Vefsíða lýðheilsufræðings

Irritable Bowel Syndrome (IBS) eða Iðraólga

Iðraólga eða IBS er þegar truflun verður á starfsemi ristils og smáþarma. Í stað þess að dragast reglubundið saman og flytja fæðuna áfram þá verða samdrættir á mismunandi stöðum í ristli og smáþörmum. Afleiðingarnar eru að fæðan berst treglega niður meltingarveginn og frásog vatns truflast sem veldur því að hægðirnar verða harðar en geta líka orðið linar og jafnvel að niðurgang. IBS hrjáir mest ungt fólk og þá sérstaklega konur sem lifa við mikla streitu. 15-20 % fullorðinnar á aldrinum 20-50 ára eru með iðraólgu eða IBS á Íslandi1.

IBS getur valdið skaða í þörmum í sumum tilfellum en er hins vegar ekki algengt. Að vera með sjúkdóminn getur aukið hættuna á krabbameini í meltingarvegi. Mikilvægt er að læra leiðir til að ná stjórn á sjúkdómnum og leiðir til að draga úr einkennum. Helstu einkenni sjúkdómsins eru2:

  • Ristilkrampar
  • Kviðverkir
  • Uppþemba og loft
  • Hægðatregða
  • Niðurgangur

Einkenni IBS eru ekki alltaf viðvarandi en hins vegar eru sumir með stöðug einkenni. Einkenni kvenna og karla eru ólík. Hjá konum eru einkennin oft tengt við tíðahringinn. Konur sem eru komnar á breytingaskeiðið hafa færri einkenni en konur sem eru ennþá á blæðingum. Sumar konur hafa greint frá því að ákveðin einkenni IBS aukist á meðgöngu. Karlar upplifa sömu einkenni og konur en eru síðri til að segja frá einkennum sínum og leita sér meðferðar2.

Erfitt getur verið að greina IBS en oftast er sjúkdómurinn greindur út frá einkennum og sögu. Læknar nota oft undilokunaraðferð til að greina IBS. Með blóðprufum, hægðarsýni og neyslu á ákveðnum fæðutengdum hætt í ákveðinn tíma, er hægt að útiloka sjúkdóma eins og fæðuóþol, celiac, fæðuofnæmi, sýkingar, blóðleysi o.s.frv. Ristilspeglun er aðeins notuð ef grunur er um að einkennin séu af völdum Crohns sjúkdómsins eða krabbamein2.

Það er engin lækning við IBS. Meðferð miðar að því að draga úr einkennum með því að gera ákveðnar lífstílsbreytingar. Venjulega er mælt með því áður en lyf eru notuð. Sum lyf eru notuð til að meðhöndla einkenni IBS. Lyf sem eru notuð eru lyf til að stjórna vöðvakrampa, hægðatregðulyf, þunglyndislyf, verkjalyf og sýklalyf.

Rannsóknir á IBS

Til eru rannsóknir sem sýna að streita í æsku geti verið orsök IBS síðar á lífsleiðinni. Einstaklingar sem hafa fengið afskiptalaust uppeldi og/eða alist upp í streituvaldandi umhverfi eru líklegri til að fá IBS. Félagslegt umhverfið fjölskyldunnar geta verið sterkur áhrifaþáttur á að þróa með sér lífstílssjúkdóma s.s. andleg veikindi, króníska sjúkdóma og fleira3.

Tengsl IBS og þunglyndis hefur komið sterkt í ljós með rannsóknum. Vitað er að verkir hafa áhrif á andlega líðan og öfugt. Sjúklingar með þunglyndi segja meira frá alvarlegum verkjum og einkennum frá IBS4.

Sálfræðimeðferð og þunglyndislyf hafa verið áhrifarík meðferð hjá sjúklingum með alvarlegt IBS og skilað góðum árangri. Í slembisrannsókn voru 257 einstaklingar með IBS skipt niður í sálfræðimeðferð og svo annarsvegar að taka þunglyndislyfið Paroxetin. Báðir þessir hópar skráðu betri lífsgæði og minni líkamleg einkenni en þeir einstaklingar sem hafa aðeins fengið lyf við IBS s.s. vegna ristilskrampa o.s.frv. Sjúklingar með alvarlegt IBS ættu samkvæmt þessu að prófa sálfræðimeðferð og þunglyndislyf til að bæta lífsgæðin sín og halda niðri einkennum IBS. Rannsóknin sýndi einnig að þetta eykur lífsgæði sjúklinga án aukakostnaðar, það er að segja að þessar meðferðir séu meira cost-effective en að setja einstaklingar aðeins á lyf við IBS. Skilar betri langtímaárangri og bætir lífsgæði einstaklinga5.

IBS er flókinn, meltingarfærasjúkdómur sem einkennist af krónískum kviðverkjum, óþægindum og breyttum hægðavenjum. Vefjagigt, langvarandi þreytuheilkenni, langvarandi bakverkir, langvarandi grindarverkur, langvarandi höfuðverkur og truflun á starfsemi kjálkaliða eru til staðar hjá um það bil helmingi allra sjúklinga með IBS. Heilbrigðisbyrði IBS er veruleg á heilbrigðiskerfi og er óháð umhverfi eða landafræði6.

Vísbendingar um lægra algengi IBS í eldri aldurhópum benda til þess að einkenni gangi yfir með tímanum. Algengi IBS er lægst í Suður-Asíu um 7% en hæst í Suður-Ameríku eða 21%. Á Íslandi er algengið hærra en 20% svipað og í Bretlandi en í Noregi er algengið aðeins 10-15% og í Svíþjóð 15-20%6.

Sálfræðileg streita er mikilvægur þáttur fyrir þróun á iðrubólguheilkenni eða IBS. Fleiri og fleiri klínískar rannsóknir sýna að álag, hefur veruleg áhrif á næmni í þörmum, hreyfigetu og seytingu í meltingarvegi. IBS er talin vera streitunæmsröskun og því ætti meðferð við IBS að einbeita sér að því að ná að stjórna streitu og ná tökum á streitu viðbrögðum. Samþætt nálgun á meðferð við IBS er mikilvæg og skilar bestum árangri7.

Mataræði fyrir IBS

Mikilvægt er að gæta vel að mataræðinu til að minnka einkenni IBS. Að breyta magni eða útrýma ákveðin matvæli eins og mjólkurvörur, djúpsteiktum matvælum, sætuefnum og baunum getur dregið úr mismunandi einkennum. Sumir einstaklingar með IBS bæta við kryddjurtum eins og engifer, piparmyntu og kamille til að hjálpa að draga úr sumum einkenum. Trefjar svo sem husk eða psyllium hafa sýnt fram á hjálpa með að halda einkennum niðri og bæta meltingu. Þau matvæli sem einstaklingar með IBS ættu að forðast eru:

Ákveðnar lífstílsbreytingar geta hjálpað til við að létta á IBS einkennum án þess að nota lyf. Dæmi um þessar lífsstílsbreytingar eru:

  • Taka þátt í reglulegri líkamsrækt.
  • Draga úr koffín neyslu
  • Borða oftar og minni máltíðir
  • Lágmarka streitu
  • Taka probiotics (góðar bakteríur)
  • Forðast djúpsteiktan mat
  • Forðast sterkan mat


Heimildir

  1. Magnús Jóhannsson og Fríða Rún Þórðardóttir (2019). Hvað er iðraólga (ristilkrampar). Fréttir. Heilsutorg. Sótt 08.febrúar 2022 af: https://www.heilsutorg.is/is/frettir/hvad-er-idraolga-ristilkrampar-
  2. Daniel Murrell (2019) Everything you want to know about IBS. Health line. Health conditions. Sótt 08.mars 2022 af: https://www.healthline.com/health/irritable-bowel-syndrome
  3. Jeffrey M Lackner, Gregory D Gudleski, Edward B Blanchard, Beyond abuse: the association among parenting style, abdominal pain, and somatization in IBS patients,Behaviour Research and Therapy,Volume 42, Issue 1,2004,Pages 41-56. Sótt 21.mars 2022 af: https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S000579670300069X
  4. Lackner, Jeffrey M. PsyD; Quigley, Brian M. PhD; Blanchard, Edward B. PhD Depression and Abdominal Pain in IBS Patients: The Mediating Role of Catastrophizing, Psychosomatic Medicine: May 2004 – Volume 66 – Issue 3 – p 435-441
  5. Creed et al (2003) The cost-effectiveness of psychotherapy and paroxetine for severe irritable bowel syndrome. Gastroenterology. Volume 124, Issue 2, February 2003, Pages 303-317. Sótt 21. mars 2022 af: https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0016508502159063
  6. Canavan, C., West, J., & Card, T. (2014). The epidemiology of irritable bowel syndrome. Clinical epidemiology6, 71–80. https://doi.org/10.2147/CLEP.S40245
  7. Qin, H. Y., Cheng, C. W., Tang, X. D., & Bian, Z. X. (2014). Impact of psychological stress on irritable bowel syndrome. World journal of gastroenterology20(39), 14126–14131. https://doi.org/10.3748/wjg.v20.i39.14126

Tengdar greinar

Kynslóðaáföll

Hvað eru kynslóðaáföll? Margar hefðir í kringum jólahátíðina erfast á milli kynslóða. Nú eru jólin

Read More

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur