Vefsíða lýðheilsufræðings

,

Umhyggja og hlýja foreldra

Ég sá hjá pabbalífið á instagram að hann vitnaði í frétt sem skrifuð var á Rúv um nýjustu tölfræði upplýsingar frá Rannsókn og greiningu á niðurstöðum úr könnun byggð á svörum frá ungmennum í 8. 9. og 10. bekk í febrúar og mars 2022. Mig langaði að skoða aðeins þessar upplýsingar betur en byrjum á foreldrum og fullorðnum1.

Hamingja og streita fullorðinna

Heimsfaraldur hefur haft gríðarleg áhrif á andlega heilsu almennings. Rannsóknir hafa sýnt að andleg heilsa almennings mælist verri eftir einangrun, sóttkví og lokanir, skiljanlega. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á nýgengi geðsjúkdóma og andlegra veikinda, aukið sjálfsvígstíðni og sjálfsvígstilraunir. Talið er að 27.6% aukning hafi verið á alvarlegu þunglyndi og 25,6% aukning í kvíðaröskunum á heimsvísu árið 20202.

Embætti landlæknis hefur mælt hamingju fullorðinna Íslendingar og hafa Íslendingar aldrei mælst jafn óhamingjusamir og nú. Hvernig sjáum við hamingju og hvaða áhrif hefur hún á samfélagið? Hamingja hefur áhrif á heilsu almennings en einnig eru hamingjusamt fólk líklegra til að taka virkan þátt í samfélaginu. Hamingja almennings hefur því gríðarleg áhrif á velgengni samfélaga. Árið 2021 mátu 56.8% fullorðinna hamingju sína á bilinu 8 – 10 en það hefur farið minnkandi frá árinu 20163.

Ef við skoðum streitu, þá svöruðu 26.2% fullorðnir Íslendingar að þeir fyndu oft eða mjög oft fyrir mikilli streitu í daglegu lífi árið 2018. Það lækkaði lítillega árið 2019 og 2020 en hefur aukist árið 2021 og mælist nú 25.3%. Þegar þeir líður illa eða ert í andlegri krísu er erfitt að gefa af sér. Er þetta afleiðing kulnunnar hjá foreldrum að þau geta ekki sýnt börnum sínum umhyggju og hlýju? Kulnun hefur líka mælst há eftir heimsfaraldur og þá sérstaklega hjá heilbrigðisstarfsfólki. Það er undir miklu álagi og streitu. Þegar það kemur að því að gefa af sér þegar heim er komið er orkan ekki til staðar. Við verðum að minnka streitu því hún er eitur bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu4.

Hamingja ungmenna

Rannsókn og greining hefur verið að fylgjast með hamingju ungmenna frá árinu 2012 í 8. 9. og 10. bekk. Árið 2021 hefur hlutfall nemenda sem telur erfitt að fá umhyggju og hlýju frá foreldrum aukist. Það kemur líka í ljós að nemendur í 8. 9. og 10.bekk eiga erfitt að eiga samræður um persónuleg málefni frá foreldrum5.

Að eiga gæða samverustundir skiptir miklu máli fyrir hamingju bæði foreldra og barna. Umhyggja foreldra skiptir enn þá meiri máli fyrir vellíðan og hamingju barna. Foreldrar voru meira heima í heimsfaraldrinum og börn eyddu meiri tíma með foreldrum en samt voru foreldrarnir andlega fjarverandi samkvæmt börnunum. Hugsanlega áttu foreldrar erfiðara að gera skýran greinamun á vinnu og heimilinu í faraldrinum. Getur þetta verið skýringin að ungmenni eigi erfiðara með að fá umhyggju frá foreldrum sínum1 & 2.

Sumir vilja segja að sökin sé á snjallsíma að gæðastundum fari minnkandi en ekki einungis hjá börnum heldur einnig hjá fullorðnum. Snjallsímar og tölvur geta verið tímaþjófar og það vitum við sjálf. Það er erfitt að ná athygli bæði fullorðinna og barna þegar þau eru djúpt sokkinn í símann. Við þurfum að fá virka hlustun og einbeitingu.

Ég er þó þeirra skoðunnar að við getum ekki alltaf kennt snjallsímanum og tölvum um. Við getum gert betur þegar það kemur að snjallsímum og tölvum og bætt umgengni í kringum þessi tæki. Upplýsingar, fræðsla og samtöl í kringum samfélagsmiðla þarf líka að eiga sér stað á milli foreldra og barna.

Ráðleggingar

Góð leið með síma og tölvur er að setja niður með börnunum og sýna þeim áhuga á því hvað þau eru að gera. Spila leiki saman eða tala saman um samfélagsmiðla, tilfinningar í kringum það, ræða áhrif samfélagsmiðla og hvað er bæði jákvætt og neikvætt við samfélagsmiðla. Sjá grein mína um jákvæð og neikvæð áhrif samfélagsmiðla.

Önnur leið er að takmarka skjánotkun. Ekki bara barnanna heldur líka foreldrana. Við erum fyrirmyndirnar og eigum að sýna gott fordæmi. Það byggir upp gremju og pirring ef börnin þurfa að fylgja ákveðnum reglum í kringum símana en við gerum það ekki.

Símalaus sunnudagur var 30. október síðastliðinn á vegum Barnaheill og tókum við fjölskyldan þátt í því. Það var mjög áhrifaríkt og lærdómsríkt. Við munum reyna að hafa það allavega einu sinni í mánuði.

Gæðastundir í kringum kvöldmat. Mikilvægt er að eiga saman gæðastund með börnum sínum og gefa þeim 100% athygli. Gott ráð er að elda saman kvöldmat, setjast niður án síma eða tölvu og ræða saman um daginn. Gott getur líka verið að ganga frá saman og veita virka hlustun.


Heimildir

  1. Hafdís Helgadóttir (2022) Eiga erfiðara með að fá umhyggju frá foreldrum. Sótt 20.10.2022 af: https://www.ruv.is/frett/2022/09/28/eiga-erfidara-med-ad-fa-umhyggju-fra-foreldrum
  2. WHO (2022) Mental health and covid-19: Early evidencce of the pandemic´s impact. Sótt 20.10.2022 af: file:///Users/Kristin/Downloads/WHO-2019-nCoV-Sci-Brief-Mental-health-2022.1-eng.pdf
  3. Embætti landlæknis (2021) Hamingja fullorðinna. Hlutfall fullorðinna sem metur hamingju sína að minnsta kosti 8 á skalanum 1-20. Sótt 20.10.2022 af: https://app.powerbi.com/view?r=eyJrIjoiNTc4ZGE2YTktMzljYS00MDVjLTkxMDMtYjU4N2RhNDMxOTQ5IiwidCI6Ijc2NGEzMDZkLTBhNjgtNDVhZC05ZjA3LTZmMTgwNDQ0N2NkNCIsImMiOjh9&pageName=ReportSectionaa867bd996d8c2367704
  4. Embætti landlæknis (2021) Streita fullorðinna. Hlutfall fullorðinna sem segist oft eða mjög oft finna fyrir mikilli streitu í daglegu lífi. Sótt 20.10.2022 af: https://app.powerbi.com/view?r=eyJrIjoiNTc4ZGE2YTktMzljYS00MDVjLTkxMDMtYjU4N2RhNDMxOTQ5IiwidCI6Ijc2NGEzMDZkLTBhNjgtNDVhZC05ZjA3LTZmMTgwNDQ0N2NkNCIsImMiOjh9&pageName=ReportSectiond8800053b5a42a2e5188
  5. Rannsókn og greining (2022) Ungr fólk 8.til 10. bekkur 2022. Landið allt. Sótt 20.10.2022 af: https://rannsoknir.is/wp-content/uploads/2022/04/Ungt-Folk-8.-til-10.-bekkur-2022-Landid.pdf

Tengdar greinar

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur