Vefsíða lýðheilsufræðings

Rökkursvefn (Twilight sleep)

Fæðingar eru allskonar en allir sem hafa gengið í gegnum það geta sagt að það er þó nokkuð sársaukafullt. Konur gera þetta þó aftur og aftur. Þrátt fyrir reynslu sína á sársaukanum og því sem fylgir að fæða manneskju í þennan heim. Það er kannski nátturlegt eðli að minning af fæðingu fjarar út og konur tala um að gleyma sársaukanum sem hríðir hafa í för með sér. Áður en verkjastillandi lyf, keisaraskurðir og sýklalyf voru uppgvötuð var algengt að konur dóu við barnsburð. Algengt var að konur fengu gríðarlega verki og hastalegar sýkingar sem gátu leitt til dauða1.

Árið 1850 var svæfing í fæðingu vinsæl eftir að Viktoría drottning Bretlandi sagðist nota eter í fæðingum sínum. Eter er lyf sem framkallar svæfingaráhrif og er róandi. Á þessum tíma var notað hvaða lyf sem til var sem náði að valda meðvitundarleysi. Lyfjaskömmtun eftir hæð og þyngd þekktist ekki og því var sjúklingum gefið eins mikið og það þurfti til að framkalla meðvitundaleysi. Sjötíu árum seinna varð til önnur tegund af deyfilyfjum sem kallaðist scopolamine og var það notað í fæðingum. Þessi aðferð var kölluð rökkursvefn eða twilight sleep3.

Árið 1906 komu fæðingarlæknarnir Bernhardt Kronig og Karl Gauss með nýja hugmynd að gefa lyfið scopolamine og morfín til að hjálpa við fæðingu. Morfín er verkjastillandi en scopolamine er róandi lyf sem veldur syfju, minnisleysi og vellíðan. Þeir hugsuðu að ef þeir myndu gefa sjúklingum nóg af lyfjunum tveimur myndi það minnka sársaukann án þess að konurnar yrðu meðvitundalausar auk þess urðu þær fyrir minnisleysi um fæðinguna. Konurnar sýndu litlar aukaverkanir eftir svona fæðingu og því byrjaði Kronig og Gauss að bjóða upp á þessa fæðingarleið við Háskólasjúkrahúsið í Baden, Þýskalandi. Árið 1907 flykktust konur til Þýskalands í von um að eiga sársaukalausa fæðingu og fögnuðu því að fæðingar væru ekki lengur sársaukafullar1.

Þegar konurnar byrjuðu að fá hríðir gaf Gauss konunum skammt af morfíni og scopolamine en eftir það gaf hann þeim bara scopolamine. Þó þetta hafi hjálpað konum að gleyma sársaukanum var það ekki þó ekki samasem merki að þær finndu ekki fyrir sársauka við hríðarverkjunum. Hann tók eftir þessu og leysti það vandamál með því að binda konur á höndum og fótum við rúmin, binda fyrir augun, setja bómul í eyrun á þeim og nota spennitreyjur til að þær myndu vera kyrrar á meðan fæðingu stóð. Öskur voru tíð á meðan þessari rökkur svefns (twilight sleep) aðferð var notað1.

,,Hún kann að virðast vera með meðvitund á meðan fæðingu barnsins stendur og gefið vísbendingar um augljósa þjáningu en þegar fæðing er yfirstaðið virðist móðirinn ekki gera sér grein fyrir aðstæðum né þekkja barnið sem sitt eigið eða gera sér grein fyrir að það hafi fætt barn2″

Dr Henry Smith Williams árið 1914

Fyrst voru aðeins þær af ríkum ættum eða af hærri stéttum samfélagsins sem var boðið að fæða börn í rökkursvefn. Þessi aðferð varð vinsæl þegar Suffragette hreyfingin var sem háværust en það var hreyfing sem barðist fyrir réttindum kvenna og feminisma í Ameríku. Eitt af þeirra baráttumálum var að leyfa þessa fæðingaraðferð í Bandaríkjunum. Árið 1914 var The National Twilight Sleep Association stofnað og var fyrsta verkefnið þeirra að vekja athygli á þessari aðferð og gagnsemi hennar. Staðreyndin var hins vegar sú að lyfinu scopolmine hafði verið hafnað af bandarískum læknum í meira en áratug en það skipti ekki máli. Konur voru hvattar til að rísa upp gegn kúgun karlkyns lækna sem meinuðu aðgang að þessari stórkostlegu aðferð3.

Herferð og auglýsing um rökkursvefns fæðingar.

Afleiðingar rökkursvefns

Minnisleysi eftir barnsburð var ekki endilega að það sama og að finna ekki fyrir hríðarverkjum í fæðingu. Scopolamine olli því að konur urðu hömlulausar, ruglaðar og ómeðvitaðar um aðstæðurnar sem þær voru í og síðar minnisleysi um atburðin. Það litla magn af morfíni sem notað var sló ekki mikið á hríðarverki í fæðingu en stuðlaði að því að konurnar urðu hömlulausar og fóru í geðrof. Oft gerðist það konur ullu sér sjálfskaða með því að lemja höfuðinu sínu í vegg, klóra sig, leggja hendur á starfsfólk og öskra stöðugt. Þá var tekið upp á því að binda þær fastar við rúmin þangað til konurnar voru komnar í fulla útvíkkun. Það gat tekið tíma og lágu þær oft bundnar fastar, öskrandi, liggjandi í eigin ælu og hægðum þangað til fæðingin var afstaðin1.

Börnin urðu einnig fyrir verulegum áhrifum. Börnin voru oftast tekin með töngum þar sem konan var það lyfjuð að ekki var hægt að fá hana til að rembast sem jók líkurnar á skaða við fæðingu, bæði fyrir móður og barn. Lyfin fóru yfir í fylgjuna og höfðu bælandi áhrif á miðtaugakerfi þeirra. Börn fæddust mjög lyfjuð og gátu ekki andað eðlilega. Myndir af börnum á hvolfi þar sem slegið er á bakið þeirra kemur frá þessum tíma3.

Konurnar voru meðvitundalausar í fæðingu sem varð til þess að þær urðu oft fyrir miklu áfalli þegar barnið var komið til þeirra. Konur sem notuðu aðferðina í fæðingu voru líklegri til að þróa með sér fæðingarþunglyndi og ekki óvenjulegt miðað við það sem við vitum í dag um tengslamyndun.

Vinsældir rökkursvefns fæðinga gerði það að verkum að erfiðara var fyrir fæðingardeildir að hafa fulla umsjón með þeim. Óþjálfað starfsfólk var gert að gefa konum lyfin sem leiddi til aukinna fylgikvilla þar sem konur fengu óviðeigandi skammta. Árið 1915 lést Francis Carmody í fæðingu á sjúkrahúsi í Brooklyn en hún hafði gengist undir rökkursvefn eða twilight sleep fæðingu. Dauðaorsök var blæðing sem talin var vera ótengt aðferðinni. Þrátt fyrir það varpaði það skugga á aðferðina og vinsældir þess fóru dvínandi. Fljótlega eftir dauða Charlotte stofnaði nágranni hennar samtök gegn rökkursvefn (twilight sleep) og vakti athygli á hversu hættuleg þessi aðferð var2.

Réttindi kvenna

Scopolamine var þó áfram notað fram til 1960. Þessari fæðingaraðferð var ekki hætt fyrr en rannsóknar blaðamaður varpaði ljós á notkun þess og skrifaði grein um rökkur svefn. Þar lýsti hann aðstæðum kvennana þar sem rúmin voru þakin saur, konur í fæðingu voru bundnar niður, sjúklingar rændir sjálfstæði og verri fæðingarútkoma. Það var þó ljós að sumum læknum fannst þægilegra að hafa sjúklinga sem auðvelt var að meðhöndla. Spurningar um hversu margar konur gengust undir rökkusvefn gegn vilja sínum spruttu upp3.

Konur enn þann dag í dag berjast fyrir rétti sínum að taka ákvarðanir um fæðingarumönnun sína. Þessi barátta virðist vera rótgróin í læknakerfinu. Konur sem vilja oft engin inngrip eða verkjastillandi eru oft beitar þrýstingi til að taka ákvarðanir sem hentar lækninum þeirra betur en þeim sjálfum.

Rannsóknir hafa sýnt að konur sem eru með einkasjúkratryggingu og þiggja einkarekna heilbrigðisþjónustu eru líklegri til að enda í keisarafæðingu samanborið við konur sem nota almannatryggingar eða almennis heilbrigðisþjónustu4. Aukning á keisarafæðingum er margþætt en inniheldur bæði klíníska og óklíníska þætti. Talið er að félaglegir, menningalegir og efnhagslegir þættir spili þar inn í5.

Kristjana Einarsdóttir lýðheilsufræðingur gerði rannsókn á aukningu á keisarafæðingum í Ástralíu og bar saman einkarekin sjúkrahús og almenn sjúkrahús. Í Ástralíu er svokallað blandað heilbrigðiskerfi. Þú getur verið í almenna sjúkratryggingakerfinu en einnig er möguleiki að borga meira fyrir einka sjúkratryggingu sem veitir þér aðgang að einkareknum heilbrigðisstofnunum. Í rannsókn Kristjönu kom í ljós að í kjölfar af þessarri breyttri sjúkratryggingastefnu í Ástralíu hefur keisarafæðingum hjá einkatryggðum sjúklingum aukist en einnig er sjúkralega kvenna og ungbarna lengri. Þessi aukning virtist ekki stafa af aukinni fæðingartíðni hjá eldri mæðum6.

Erfitt er þó að varpa ekki fram þeirri spurningu að auðveldara er fyrir lækninn að hafa planaða keisarafæðingu heldur en venjulega fæðingu, minni líkur á næturvinnu en einnig er kostnaðarsamra að framkvæma keisaraskurð. Í rannsókn Kristjönu er líka talað um að fæðingar í einkageiranum sé meira stjórnað af fæðingarlæknum en í almenna sé þetta meira byggt á samstarfi ljósmæðra og fæðingalækna.

Konur sem vilja ákveðin inngrip í fæðingu er einnig neitað og lítið sem ekkert tillit er tekið til sjúklingsins, hvað þá að þessi sjúklingur eigi að hafa rétt til að taka upplýstar ákvarðanir um sína umönnun. Hvenær verður það tekið til greina þegar einstaklingur í heilbrigðu hugarástandi taki sína eigin upplýsta ákvörðun um umönnun sína? Samanber fæðingarsögu Bergþóru úr færslu kynjajafnrétt í heilbrigðismálum og heilsa kvenna. 3

Hér áhugavert myndband af afleiðingum twilight sleep.


Heimildir

  1. James Felton (2021) Twilight sleep: The forgotten 20th century method of childbirth that erased memories. IFL science. Sótt 23.08.2022 af : https://www.iflscience.com/twilight-sleep-the-forgotten-20th-century-method-of-childbirth-that-erased-memories-58934
  2. Faith Gibson (2013) Twilight sleep: Simple discoveries in painless childbirth: Chapter 1 by Dr Williams. Sótt 23.08.2022 af: http://faithgibson.org/simple-discoveries-n-painless-birth-chap-1-dr-jww-1914/
  3. Sam McCulloch (2022) Twilight sleep – The brutal way some women gave birth in The 1900s. BellyBelly. Sótt 23.08.2022 af: https://www.bellybelly.com.au/birth/twilight-sleep/
  4. Hoxha I, Syrogiannouli L, Braha M, Goodman DC, da Costa BR, Jüni P. Caesarean sections and private insurance: systematic review and meta-analysis. BMJ Open. 2017 Aug 21;7(8):e016600. doi: 10.1136/bmjopen-2017-016600. PMID: 28827257; PMCID: PMC5629699.
  5. Elnakib, S., Abdel-Tawab, N., Orbay, D. et al. Medical and non-medical reasons for cesarean section delivery in Egypt: a hospital-based retrospective study. BMC Pregnancy Childbirth 19, 411 (2019). https://doi.org/10.1186/s12884-019-2558-2
  6. Einarsdóttir K, Kemp A, Haggar FA, Moorin RE, Gunnell AS, Preen DB, et al. (2012) Increase in Caesarean Deliveries after the Australian Private Health Insurance Incentive Policy Reforms. PLoS ONE 7(7): e41436. https://doi.org/10.1371/journal.pone.0041436

Tengdar greinar

Kynslóðaáföll

Hvað eru kynslóðaáföll? Margar hefðir í kringum jólahátíðina erfast á milli kynslóða. Nú eru jólin

Read More

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur