Móðursýki eða hystería var algeng læknisfræðileg greining hjá konum sem var lýst með margvíslegum einkennum, þar á meðal kvíða, mæði, yfirlið, taugaveiklun, kynhvöt, svefnleysi, vökvasöfnun, þyngsli í kviði, pirringur, lítil matarlyst eða mikil kynlífslöngun. Þetta er ekki lengur viðkennt af heilbrigðisyfirvöldum sem læknisfræðileg röskun en samt sem áður eru við ennþá að heyra reynslusögur kvenna sem eru keimlíkar þessari aldargömlu greiningu. Þessi greining var svokölluð ,,ruslagreining“ sem skýrði hegðun eða einkenni kvenna sem voru óþæginleg fyrir karlmenn1.
Á 18. og 19. öld var móðursýki ein af algengustu sjúkdómsgreiningum kvenna. Franskur læknir, Francois Boissier de Sayvages de Lacroix var fyrstu að skilgreina móðursýki sem eitthvað í ætt við tilfinningalegan óstöðuleika sem væri háð skyndilegum breytingum með mikilli næmni sálarinnar. Læknar á þessum tíma voru sammála um að þetta ástand hefði fyrst og fremst áhrif á konur en ekki karla þar sem þeir væru sjaldan ofstækisfullir1.

Þegar talað er um kynjamisrétti í heilbrigðismálum get ég ekki annað en hugsað hvort við séum ennþá að lifa í þeim gamla hugsunarhátti að konur séu bara ,,móðursjúkar“. Konur leita meira í heilbrigðisþjónustu en karlmenn. Konur leita sér oftar aðstoðar við heilsubresti en menn og þá sérstaklega þegar það kemur að sálrænum vandamálum. Karlar harka meira af sér og koma seinna þegar vandamálið er orðið óbærilegt. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur vakið athygli á þessu og vilja auka rannsóknir og þekkingu í þessum málaflokki. Heilbrigðisþjónustan er hvött til þess að bregðast við mismun kynjanna á heilsu með sértækari hætti en nú er 5 & 6.
Vísbendingar eru um að heilbrigðisþjónustan taki ekki nógu mikið tillit til þarfa kvenna sem hefur áhrif á heilsu, heilsuhegðun og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðiskerfið viðhaldi og stuðli að kynjamisrétti sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og velferð fólks. Í samantekt frá Dr Finnborgu Salome Steinþórsdóttur kemur fram að konur búa við lakara heilsufar og verri lífsgæði en karlar á Íslandi. Þrátt fyrir að konur lifi lengur en karlar þá lifa þær lengur við slæma heilsu. Félagsleg og efnahagsleg staða kvenna í samfélaginu hefur áhrif á lakari heilsufar kvenna 2.
Hér að neðan mun ég skoða helstu heilsufarsleg vandamál þar sem konur eru í meirihluta.
Streita
Í nýlegum talnabrunni frá Embætti Landlæknis kemur í ljós að mikill munur er á daglegri streitu karla og kvenna. Fleiri konur en karlar upplifa mikla streitu í daglegu lífi og árið 2021 var hlutfallið 30% konur en 21% karla. Mesti munur á streitu kynjanna var í aldurshópnum 55-64 ára en þar er hlutfallið tvöfalt fleiri konur en karlar sem greina frá mikilli streitu í daglegu lífi3.
Vitundarvakning á hormónabreytingum á andlega líðan kvenna hefur verið áberandi. Tvær konur hafa vakið athygli á rannsóknum á því hvernig hormónar og breytingarskeiðið getur haft áhrif á hvernig konur takast á við streitu og hvernig staða tíðahrings getur haft áhrif á andlega líðan. Ég hef fylgt þeim á instagram en það eru Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Halldóra Skúla með Kvennaráð. Sylvía hefur meira verið að stíla inn á konur sem eru yngri og hafa enn tíðir en Halldóra stílar meira inn á konur á breytingarskeiðinu. Mjög áhugaverð og flott umræða sem ég mæli með.
Svefn
Nýlega var ráðstefna í Hörpu með Matthew Walker og Dr. Erlu Björnsdóttur um svefn.
Svefnvandamál aukast með aldrinum samkvæmt rannsókn frá 2011. Konur eru þó líklegri að eiga við svefnavandamál að stríða. Svefnvandamál kvenna eru algengust við og/eða eftir tíðahvörf. Hormónabreytingar hafa áhrif á svefninn og breyta svefnmynstri. Rannsóknir á svefnleysi styðja það að konur eiga erfiðara með svefn og algengið eykst meðal kvenna með hækkandi aldri. Breytingar á hormónum, streita, veikindi, lífstíll og svefnumhverfi geta haft áhrif á svefn11.
Vinnustaðir hafa verið hvattir til að taka upp hagræðingu á vinnutíma og bjóða starfsfólki upp á svefnráðgjöf til að sporna við vinnuslysum og meðfylgjandi kostnaði. Vakin var athygli á því að svefnleysi geti kostað atvinnulífið háar upphæðir á ári hverju. Þessar tölur mælast í tugum milljarða og því mikil efnhagslegur ávinningur fyrir atvinnulífið að draga úr svefnavanda starfsfólks með fræðslu. Betri svefn hefur tekið upp gæðastimpil og viðurkenningu fyrir fyrirtæki sem hafa farið í gegnum námskeið og fræðslu hjá þeim eða ,,svefnvottað fyrirtæki“4.
Fæðingasögur og upplifun
Það er hreint með ólíkindum að konur séu ennþá í dag að fá það viðhorf frá heilbrigðisstarfsfólki að vera ,,veikar á geði“ eða ,,móðursjúkar“ árið 2022. Konur upplifa skilningarleysi og vantrú innan heilbrigðiskerfisins. Gott dæmi um það er viðtal við Bergþóru Birnudóttur í Kveik þætti, þar sem hún upplifir skilningsleysi og ráðaleysi eftir að hafa örkumlast við fæðingu. Margar konur stigu fram eftir þennan þátt og lýstu sömu reynslu af heilbrigðiskerfinu. Afhverju er ekki hlustað á konur?
Er stoltið að hindra það að hlustað sé á konur. Besta leiðin til að læra er að læra af mistökum. Hvers vegna er svona erfitt að hlusta og læra af reynslusögum kvenna. Er rótin ennþá móðursýki? Konur eru móðursjúkar og gera of mikið úr hlutunum virðist ennþá vera hugarfarið. Þessu verður að breyta!
Kulnun og streita er hæst meðal kvenna. Sumir vilja meina að kulnun sé tískubóla og allir séu í kulnun. Er það rétt? Ég segi nei. Með fræðslu og vitundavakningu eykst alltaf algengi en það þýðir ekki að það sé orðið að tískubólu. Konur hafa ekki verið lengi á vinnumarkaði. Árið 1940-1950 var til að mynda ekki margar konur á vinnumarkaði. Konur áttu að sjá um börn og heimilið. Þetta hefur breyst. Konur eru jafn algengar á vinnumarkaði og karlar en hver sér um heimilið? Oftast eru það ennþá konur. Þessu þarf að breyta.
Þriðja vaktin
,,Þriðja vaktin er ólaunuð ábyrgð, yfirumsjón og verkastýring á heimilis– og fjölskylduhaldi„9
Konur sinna meira þriðju vaktinni en karlar. Talið er að henni sé sinnt í margfalt meira magni á meðal kvenna en karla jafnvel þótt þær séu í sambandi eða í fullri vinnu. Þessi byrgði getur valdið streitu, álagi og kulnun en einnig hindrar atvinnuþátttöku þeirra og framgang í vinnu. Konur eru líklegri til að ljúka háskólaprófi eru þær líklegri til að vera í hlutastarfi en menn og eru ólíklegri til að fá stöðuhækkun í starfi.
Hulda Tölgyes, sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson sem stýrir samfélagsmiðlinum Karlmennskan bjóða upp á fræðsluerindið ,,Hann er samt svo duglegur að hjálpa“ um þriðju vaktina. Ég mæli með að fylgjast með þeim. Það er margt sem vekur mann til umhugsunar og gott fyrir hjón eða pör að ræða. Hulda og Þorsteinn sáu um gerð fræðsluefnið fyrir VR um þriðju vaktina og hafa gert það mjög faglega10.
Hér er slóðin að námskeiðinu þeirra:
https://huldatolgyes.is/namskeidthridjavaktin

Rannsóknir
Í Bandarískri rannsókn frá árinu 2010 kemur í ljós að eldri konur nota meiri heilbrigðiskerfið heldur en karlar en hafa minna á milli handana. Greinilegur kynjamunur er á heilsu og notkun heilbrigðisþjónustu í bandarísku heilbrigðiskerfi. Niðurstöðurnar sýndu líka að sjúkrahúsinnlagnir eru oftar hjá karlmönnum en konum sem getur verið túlkað þannig að konur leita fyrr til læknis en karlar. Í greininni er líka velt fyrir sér hvort útskýringin geti líka verið að konur hafi meiri umönnunarskyldur en karlar og þar af leiðandi neita þær sjúkrahúsvist7.
Vísbendingar eru um að konum sé ekki boðið upp á sömu meðferð og körlum án nokkurrar læknisfræðilegrar skýringar. Margar rannsóknir sýna að konur eru ólíklegri en karlar til að fá lengri komnar greiningar- og meðferðarúrræði. Kynjahlutdrægni í heilbrigðisþjónustu er kefisbundin vanrækla, fordómar og staðalímyndir sem skyggja á meðferð og greiningu. Fjölmörgir sjúkdómar eru rannsakaðir og meðhöndlaðir í meira mæli hjá körlum en konum með sömu alvarlegu einkenni. Þessi sjúkdómar eru kransæðasjúkdómar, parkinsonsveiki, iðrabólga (IBS), verkir í hálsi, liðagigt og berklar8.
Rannsóknir benda til þess að læknar séu líklegri til að túlka einkenni karla sem líkamlega kvilla en konur sem andlega kvilla. Konum er einnig ávísað meira af geðlyfjum en körlum. Kvenkyns sjúklingar verða oftar fyrir mismunun í formi neitunar á meðferð eða rangra flokkunar á greiningu vegna þess að þær voru ekki teknar alvarlega8.
Hugleiðingar
Er móðursýkisgreining kvenna ennþá til en er mjög vel falin? Læknar blindast af fordómum og viðhorfi gagnvart konum vegna efnahagslegrar stöðu eða fyrri sögu um andleg veikindi. Heilbrigðiskerfið er ennþá mjög litað af kynjamisrétti, fordómum og staðalímyndum.
Samfélagið þarf að gera breytingu. Pabbalíf kom með góðan punkt sem þarf að ræða. Vinnustaðir og fjölskyldulíf. Eðlilegt er að foreldrar skiptist á að vera með börnin veik heima en hvernig stendur á því að viðhorf vinnuveitendur sé að eðlilegra sé að konan sé heima. Sjálf hef ég fengið að kynnast því að ég eigi frekar að vera heima en maðurinn minn. Hvar er kynja jafnréttið í því?
Í tilefni af 19.júní sem er Kvennréttindadagur á Íslandi vil ég vekja athygli á þessu og skapa umræðu.
- Maria Cohut (2020) The controversy of female hysteria. Medical News Today. Sótt 25.apríl 2022 af: https://www.medicalnewstoday.com/articles/the-controversy-of-female-hysteria#Female-hysteria-in-the-18th-century
- Heilbrigðisráðuneytið (2021) Heilsufar og heilbrigðisþjónusta. Kynja- og jafnréttissjónarmið. Sótt 25.apríl 2022 af: https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Heilsa-heilbr-kynja_FSS-leidrett.pdf
- Embætti Landlæknis (2022) Talnabrunnur. Fréttabréf landlæknis um heilbrigðisupplýsingar. Líðan fullorðinna Íslendinga árið 2021. 16.árgangur. 4 tölublað. Apríl 2022. Sótt 09.maí.2022 af: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item49280/Talnabrunnur_april_2022.pdf
- Rakel Sveinsdóttir (2022) Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu. Visir.is Sótt 09.maí 2022 af: https://www.visir.is/g/20222256481d/svefnvottun-islenskra-vinnustada-dyrt-ad-vera-med-osofid-folk-i-vinnu
- The health and well-being of men in the WHO European Region: better health through a gender approach (2018) https://www.euro.who.int/en/publications/abstracts/the-health-and-well-being-of-men-in-the-who-european-region-better-health-through-a-gender-approach-2018
- Strategy on women’s health and well-being in the WHO European Region (2016) https://www.euro.who.int/en/health-topics/health-determinants/gender/publications/2016/strategy-on-womens-health-and-well-being-in-the-who-european-region-2016
- Cameron, K. A., Song, J., Manheim, L. M., & Dunlop, D. D. (2010). Gender disparities in health and healthcare use among older adults. Journal of women’s health (2002), 19(9), 1643–1650. https://doi.org/10.1089/jwh.2009.1701
- Hamberg, K. (2008). Gender Bias in Medicine. Women’s Health, 237–243. https://doi.org/10.2217/17455057.4.3.237
- VR stéttafélag (2022) Þriðja vaktin – Hugræn byrgði. Höfundar efnis eru Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson, kennari og MA í kynjafræði.Sótt 20.maí 2022 af: https://www.vr.is/thridja-vaktin-hugraen-byrdi/
- Hulda Tölgyes (2022) Námskeið þriðja vaktina. heimsíða. Sótt 18.júní 2022 frá: https://huldatolgyes.is/namskeidthridjavaktin
- Vidya Krishna and Nancy A Collop (2006) Gender differences in sleep disorders. Pubmed.gov. Sótt 19.júní 2022 af: https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/17053485/
Share this post: on Twitter on Facebook on Google+