Lögreglan gaf út tölfræðilega upplýsingar um tilkynntum kynferðisbrotum 18.febrúar síðastliðinn. Mig langaði að rýna aðeins í það og skoða afleiðingar kynferðisofbeldis á samfélagið og þolendur.
Kynferðisofbeldi er oftast framið af einhverjum sem maður þekkir. Kynferðisofbeldi getur verið:
- Nauðgun
- Nauðgunartilraun
- Kynferðisofbeldi gegn börnum
- Kynferðisleg áreitni
- Sifjaspell
- Stafrænt kynferðisofbeldi
- Klám
- Vændi
- Mansal
- Blygðunarsemisbrot2
Kynferðisofbeldi á heimsvísu
Nauðganir og kynferðisofbeldi eiga sér stað í öllum samfélögum og þvert á allar þjóðfélagsstéttir. Áætlað er að þolendur nauðgana séu í meirihluta konur og verða konur oftast fyrir kynferðisofbeldi af hálfu eiginmanna eða kærasta á lífsleiðinni. Í þýðisrannsókn frá Suður-Afríku sýndi að 37% karla hafi framið nauðgun. Konur og stúlkur eru líklegri til að vera þolendur og karlar gerendur. Í flestum tilfellum er gerandinn þekktur fyrir þolandanum. Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir kynferðislegu ofbeldi þar sem stúlkur eru í meiri hættu, sérstaklega í skólanum og heima. Mikið af þekkingu okkar á kynferðisofbeldi hefur í gegnum tíðina byggst á rannsóknum sem gerðar hafa verið í hátekjulöndum. Þetta er hinsvegar að breytast með aukinni þekkingu og fræðslu með tilkomu góðra rannsókna frá öðrum aðstæðum sérstaklega Afríku1.
Kynferðislegt ofbeldi getur leitt til margvíslegra heilsufarslegra afleiðinga, þar á meðal líkamlegra, frjósemis- og sálrænna. Sumt getur verið banvænt en annað, eins og óheilbrigð hegðun, getur átt sér stað óbeint vegna ofbeldisins. Þetta hefur í för með sér verulega heilsufarsbyrði og ættu þjónustuaðilar, stjórnvöld og félagasamtök að huga að því. Geðheilbrigðisaðgerðir eru mikilvægar þar sem há tíðni kvenna sem verða fyrir kynferðisofbeldi fá áfallastreituröskun. Hugræn atferlismeðferð hefur reynst árangursík til að meðhöndla áfallastreituröskun. Það er mikilvægt að innleiða skimunar og íhlutunaráætlun á fæðingar- og kvensjúkdómadeildum3
Kynferðisofbeldi bitnar mest á konum sem búa í lágtekjulöndum. Áætlað er að 37% kvenna sem búa í fátækustu löndunum hafi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi í nánum samböndum á lífsleiðinni og í sumum þessara landa er algengi allt að 1 af hverjum 2 4.
Suður- Asía og Afríka sunnan Sahara eru með hæstu tíðni ofbeldis í nánum samböndum meðal kvenna á aldrinum 15-49 ára, á bilinu 33%-51%. Lægsta hlutfallið er að finna í Evrópu (16-23%) Mið Asíu (18%), Austur-Asíu (20%) og Suðaustur-Asíu (21%)4.
Yngri konur eru í mestri hættu fyrir nýlegu ofbeldi. Ofbeldi gegn konum er landlægt í öllum löndum og menningu og veldur skaða fyrir milljónir kvenna og fjölskyldna þeirra og hefur aukið vegna COVID-19. Mikilvægt er að berjast gegn þessari rótgrónu og viðvarandi viðleitni að hálfu ríkisstjórna, samfélaga og einstaklinga til að breyta skaðlegum viðhorfum samkvæmt Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóra WHO. Besta leiðin til að breyta þessum viðhorfum er að auka aðgengi að tækifærum og þjónustu fyrir konur og stúlkur4.
Tölur frá Íslandi
Skráðum nauðgunarbrotum síðastliðinn 11 ár hefur rúmlega tvöfaldast eða frá 98 brotum 2010 til 220 árið 2021. Ríkislögreglustjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur gefið út í fjölmiðlum að megnið af tilkynntum nauðgunum til lögreglu eiga sér stað um helgar frá föstudegi til sunnudags og þá frá miðnætti til sex um morguninn. Þegar samkomutakmarkanir vegna covid-19 voru sem strangastar dróst tilkynningar um nauðganir um 43%. Talið er að það megi rekja til skemmtanalífsins, þar sem barir og skemmtistaðir voru lokaðir7.
Fjöldi grunaðra sem gerendur í nauðgunarmálum eru karlmenn eða 855 og 18 konur. Því eru gerendur oftast karlmenn. Algengasti aldur gerenda er 18-25 ára en meðalaldurinn hjá körlum er 32. ára en konum 33. ára. 192 karlmenn voru grunaðir árið 2021 fyrir nauðgun8.
Brotaþolar kynferðisbrota eru 85% konur og 15% karlar árið 2021. Meðalaldur kvenkyns brotaþola er 23 ár og karla 20 ár. Karlmenn sem brotaþolar kynferðisbrota hefur aukist sem ég tel vera vegna vitundarvakningu og fræðslu. Karlmenn eru í auknu mæli að tilkynna kynferðisbrot. Brotaþolar yngri en 18 ára hafa samt aukist úr 34% árið 2017 í 61% árið 2021 sem er mikil aukning8.
Samkvæmt þessum tölum eru karlmenn sem gerendur að meðaltali 32 ára og brotaþolar konur með meðalaldur 23 ára. Árið 2020 voru 325 kynferðisbrotamál. 130 voru kærð og 181 voru felld niður. Það er meira en 56% kynferðisbrotamála sem eru felld niður8
Í ársskýrslu Stígamóta kemur fram að 885 einstaklingar leituðu til samtakana og af þeim voru 385 einstaklinga sem leituðu aðstoðar vegna eigin mála í fyrsta skipti. Ástæða þess að leitað sé til Stígamóta 2019 voru vegna nauðgunar eða 33.4%. Nauðganir, nauðgunartilraun og sifjaspell eru 58,2% þeirra ástæðna sem tilgreindar eru fyrir komuna á Stígamót. Frá tölum hjá Stígamótum kemur fram að 4% til 17% mála kynferðisbrota hvert ár voru kærð til lögreglu. Meirihluti allra mála eru aldrei kærð til lögreglu. Algengasta ástæðan fyrir því að málin voru ekki kærð var vegna þess að fólk treysti sér ekki í gegnum yfirheyrslur og hafði ekki trú á réttarkerfinu8.
Af þeim 20 málum þar sem kynferðisofbeldið var kært var dæmt í 14 málum eða 70% af málum sem enduðu með fangelsisdóm eða skilorði. Af þessu má dæma að aðeins lítill hluti þeirra kynferðisbrotamála sem eru kærð eru til lögreglu enda með dómi8.
Vitundarvakning og forvarnir
Þar sem ég er ekki lögfræðimenntuð ætla ég ekki að rýna í það hversu gallað réttarkerfið er og hversu sorglegt það er að sjá þessar tölur sem enda með dómi. Stígamót hafa farið af stað með undirskriftalista þar sem almenningur er beðin um að skrifa undir að þolendur ofbeldis séu vitni í eigin kærumálum. Þar er krafist að brotaþolar fái aðild að málum sínum og öll sambærileg réttindi á við sakborning. Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, mun svo á næstunni leggja fram frumvarp þar sem réttarstöðu brotarþola er bætt.
Lanspítalinn, Embætti Landlæknis og Neyðarmóttaka hafa sett saman bækling um áfallaviðbrögð við kynferðisofbeldi og var hann gefinn út árið 2016. Sá bæklingur ætlaður þeim sem nýlega hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi10.

Til að koma í veg fyrir ofbeldi þarf að takast á við kerfisbundið, efnahagslegt og félagslegt misrétti. Það þarf að tryggja aðgang að menntun og öruggri vinnu og breyta kynbundnum reglum og stofnunum. Áhrifaríkar forvarnir fela einnig í sér að tryggja nauðsynlega þjónustu, styðja samtök kvenna, ögra ójöfnum félagslegum viðmiðum (eins og öfgar, Edda Falak og fleiri hafa verið að gera), endurbætur á réttarkerfi og styrkja lagaleg viðbrögð. Það ætti að vera pólitískur vilji til að takast á við ofbeldi gegn konum. Skólar og menntakerfið ætti að ögra mismunandi viðhorfum og skoðunum með alhliða kynfræðslu. Fjárfesta í sjálfbærum og skilvirkum gagnreyndum forvarnaráætlunum4.
Áður en farið er í forvarnastarf þarf að skoða og greina áhrif kynferðisofbeldis á einstaklinga, sambönd, samfélög og efnhagslega stöðu. Nokkrir áhættuþættir fyrir kynferðisofbeldi eru meðal annars eiginleikar einstaklinga, líkamlegt og félagslegt umhverfi. Áhættuþættir fyrir kynferðisofbeldi er saga um líkamlegt ofbeldi sem barn, útsetning fyrir ofbeldi foreldra, þátttaka í glæpsamlegri hegðun, kynjahlutverka viðmið, áfengisneysla, áhættuhegðun í kynlífi, tengsl við árásagjarna jafningjahópa. Fátækt getur líka haft áhrif eins og útsetning fyrir glæpum og ofbeldi í samfélaginu, félagsleg viðmið, veik lög og reglur, kynjamisrétti og að karla séu álitnir æðri en konur11.
Verndandi þættir fyrir kynferðisofbeldi eru samkennd, tilfinningalegt heilbrigði og tengsl, námsárangur og að eiga foreldra sem nota rökstuðning fyrir því að leysa fjölskylduvandamál 11.
Þótt þetta séu fræðilegir áhættuþættir og verndandi þættir sem koma frá tölfræðilegum upplýsingum er ekkert svart og hvítt í kynferðismálum.
Samfélagið verður fyrir verulegum kostnaði sem tengist langtíma líkamlegum og andlegum heilsufarslegum afleiðingum kynferðisofbeldis. Niðurstöður frá einu ríki í Bandaríkjunum áætlar að heildarkostnaður kynferðisofbeldis árið 2009 samsvaraði 4,7 milljarðar dala eða 1580 dali á hvern íbúa. Að yfirfæra þetta í íslenskar tölur þá eru það 213.000 kr per íbúa. Þetta var metið frá lífsgæðum, töpuðum vinnustundum, heilbrigðiskostnaður og sakamálakostnaður11.
Stuttar lotur af fræðsluáætlunum sem miða að efla vitund og þekkingu um kynferðisofbeldi hafa ekki sýnt fram á árangur við kynferðisofbeldishegðun. Matsrannsóknir hafa sýnt að aðeins þrjár forvarnaraðferðir hafa sýnt fram á marktæk áhrif á kynferðislegri ofbeldisfullri hegðun. Þessar forvarnaaðferðir áttu það sameiginlegt að fræða unglinga yfir 2-4 ár tímabil um kynjafræði, jafnrétti kynjana, kynfræðslu, samskipti kynjana, geðheilsu o.s.frv. Þessi forvarnaraðferði sýndi fram á árangur við kynferðisofbeldishegðun11.
Besta leiðin er að byrja snemma að byggja upp færni barna og ungmenna á samskipti kynjana, kynja jafnrétti, kynjafræði, átakastjórnun, tilfinningastjórnun, virðingu, kynfræðslu, ræða um kynlíf og samþykki.

Heimildir
- Elizabeth Dartnall et al (2013) Sexual violence against women: The scope of the problem. Best Practice & Research Clinical Obstetrics & Gyndaecology. Volume 27, Issue 1, February 2013, pages 3-13. Sótt 5. febrúar 2022 af: https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S1521693412001228
- Lögreglan.is (2021) Kynferðisofbeldi. Forvarnir og fræðsla. Sótt 5.febrúar 2022 af: https://www.logreglan.is/fraedsla/ofbeldi/kynferdisofbeldi/
- Ruxana Jina et al (2013) Health consequences of sexual violence against women. Best Practice & Research Clinical Obstetrics & Gyndaecology. Volume 27, Issue 1, February 2013, Pages 15-26. Sótt 5.febrúar 2022 af: https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S1521693412001344
- WHO (2021) Devastatingly pervasive: 1 in 3 women globally experience violence. Younger women among those most at risk: WHO. News. Sótt 5.mars 2022 af: https://www.who.int/news/item/09-03-2021-devastatingly-pervasive-1-in-3-women-globally-experience-violence
- Landlæknir (2016) Áfallaviðbrögð bæklingur. pdf. Sótt 07.febrúar 2022 af: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item18917/Afallavidbrogd_baeklingur_november_2016_IS.pdf
- NSVRC (2016) Prevention is possible. Sexual Assault awareness month. Sótt 07.febrúar af: https://www.nsvrc.org/sites/default/files/2016-01/saam_2016_impact-of-sexual-violence.pdf
- Jón Þór Stefánsson (2022) Hvetja fólk til að vera á varðbergi á djamminu. Frétta á vísir.is sótt 07.febrúar 2022 af: https://www.frettabladid.is/frettir/vitundarvakning-um-kynferdisofbeldi-kynnt/
- Lögreglan (2022) Tölfræði um kynbundið ofbeldi. Tölfræði pdf. Sótt 07.febrúar 2022 af: https://www.logreglan.is/wp-content/uploads/2022/02/Kynferdisbrot-Aukaadild-og-sakb.-fram-til-2021-16.02.20221.pdf
- Stígamót (2019) Ársskýrsla 2019. Sótt 07.febrúar 2022 af: https://stigamot.is/wp-content/uploads/2020/08/stigamot_arsskyrsla_2019_vef.pdf
- Áfallaviðbrögð (2016) Bæklingur við áfallaviðbrögðum. Sótt 07.febrúar 2022 af: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item18917/Afallavidbrogd_baeklingur_november_2016_IS.pdf
- CDC (2016) Stop SV: A technical package to prevent sexual violence. National center for injury prevention and control. Division of violence prevention. Sótt 07. febrúar 2022 af: https://www.cdc.gov/violenceprevention/pdf/SV-Prevention-Technical-Package.pdf
Share this post: on Twitter on Facebook on Google+