Mataræði Íslendinga og ráðleggingar.

Embætti Landlæknis gaf nýlega út niðurstöður rannsóknar sem gerð var 2019-2021 á mataræði Íslendinga. Spurninglistar voru lagðir fyrir 18-80 ára og voru tekin viðtöl við alls 822 þátttakendur. Kynjahlutfallið var 52% konur og 48% karlar. Það sem kemur ekki á óvart er að samanlögð neysla á grænmeti og ávöxtum nær rétt helming af ráðlögðum dagskammti. […]