólk hefur mismunandi aðferðir við að gera hlutina. Sumir vilja gera hlutina strax og vinna verkin hratt. Aðrir þurfa meiri tíma til að hugsa og pæla í hlutum. Enn aðrir bíða með að framkvæma allt á síðustu stundu. Það er engin leið betri en önnur en mismunandi aðferðir geta leitt til árekstra1.

Örugg samskipti

Örugg samskipti fela í sér skýrar, heiðarlegar staðhæfingar um skoðanir þínar, þarfir og tilfinningar. Hugsaðu um það sem heilbrigðan miðpunkt milli óvirkra samskipta og árasargjarnra samskipta. Þegar þú tjáir þig af ákveðni, deilir þú skoðunum þínum án þess að dæma aðra. Þú talar fyrir sjálfan þig þegar nauðsyn krefur, og þú gerir það af kurteisi og yfirvegun vegna þess að áræðni felur í sér virðingu fyrir þínum eigin hugmyndum og annarra2.

Þegar þú þarft að taka erfitt samtal, hvort sem það er við maka eða samstarfsfélaga þá skiptir mestu máli að þú getir tjáð þarfir þínar með sjálfstrausti og opnum hug. Þegar þú tjáir þarfir þínar með opnum hug gerir það þér kleift að vinna með hinum aðilanum til að finna bestu lausnina2.

Setjum mörk!

Mikil umræða hefur verið um mörk. Að setja öðrum mörk. Að setja mörk í vinnunni o.s.frv.

Að setja mörk, ertu að velja sjálfan þig og þú ert að virða þínar þarfir. Að búa til ákveðin mörk og minna aðra á þau er nauðsynlegt til að hjálpa þér að halda stjórn í krefjandi aðstæðum og draga úr gremju. Mörk hjálpa þér líka til að vernda þína eigin andlega heilsu og persónulegt rými. Að setja sér mörk felur í sér líkamleg og tilfinningaleg takmörk á hegðun frá öðrum. Venjuleg mörk lærum við á barnsaldri innan fjölskyldunnar en þau geta verið viðeigandi og óviðeigandi. Rannsóknir benda til þess að í fjölskyldum sem hafa heilbrigð og sveigjanleg mörk geta einstaklingar þróast í aðgreindan einstakling með sín eigin áhugamál og færni. Þetta hjálpar til að efla vellíðan, sjálfstjórn og sjálfsálit4.

Ein kenning bendir til þess að fjölskyldur hafi þrenns konar mörk. Fjölskyldur með skýr mörk hafa tilhneigingu til að starfa betur.

Skýr mörk: Skýr, sveigjanleg og aðlögunarhæf mörk. Það er hlýja, stuðningur og stöðuleiki innan fjölskyldunnar, en hver einstaklingur er fær um að vera ákveðinn, koma þörfum sínum á framfæri og þróa einstaklingsbundið áhugamál4.

Stíf mörk: Eru lokuð og ósveigjanleg, líkt og veggur sem hleypur engum inn eða út. Það er minni þátttaka og meiri einangrun bæði innan fjölskylfunnar og umheimsins. Það getur verið erfiðara fyrir fjölskyldumeðlimi að koma á framfæri þörfum sínum og tjá einstaklingseinkenni4.

Opin mörk: Eru eins og skýr mörk en geta líka verið óskýr. Það getur verið erfitt fyrir einstaka fjölskyldumeðlimi að fá þarfir sínar uppfylltar. Fjölskyldur með opin mörk geta verið flókin og einstaklingar geta sýnt mikla meðvirkni4.

Mörk geta líka verið óheilbrigð og heilbrigð. Ákveðin einkenni geta hjálpað þér að skilgreina heilbrigð og óheilbrigð mörk.

Heilbrigð mörk geta verið:

  • Hafa getu til þess að segja nei og taka því þegar aðrir segja nei við hann.
  • Að geta tjáð bæði óskir og þarfir á skýran hátt.
  • Að virða eigin þarfir og þarfir annarra.
  • Að bera virðingu fyrir gildum, skoðunum og skoðunum annarra, jafnvel þótt þær séu aðrar en þín eigin.
  • Hika ekki við að deila upplýsingum þegar við á.
  • Að vera sveigjanlegur en ekki gera málamiðlarnir á óheilbrigðan hátt4.

Óheilbrigð mörk

  • Eiga erfitt með að segja nei.
  • Eiga erfitt með að samþykkja ,,nei“ frá öðrum
  • Tjá ekki þarfir sínar og óskir skýrt
  • Eiga auðveldara með að skerða persónuleg gildi og skoðanir annarra eða hafa skoðanir til þess að fullnægja öðrum.
  • Að vera þvingandi eða stjórnsamur til að fá aðra til að gera eitthvað sem þeir vilja ekki gera.
  • Deila of miklum persónuupplýsingum4.

Góð samskipti

Tekin hafa verið saman helstu mistök sem við getum í mannlegum samskiptum. Líkamstjáning skiptir miklu máli þegar við erum að eiga erfiðar samræður við t.d. maka eða vinnufélaga. Algengt er að fólk misskilji orð og samræður útfrá líkamstjáningu eða augngotum. Aðalatriðið er að sýna fólki virðingu, halda ró sinni og koma sínum málefnum á framfæri án þess að láta tilfinningar ráða3.

Algengustu mistökin sem við gerum í samskiptum eru:

  • Hlusta ekki
  • Teljum okkur vita hvað viðkomandi ætlar að segja
  • Trufla þann sem hefur orðið
  • Nota ,,þú“ fullyrðingar
  • Bregðast með tilfinningum
  • Að taka ekki menningarmun með í reikninginn
  • Að fara í kringum hlutina
  • Ráðast á persónuna en ekki hegðunina.
  • Misskilja það sem sagt er.
  • Forðast erfiðar samræður3

Samskipti á vinnustað

Samskiptavandi á vinnustað geta verið flókin og ástæðurnar margskonar. Lélegt samskiptamynstur getur haft veruleg áhrif á líðan okkar og jafnvel teygt sig inn í frítímann. Því er mikilvægt að bæta samskiptin eins fljótt og auðið er. Mikilvægt er að stjórnendur stígi inn í ef þeir verða varir við erfið samskipti og leiðbeini til að leita lausnar. Álag hefur neikvæð áhrif á samskipti og getur skapar núning, misskilning og annan samskiptaörðuleika. Þegar álag hefur verið langvarandi getur vandamálið magnast upp og þráðurinn hjá starfsmönnum verður styttri. Stjórnendur á vinnustöðum verða að hafa í huga þegar þeir skoða samskipti er að skoða líka álagið á starfsfólkinu því oft getur það verið rót vandans3.


Heimildir

María Rúnarsdóttir (2020) Sjö góð ráð til að eiga góð samskipti. Mannlíf.is. Aðsend grein. Sótt 05.03.2023 af: https://www.mannlif.is/raddir/sjo-god-rad-til-ad-eiga-god-samskipti/

Jennifer Litner (2020) Assertive Communication is Healthy, Not Bossy – Her´s why. Healthline.com. Sótt 05.03.2023 af:https://www.healthline.com/health/assertive-communication

Velvirk (2023) Vellíðan í vinnu. Samskipti á vinnustað. www.velvirk.is Sótt 05.03.2023 af: https://www.velvirk.is/is/vellidan-i-vinnu/samskipti/samskipti-a-vinnustad#eitradir-samstarfsmenn

Michelle C. Brooten-Brooks (2022) What is Boundary Setting. Mental health. Verywell health.com Sótt 05.03.2023 af: https://www.verywellhealth.com/setting-boundaries-5208802

Tengdar greinar

Kynslóðaáföll

Hvað eru kynslóðaáföll? Margar hefðir í kringum jólahátíðina erfast á milli kynslóða. Nú eru jólin

Read More

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur