Vefsíða lýðheilsufræðings

Mataræði Íslendinga og ráðleggingar.

Embætti Landlæknis gaf nýlega út niðurstöður rannsóknar sem gerð var 2019-2021 á mataræði Íslendinga. Spurninglistar voru lagðir fyrir 18-80 ára og voru tekin viðtöl við alls 822 þátttakendur. Kynjahlutfallið var 52% konur og 48% karlar.

Það sem kemur ekki á óvart er að samanlögð neysla á grænmeti og ávöxtum nær rétt helming af ráðlögðum dagskammti. Ráðlagður dagskammtur af ávöxtum og grænmeti er 500 grömm á dag en samkvæmt þessari könnun eru Íslendingar að meðaltali að borða um 213 grömm á dag. Aðeins 2% þátttakenda nær að borða næginlega af grænmeti og ávöxtum sem er lægra hlutfall en í síðustu könnun og því mikið áhyggjuefni1.

Grænmetisréttir eru aðalréttur hjá fjórðung þátttakenda einu sinni í viku eða oftar og er svipaður fjöldi sem borðar hnetur og/eða fræ. Miðað við ráðleggingar þá eru Íslendingar einnig ekki að neyta næginlega mikils magns af hnetum og fræum. Ráðlagður dagskammtur af ósöltuðum hnetum er 30gr á dag eða sem samsvarar hnefafylli. Fiskneysla stendur í stað og er að meðaltali 315 grömm á viku. Það sem veldur áhyggjum er að yngri aldurshópurinn 18-39 ára er ekki að borða mikið af fisk og þá sérstaklega ungar konur en aðeins 1% þátttakenda náðu að fylgja ráðleggingum um fiskneyslu sem eru 2-3x í viku1.

16% af heildarorku landsmanna kemur frá sykruðum gos- og svaladrykkjum, sælgæti, kökum og kexi. Neysla á orkudrykkjum hefur aukist síðan frá síðustu könnun en hún var mjög há síðast, sem er áhyggjuefni. Ég skrifaði færslu um svefn og koffín neyslu ungmenna sem ég mæli með að skoða. Dregið hefur verið úr kolvetnisneyslu og gæti það skýrst af ketó æði landans en það fór úr 42% í 37% að meðaltali. Ráðlagt er að kolvetni séu á bilinu 45-60% af heildarorku. 55 einstaklingar sem tóku þátt í könnuninni voru á lágkolvetnamataræði eða 7% allra þátttakenda, 32 einstaklingar fasta reglulega, 12 voru á grænmetisfæðu og 10 fylgja vegan fæði1.

Ráðlagt er að borða 25 grömm af trefjaefnum daglega úr heilkornavörum, ávöxtum, grænmeti, baunum, linsum, hnetum og fræjum. Landsmenn eru ekki að fylgja mikið ráðleggingum embætti landlæknis og væri áhugavert að skoða það betur, hvers vegna? Margir þættir geta spilað þar inn í eins og ekki nógu gott aðgengi að upplýsingum, ekki nógu góð vitundarvakning, auka þarf fræðslu í skólum, hækkun matarverðs og fleira1.

Grænmeti og ávextir eru dýrir á Íslandi og gæðin eru ekki upp á marga fiska. Einungis einn af hverjum 50 þátttakendum fylgir ráðleggingum um fimm á dag. Ég finn mikinn mun á gæðum á grænmeti og ávöxtum sem og verði miðað við Svíþjóð þar sem ég er búsett. Aðgengi að ávöxtum, hnetum og grænmeti er mjög gott í Svíþjóð en heilsusamlegri matvörur eru dýrari en verðumunur er ekki svona gígantískur eins og ég upplifi á Íslandi.

Neysla á kjöti og kjötvörum hefur minnkað sem er bæði gott fyrir umhverfið og heilsuna. Unnar kjötvörur og rautt kjöt eykur líkurnar á lífstílssjúkdómum eins og ristilkrabbameini, offitu, sykursýki o.s.frv. Almenningur ætti að minnka neyslu á rauðu kjöti og unnum kjötvörum og samkvæmt þessu niðurstöðum hefur sú fræðsla og vitundarvakning skilað sér. Neysla á rauðu kjöti hefur minnkað um 10% eða rúm 60 grömm síðan 2010-2011. Hámarkneysla á rauðu kjöti er 500 grömm á viku en um 60% þátttakenda fara yfir það viðmið1 & 2.

Norrænar ráðleggingar á mataræði

Fæðuvenjur Norðurlanda standast ekki núverandi ráðleggingar WHO um hollan mat eða uppfylla Sjálfbærnismarkmið Sameinuðu þjóðanna (SDG). Mismunandir þættir hafa þau áhrif að takmarka val fólks á mataræði og núverandi stefnuumhverfi auðveldar ekki heilbrigt og sjálfbært mataræði. Til að breyta þessu hafa Norðurlöndin, Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Íslandi og Noregur ákveðið að uppfæra norrænar næringaráðleggingar sem birtar verða árið 2023. Sum Norðurlandanna eru þegar farin að taka tillit til umhverfisáhrifa þegar þeir velja sér næringarstefnu. Í Danmörku árið 2021 uppfærðu stjórnvöld mataræðisleiðbeiningar sínar til að hvetja fólk til að borða holla og loftslagsvæna fæðu. Leiðbeingar benda til þess að borða fjölbreytta jurtaríka fæðu, neyta minna af kjöti og borða meira af belgjurtum3.

Sérfræðingar frá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa lagt áherslu á að endurskoða norræna næringaráðleggingarnar og móta skilvirkar næringarstefnu. Efla þarf holla og sjálfbært mataræði og ætti það að verða forgangsverkefni. Stjórnvöld hafa meiri áhuga á loftlagsáætlun en næringaráætlun en mikilvægt er að heilbrigðisráðuneytin og lýðheilsuyfirvöld sameini þessar áætlarnir til að ná sem bestum árangri3.

Sænsk yfirvöld hafa lagt áherslu á umhverfisþætti, heilsu og matarvenjur í sínum ráðleggingar um mataræði. Mikið af fræðsluefni og mismunandi ráðleggingum er hægt að finna á síðunni hjá þeim ásamt prófi sem hægt er að taka.


Heimildir

  1. Embætti landlæknis (2022) Hvað borða Íslendingar? Könnun á mataræði Íslendinga 2019-2021. Sótt 14. mars 2022 af: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item49171/Hvadbordaislendingar_vefur_endanlegt.pdf
  2. Bernstein AM, Song M, Zhang X, Pan A, Wang M, Fuchs CS, et al. (2015) Processed and Unprocessed Red Meat and Risk of Colorectal Cancer: Analysis by Tumor Location and Modification by Time, Plus One, sótt 14.mars 2022 af http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4549221/pdf/pone.0135959.pdf
  3. WHO (2021) Making diets environmentally friendly: Nordic countries lead the way. Sótt 14.mars 2022 af: https://www.euro.who.int/en/health-topics/disease-prevention/nutrition/news/news/2021/10/making-diets-environmentally-friendly-nordic-countries-lead-the-way

Tengdar greinar

Kynslóðaáföll

Hvað eru kynslóðaáföll? Margar hefðir í kringum jólahátíðina erfast á milli kynslóða. Nú eru jólin

Read More

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur