Hvað eru kynslóðaáföll?
Margar hefðir í kringum jólahátíðina erfast á milli kynslóða. Nú eru jólin ný liðin og margir með sínar eigin jólahefðir sem þeir hafa tekið með sér úr æsku. Jólaísinn verður að vera svona, hamborgahryggurinn hinsegin og engu má breyta. Sumir hafa þó ekki verið það lánsamir að upplifa gleðileg jól. Börn sem alast upp við alkóhólisma kvíða, til dæmis, mörg jólunum, eiga erfiðar minningar og vilja helst að við hættum að halda upp á jólin. Oftar en ekki smitar þetta hugafar á þeirra börn og vítahringur kynslóða verður til.
Kynslóðaáföll hafa verið rannsökuð bæði andlega og líkamlega þ.e.a.s. að til eru útskýringar á þessu í erfðum okkar. Rannsóknir sýna að áföll geta erfst. Við vitum að foreldrar sem hafa orðið fyrir áföllum geta átt erfitt með að tengjast börnum sínum og við það verður tengslarof. Það var kannski t.d. mikið öskrað á þig sem barn og þú lærir að þetta er normið. Þú lærir hvernig þú átt að bregðast við aðstæðum með því að horfa á foreldra þína og notar sömu aðferðir þegar þú eignast svo þín börn. Þetta er allt félagslegar aðstæður eða hegðun sem lærist kynslóða á milli en vísindamenn vilja meina að þetta sé ekki bara félagslegar aðstæður sem valda þessu heldur er þetta í erfðum okkar1 & 3.
Epigenetics
Fræðigrein sem kallast Epigenetics er ný fræðigrein sem vekur athygli á þessu. Epigenetics er rannsókn á því hvernig hegðun þín og umhverfi getur valdið breytingum sem hafa áhrif á hvernig genin þín virka. Ólíkt erfðafræðilegum breytingum eru epigenetics breytingar afturkræfar og breyta ekki DNA röðun þinni, en þær geta breytt því hvernig líkaminn þinn les DNA röð 6.
Genatjáning (gene expression) vísar til þess hversu oft eða hvenær prótein eru búin til úr leiðbeiningum í genum þínum. Þó erfðafræðilegar breytingar geti breytt hvaða prótein er búið til, hafa epigenetic breytingar áhrif á genatjáningu til að kveikja og ,,slökkva“ á genum. Þar sem umhverfi þitt og hegðun, eins og hreyfing og mataræði, getur leitt til breytinga á erfðaefni er auðvelt að sjá tengsl gena og hegðunar þinna og umhverfisins6.
Breytingar á epigenetics verða áður en þú fæðist. Allar frumur þínar hafa sömu gen en líta út og virka öðruvísis. Þegar þú vex og þroskast hjálpar epigenetics að ákvarða hvaða virkni fruma mun hafa t.d. hvort hún verður hjartafruma, taugafruma eða húðfruma.6
Í rannsókn sem birt var árið 2018 í tímaritinu World Psychiatry skilgreinir Epigenetics sem ,,mengi hugsanlegra arfgengra breytinga á erfðamenginu sem hægt er að framkalla af umhverfisatburðum“. Samkvæmt þessari rannsókn er hægt að valda kynslóðaáföllum á fóstri sem verður fyrir streitu eða áföllum á meðgöngu. Streituhormón (kortisól) hefur áhrif á framtíðarþroska fósturs og getur breytt erfðaefnum í móðurkviði. Þessi breyting á DNA einstaklinga getur verið vegna slæmrar reynslu og jafnvel áfalla og erfst á milli kynslóða. Við eigum eftir að læra meira um erfðamynstur sem tengjast áföllum en það sem við vitum í dag.1
Epigenetics breytast í gegnum lífið og eru ekki þau sömu og í barnæsku eða á fullorðinsárum. Ekki eru allar epigenetics breytingar varanlegar. Sumar breytingar er hægt að bæta við eða fjarlægja til að bregðast við breytingum á hegðun eða umhverfi6.
Rannsóknir á kynslóðaáföllum og helförin.
Kynslóðaáföll eru áföll sem verða ekki bara fyrir einn einstakling heldur nær það frá einni kynslóð til annarrar. Það getur verið þögult, leynt og óskilgreint, óvart kennt eða kemur fyrir í gegnum lífið frá unga aldri. Árið 1966 byrjaði geðlæknirinn Vivian M. Rakoff og samstarfsmenn hans að skoða mikla sálræna vanlíðan meðal barna einstaklinga sem lifðu af helförina og var þá fyrst sem kynslóðaáfall var fyrst viðurkennt sem hugtak. Streita hefur skaðleg sálræn áhrif á börn og barnabörn sem leiðir til klínísks kvíða, þunglyndis og áfallastreituröskunar (PTSD)1.
Í rannsókn sem gerð var á þolendum helfararinnar og börnum þeirra kom í ljós að einstaklingar sem lifðu af helförina áttu erfitt með tengslamyndun við börnin sín. Börn þeirra sem lifðu af helförina höfðu aukna tilhneigingu til að takast á við kvíða og þunglyndi. Einnig voru vísbendingar um að börn þeirra sem lifðu af helförina sýndu aukna viðkvæmni fyrir streitu og að áhrif á kortisól væru á milli kynslóða. Gögn benda til þess að mæður sem lifðu af helförina höfðu meiri áhrif á andlega líðan barna sinna en feður. Ef báðir foreldrar höfðu lifað af helförina voru enn meiri líkur á geðheilsuvandamáli meðal barnanna. Mikilvægt er því að mæður og feður sem hafa áfallasögu fái aðstoð til tengslamyndunnar til þess að vernda tilvonandi börn gegn vanlíðan5,7&8.
Engin fjölskylda eða einstaklingur er ónæmur fyrir áfallaupplifunum sem geta haft varanleg áhrif á einstaklinginn sem og fjölskyldumeðlimi hennar. Áfallaviðburðir sem geta leitt til áfalla milli kynslóða eru fangelsun foreldra, skilnaður, áfengisneysluröskun, heimilisofbeldi, stöðug og endurtekin misnotkun hvort sem það er kynferðisleg, líkamleg eða andleg, kynþáttafordómar og fátækt eða náttúruhamfarir. Allt eru þetta áföll sem valda erfðabreytingum. Einkenni kynslóðaáfalla geta verið viðkvæmni, vantraust, mikill kvíði, heilaþoka, þunglyndi, kvíðaköst, martraðir, svefnleysi, doði, neikvæðni, viðkvæmt flótta og árasarviðbragð (fight or flight), vandamál með sjálfsálit og sjálfstraust9.
Ónæmiskerfið
Áföll hafa líka áhrif á ónæmiskerfið og eru sérfræðingar sífellt að læra meira um það. Einstaklingar með áfallasögu eru oft með of virkt eða ekki nógu virkt ónæmiskerfi. Þetta getur leitt til fleiri sjálfsónæmissjúkdóma eða meiri tilhneigingu til veikinda. Áföll hafa líka áhrif á örverur ónæmiskerfi heilans. Þegar viðbragðsástandið er skaðað, eyða míkróglíurnar (microglia) taugaenda í stað þess að auka vöxt og losa um skemmdir. Mikróglíurnar fara í taugarnar á heilanum og valda þunglyndi, kvíða og heilabilun. Þessar erfðafræðilegar breytingar geta borist í fleiri kynslóðir og valdið skaða1, 2 &4.
Rannsókn sem birt var í tímaritinu Clinical and Experimental Rheumatology árið 2010 kannaði tíðni vefjagigtar hjá þeim sem lifðu af helförina, þar sem borið var saman hversu miklu líklegri þeir sem lifðu af voru til að fá sjúkdóminn á móti samanburðarhópi jafnaldra þeirra. Þeir sem lifðu helförina voru tvöfalt líklegri til að fá vefjagigt en jafnaldrar þeirra10.

Margar rannsóknir hafa beinst að líkamlegum áföllum og langvarandi heilsufarsvandamálum en fleiri og fleiri rannsóknir hafa verið að kanna tengsl sálrænnar streitu sem spádóm um langvinn veikindi síðar á ævinni10.
Hópur á vegum Háskóla Íslands undir forystu Dr. Huan Song, skoðuðu 106.000 sjúklinga í Svíþjóð sem greindust á árunum 1981-2013 með streitutengda kvilla. Þar kom í ljós að einstaklingar sem voru með streitutengda röskun voru í aukinni hættu á að vera með sjálfsónæmissjúkdóm. Þeir báru kennsl á 41 sjálfsofnæmissjúkdóm s.s. IBS, psoriasis, vefjagigt, Crohns sjúkdómsins, selíak, liðagigt o.s.frv 11.
Rannsóknin staðfestir ekki orsakasamhengi milli streitu og sjálfsofnæmissjúkdóma heldur tengsl.
Hvað er til ráða?
Fyrsta skrefið er að átta sig á þessu. Kynslóðaráföll eru til og geta borist á milli kynslóða. Miða við rannsóknir er ljóst að fjölskylduáföll geta skapað varanlega vanlíðan, dregið úr uppeldisgetu og skaðað hjúskapar- og fjölskyldusamskipti. Ef það er raunin hjá þér getur þú verið hringrásarbrjótur og bundið enda á eitrað mynstur sem hefur verið til í fjölskyldusögu þinni. Nokkur ráð eru að9&10:
- Rækta núvitund
- Ákveða hvernig foreldri þú vilt vera
- Læra að setja mörk
- Sæktu þér faglega aðstoð
Börn sem eiga foreldra sem hafa sögu um áföll eru líklegri til að þróa með sér áfallastreituröskun, þunglyndi, kvíða, hegðunarvandamál og áhættuhegðun. Það er kynslóðaáfall10.
Áfallamiðuð nálgun
Áfallamiðuð nálgun snýst um að opna umræðuna um sálræn áföll, einkenni, afleiðingar og úrræði. Þessi nálgun hefur það markmið að vinna með og fyrirbyggja frekar heilsufarsvandamál. Einstaklingar sem orðið hafa fyrir sálrænum áföllum eiga oft við fjölþætt heilsufarsvandamál að stríða. Þar af leiðandi er áfallamiðuð nálgun mikilvæg í heilbrigðisþjónustunni til að efla lífsgæði einstaklinga. Það þarf að auka teymisvinnu fagstétta t.d. lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, sálfræðinga og fleiri fagaðila til að veita sértækari meðferð til einstaklinga sem glíma við fjölþættan eða langvarandi vanda11.
Heilsugæslan er þarna í framlínu til að veita einstaklingsmiðaða áfallamiðaða nálgun. Einstaklingar sem hafa orðið fyrir áföllum eru oft með fjölþættan heilsufarsvanda og leita fyrst til heilsugæslustöðva. Rannsóknir hafa sýnt að áfallamiðuð nálgun getur dregið úr ýmsum heilsufarskvillum sem koma fram í kjölfarið af sálrænum áföllum og er ávinningurinn af nálguninni mikill11.
- Claire Gillespie (2022) What is Generational trauma? Health magazine. Sótt 14.desember 2022 af: https://www.health.com/condition/ptsd/generational-trauma
- Tori DeAngelis (2019) The legacy of trauma. American Psychological Association. Sótt 14.desember 2022 af: https://www.apa.org/monitor/2019/02/legacy-trauma
- Administration for Children & Families (2021) Trauma. What is Historical Trauma? Sótt 14.desember 2022 af: https://www.acf.hhs.gov/trauma-toolkit/trauma-concept
- Miller, P.S. & Levine, R.L. (2013). Avoiding Genetic Genocide: Understanding Good Intentions and Eugenics in the Complex Dialogue Between the Medical and Disabilities Communities. http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3566260/
- Barocas, H., & Barocas, C. (1979). Wounds of the fathers: the next generation of Holocaust victims. International Review of Psycho-Analysis, 5, 331341
- CDC (2022) What is Epigenetics? Center for Disease Control and Prevention. Sótt 14.desember 2022 af: https://www.cdc.gov/genomics/disease/epigenetics.htm
- Danieli, Y. (1980). Families of survivors of the Nazi Holocaust: Some long- and some shortterm effects. In Milgram, N. (Ed.), Psychological Stress and Adjustment in Time of War and Peace. Washington, DC: Hemisphere Publishing Corps.
- Patricia Dashorst et al (2019) Intergenerational consequences of the Holocaust on offspring mental health: a systematic review of associated factors and mechanisms. European Journal of Psychotraumatology. Sótt 14. desember 2022 af: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6720013/
- Dakota King-White & Kristen Fuller (2022) Intergenerational Trauma: What it is & How to heal. Choosing Therapy. Sótt 14. desember 2022 af: https://www.choosingtherapy.com/intergenerational-trauma/
- Jenni Jacobsen (2022) Breaking generational cycles: How to end family trauma. Calmerry blog. Sótt 05.01.2023 af: https://us.calmerry.com/blog/grief-and-loss/breaking-generational-cycles-how-to-end-family-trauma/
- Kirsten Schultz (2018) Are Childhood Trauma and Chronic illness connected? Healthline. Sótt 05.01.2023 af: https://www.healthline.com/health/chronic-illness/childhood-trauma-connected-chronic-illness
- Rósíka Gestsdóttir, Margrét Ólafía Tómasdóttir og Sigrún Sigurðardóttir (2021) Það dundi yfir líkama og sál, Reynsla einstaklinga í heilsueflandi móttöku heilsugæslu af sálrænum áföllum og heilsufarsvandamálum. Læknablaðið 7-8. tbl. 107. árg. 2021. Sótt 05.01.2023 af: https://www.laeknabladid.is/tolublod/2021/0708/nr/7749
Share this post: on Twitter on Facebook on Google+