Mikið hefur verið í fréttum á Íslandi um eiturlyfið Spice og áhyggjur af því að unglingar eru að neyta þetta í auknu möli.
Þrettán til fjórtán ára unglingar hafa verið teknir með eiturlyfið Spice í rafrettunni sinni. Lögreglan á Íslandi hefur hvatt foreldra til að fylgjast með börnum sínum og unglingum og varað við notkun á eiturlyfinu Spice. Spice er svipað og kannabis en er mörgum sinnum sterkara.
Samkvæmt tölum frá Vogi koma tveir til fjórir á viku sem hafa ánetjast efninu Spice og aðallega ungt fólk eða á aldrinum 24 ára og yngra. Sjaldgæft er að Spice sé notaður sem aðalvímugjafi heldur er verið að nota ópíoðum efnum með sem getur verið stórhættulegt. Fólk hefur farið í geðrof vegna neyslu af Spice4.
Hvað er eiturlyfið Spice?
Eiturlyfið spice er blanda af jurtum og efnafræðilegum efnum sem eru framleidd á rannsóknastofu sem valda hugafarsbreytingum. Það er stundum kallað tilbúið marijúana eða ,,fake weed“ vegna þess að sum efni í því eru svipuð og í marijúana. Áhrifin af spice eru þó mjög ólík marijúana og oft miklu sterkara. Oft er efninu úðað á jurtirnar til þess að láta þetta líta út eins og marijúana. Efnin sem eru notuð í Spice hafa mikla möguleika á misnotkun og hafa engan læknisfræðilegan ávinning. Lyfjaeftirlitið hefur gert virku efnin sem finnast í Spice ólögleg1.

Spice er oft dulbúið sem reykelsi og seljendur reyna að fá fólk til að trúa því að þetta sé ,,náttúrulegt“ og því skaðlaust en það er hvorugt. Áhrif af Spice getur verið mjög ófyrirsjáanleg og í sumum tilfellum alvarleg eða valdið dauða. Flestir reykja Spice með því að rúlla því í blöð eins og marijúana eða handgerðum tóbakssígarettum. Algengast er að kaupa Spice sem vökva til að nota í rafsígarettur eða veip1. Virka efnið í spice er fjöldaframleitt í Asíu áður en það er sent til Evrópu í duftformi þar sem dreifingaraðilar búa til reykblöndur sem síðan eru seldar áfram6.
Eitt gramm af hreinu efni er notað til að búa til hundrað neysluskammta. Það þýðir að meiri hætta er á að ofneyslutilfelli fari að koma upp þar sem notendur fara í krampakast og andnauð3.
Hvaða áhrif hefur Spice?
Spice hefur bara verið til í nokkur ár og rannsóknir eru aðeins að byrja að mæla hvernig áhrif það hefur á heilann. Það sem er vitað er að efnin sem finnast í Spice festast við sömu taugafrumuviðtaka og THC, sem er helsta hugarbreytandi innihaldsefnið í marijúana. Sum efnin í Spice eru þó sterkari sem getur leitt til mun sterkari áhrifa. Heilsuáhrifin af þessu getur verið ófyrirsjáanleg og hættuleg. Að auki eru mörg efni í Spice sem eru óþekkt og eru seld sem krydd og því óljóst hvernig áhrif þau hafa á notandann. Mikilvægt er að muna að framleiðendur á Spice eru oft að breyta kemískum efnum til þess að forðast lyfjagjöf og því er aldrei full vitað hvað Spice inniheldur né hvaða áhrif það hefur á líkamlega og andlega heilsu notandans1.
Á Íslandi hefur veipvökvi sem innihélt spice verið greint á rannsóknarstofu lyfja – og eiturefnafræða. Þar kom í ljós að efnið sem greint var hefur áhrif á sömu heilastöðvar og virka efnið í kannabisplöntunni. Áhrifin eru þó meiri og ekki eins fyrirsjáanleg og í kannabis. Maður sem lést á Litla-Hrauni í sumar greindist með töluvert magn af spice í blóðinu. Þetta efni er mjög ávanabindandi og hefur miklar og slæmar aukaverkanir2.
Aukaverkanir geta verið hár blóðþrýstingur, ofskynjanir og ofsóknaræði. Langvarandi neysla getur valdið skapbreytingum, mikilli fíkn og sjálfsvígshugsunum2.
Áhrif af Spice
- Mikil gleði og ánægja
- Breytt skynjun
- Mikil slökun
- Aukinn hjartsláttur
- Hár blóðþrýstingur
- Aukið blóðflæði til hjarta
- Ógleði
- Ofskynjun
- Ofsóknaræði
- Kvíðakast
- Árásargirni4
Ungt fólk og neysla
Ungt fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir skaðlegum áhrifum kannabis og gervi-kannabisefnum eins og Spice. Heili ungs fólks er ennþá að þroskast og heldur áfram að þroskast til 25 ára aldurs. Hugræn geta einstaklings sem hefur reykt kannabis eða Spice staðnar og óvíst er hvort það gangi tilbaka þegar viðkomandi hættir neyslu. Þegar unglingar byrja að reykja kannabis snemma er hætta á lægri greindarvísistölu, minni einbeitingu og námsgetu. Getan til að greina og meta aðstæður til að taka skynsamlegar ákvarðanir raskast einnig vegna neyslu5.
Gervi- kannabis eða Spice hefur valdið ungmennum bráða geðröskun, kvíðaköstum, hjartsláttartruflunum, hækkuðum blóðþrýsting, uppköstum og krampaköstum5.
Merki um neyslu á Spice
- Stórir augasteinar
- Getur ekki verið kyrr
- Grönn/Grannur
- Samhengislaust tal4
Spice neysla í Svíþjóð
Fyrst var tekið eftir því í Svíþjóð að Spice væri orðið vandamál árið 2008 eftir að sjúklingar sem sýndu einkenni kannabisneyslu reyndust neikvæðir fyrir kannabis. Þá fóru yfirvöld að átta sig á því að hlutir sem voru seldir opinberlega og markaðsettir sem löglegar ,,jurtablöndur“ á netinu voru í raun og veru, eiturlyf. Haustið 2014 varð mikil aukning í eitrunartilfellum þegar Spice kom á markað. Þessi efni eru milli 50 til 100 sinnum sterkari en THC sem er virka efnið í kannabis. Samkvæmt Anders Helander, aðjúnkt við rannsóknardeild Karolínska voru einstaklingar sem komu vegna ofskömmtunar á spice með bráða nýrnabilun, lifravandamál og öndunarstopp6.
Sænskar tölur frá heilbrigðis- og velferðarráði sýnir að fjöldi innglagna hjá ungmennum á aldrinum 15 til 24 ára vegna geðsjúkdóma af völdum kannabis eða samsetningar lyfja hefur tvöfaldast síðan 2005. Í Svíþjóð hafa komið upp tilvik þar sem Spice hefur verð bein dánarorsök. Flest fíkniefnatengd dauðsföll eru rakin til blandaðrar eitrunar þ.e.a.s. notandinn hafði notað samsetningu lyfja. Í flestum eitrunartilvikum er um karla að ræða en hlutfall kvenna eykst jafnt og þétt úr fimmta hvert tilfelli fyrir nokkrum árum í tæplega þriðjung í dag. Flestir notendur eru á aldrinum 15 til 30 ára6
Dauðföll á Íslandi vegna lyfja.
Frá 2011 til 2020 hefur 8.7 látist á 100.000 íbúa. Flestir eru frá höfuðborgarsvæðinu og stærsti aldursflokkurinn er 30-44 ára7. Árið 2020 dóu 37 einstaklingar af völdum lyfja. Síðustu ár hefur ópóíðaneysla aukist og fleira fólk glímir við vanda vegna sterkra verkjalyfja. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segist hafa áhyggjur af framhaldinu og hvetur heilbrigðisstarfsfólk til að vera á varðbergi gagnvart lyfja- og áfengisneyslu skjólstæðinga sinna nú í heimsfaraldrinum8.
Verið vakandi og ræðið við börnin ykkar um skaðsemi Spice.
Heimildir
- NIDA. 2021, December 9. Spice. Retrieved from https://teens.drugabuse.gov/drug-facts/spice on 2021, December 28
- Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir (2019). Þrettán og fjórtán ára með fíkniefnið Spice í veipinu. Fréttastofa Rúv. Sótt 28.desember 2021 af: https://www.ruv.is/frett/threttan-og-fjortan-ara-med-fikniefnid-spice-i-veipinu
- Kristinn Haukur Guðnason (2019). Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum. Fréttablaðið. Sótt 28.desember 2021 af: https://www.frettabladid.is/frettir/spice-olikt-ollum-odrum-fikniefnum/
- Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir (2021). Spice vandamál meðal ungmenna. Rúv. Kvöldfréttir. Sótt 28.desember 2021 frá: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/30762/95bqgb/spice-vandamal-medal-unglinga
- Embætti Landlæknir (2017). Kannabis. Leyfðu staðreyndum að hafa áhrif. Sótt 28.desemeber 2021 af:https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item33719/Vef%20Kannabis%203500.110.pdf
- Frida Wennerholm (2015). Spice a hundred times more potent than cannabis. Medicinska Vetenskap no 2. Sótt frá: https://ki.se/en/research/spice-a-hundred-times-more-potent-than-cannabis
- Embætti Landlæknis (2021) Lyfjatengd andlát – tölur 2008-2020. Sótt frá: https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/danarorsakir/lyfjatengdandlat/
- Læknablaðið (2020) Fleiri fá hjálp vegna ópíóíðafíknar segir Valgerður Rúnarsdóttir hjá SÁÁ. Læknablaðið 09.tbl.106.árg.2020. Sótt af: https://www.laeknabladid.is/tolublod/2020/09/nr/7432
Share this post: on Twitter on Facebook on Google+