Vefsíða lýðheilsufræðings

,

Tannheilsa barna og flúor

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku 31.janúar – 4 febrúar 2022. Því fannst mér tilvalið að skoða tannheilsu barna á Íslandi í samanburði við Norðurlöndin og söguna.

Tannheilsa á Íslandi hefur fengið neikvæða umfjöllun síðastliðinn ár. Á 19. öld þekktust tannskemmdir ekki á Íslandi sem kemur mörgum á óvart þar sem fólk var ekki mikið að spá í tannheilsu. Talið er að helsta ástæða sé vegna þess að fólk borðaði nánast engan sykur á þessum tíma. Eftir 1900 auðgaðist þjóðin og byrjaði að borða kandís og sykruð matvæli sem varð til þess að tannskemmdum fjölgaði1.

Vipeholms tilraunirnar voru gerðar í Vipeholm spítala í Lund í Svíþjóð árin 1945 til 1955, þar sem þroskaskertir sjúklingar voru notaðir sem tilraunardýr til að meta skaðsemi sykurs á tennur. Tilraunin var kostuð af fyrirtækjum sem framleiddu sykraðar vörur og sænska tannlæknafélaginu. Sjúklingum var gefið mikið magn af sælgæti til að framkalla tannskemmdir. Árið 1947-1949 var hópur sjúklinga gefið mikið magn af sælgæti og sumt var ekki fáanlegt í verslunum heldur sérstaklega útbúið fyrir tilraunina en þetta var sérstök karmella sem átti að festast betur við tennurnar sem leiddi til þess að tennurnar voru algjörlega eyðilagðar hjá mörgum sjúklingum. Vísindamenn töldu að vísindalega séð hefði tilraunin tekist gríðarlega vel en í dag er þessi tilraun talin vera stórt brot á meginreglum siðferði læknisfræðinnar8.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu til tengingu á sykurinntöku og tannskemmda. Það merkilega er að farið var af stað með þau tilmæli eða vitundarvakningu til foreldra að börn eigi bara að borða nammi einu sinni í viku og þá á laugardögum. Sú tilmæli komu út frá þessari rannsókn. Sú hefð er ennþá til staðar í dag og leyfa margir foreldrar börnum sínum bara að fá sælgæti á laugardögum8.

Myndir af tönnum sjúklinga frá Vipeholm

1970 voru Íslendingar með heimsmet í tannskemmdum barna sem varð til þess að Norðurlöndin fóru að skoða betur tannheilsu almennings og auka vitund um tannheilsu barna. Árið 1980 fóru heilbrigðisyfirvöld á Íslandi með tannvernd barna inn í grunnskólanna. Þá voru skólatannlæknar, tennur barna voru flúorlakkaðar reglulega og boðið var upp á flúor í skólum1.

Þegar ég var í grunnskóla kom alltaf skólahjúkrunarfræðingur með flúor og er talið að börn fædd 1980-1990 séu flúorkynslóðin sem fékk meiri fræðsli um tannvernd og mikilvægi þess að hugsa vel um tennurnar1.

Bætt aðgengi að tannlæknaþjónustu og aðkoma ríkis að niðurgreiða tannlæknakostnað barna hefur skilað stórbættum árangri í tannheilsu barna á Íslandi. Árið 2013 var farið að niðurgreiða tannlækningar barna nánast að fullu og hefur það skilað þeim árangri að 94% fyrstubekkinga fara reglulega til tannlæknis, í stað 87% fyrir niðurgreiðslu ríkisins. Árið 2005 voru 12 ára börn að meðaltali með tvær tannskemmdir eða holufyllingar en 2020 var það að meðaltali ein og hálf skemmd eða fyllta tönn. Alþjóðleg viðmið eru 1 skemmd eða fyllt tönn í 12 ára barni þannig við erum á réttri leið1.

Í dag er talað um orkudrykkjakynslóðina og það sé versti óvinur tannheilsu ungs fólks í dag. Orkudrykkjaneysla hefur verið tengt við glerungsskemmdir og glerungseyðingar sem hefur aukist sérstaklega hjá unglingum og ungu fólki. Glerungseyðing er að verða stærra vandamál en áður1 2.

Árið 2020 voru 95.8% 12 ára barna á Íslandi í reglulegu eftirliti hjá tannlækni. 42.5% 12 ára barna á Íslandi árið 2020 voru með tannfyllingar samkvæmt nýju mæliborði Embætti Landlæknis. Hlutfall barna með skemmdir eða tannfyllingu er lægra á höfuðborgarsvæðinu en út á landi og fleiri börn eru í virku eftirlit á höfuðborgarasvæðinu. Það þarf þó ekki að koma á óvart að aðgengi að tannlæknaþjónustu hefur aukist síðastliðinn ár á landsbyggðinni2.

Tannheilbrigðiskerfið á Norðurlöndum

Samkvæmt tölum um 12 ára börn á Norðurlöndum sem hafa tannskemmd eða tannfyllingu eru Danmörk með fæst tilfelli af tannskemmdum. Aðeins 0.5 hola per barn árið 2013 sem eru undir alþjóðlegum stöðlum. Næst á eftir kemur Svíþjóð með 0.8 tannskemmd per 12 ára barn, Finnland 0.9 tannskemmd per 12 ára barn, svo Noregur 1 tannnskemmd per 12 ára barn og Ísland rekur lestina með 2.1 tannskemmd per 12 ára barn en þær tölur eru frá 20153.

Niðurgreiðsla á tannlæknakostnaði og hvernig tannheilbrigðiskerfinu er háttað hefur áhrif á niðurstöðurnar. Tannlæknastofur á Íslandi eru allar einkareknar en eru svo niðurgreiddar fyrir börn frá 0-18 ára. Í Svíþjóð eru bæði til einkareknar tannlæknastofur og ríkisreknar. Hvort sem þú velur að fara í einkageirann eða ríkisrekna tannlæknastofu er frítt fyrir börn og unga fullorðna (0-23 ára). Munurinn er að í ríkisreknum eru fleiri tannlæknar sem sjá um skoðanir en í ríkisrekna er meira af tanntæknum (tandhygenist) sem yfirfara tennurnar og meta hvort þú þurfir að hitta tannlækni3.

Í Danmörku er bæði einka og ríkisreknar tannlæknastofur en einnig er í boði að kaupa tanntryggingu sem niðurgreiðir tannkostnað hjá fullorðnum einstaklingum. 2.2 milljónir dana kaupa þessa tryggingu. Börn yngri en 18 ára fá fría tannlæknaþjónustu. Fólk með fatlanir, geðfatlanir eða krabbamein fá niðurgreiddan tannlæknakostnað í Danmörku allt milli 30-65%3.

Í Finnlandi fá börn yngri en 18 ára fría tannlæknaþjónustu frá ríkisreknum tannlæknastofum. Fullorðnir þurfa að leita sér að tannlæknaþjónustu í gegnum einkareknar tannlæknastofur. Í Noregi vinnur 70% af öllum tannlæknum í einkageiranum og fullorðnir þurfa að greiða sjálfir fyrir tannlæknaþjónustu. Börn á aldrinum 0-18 ára fá fría tannlæknaþjónustu í Noregi og hópar með sérþarfir hjá ríkisreknum tannlæknastofum. Ungt fólk á aldrinum 19-20 ára fá að nota almenningslæknaþjónustu gegn vægu gjaldi3.

Flúor

Flúor er efni sem almennt er bætt við tannkrem til að koma í veg fyrir tannskemmdir. Í mörgum löndum er flúori líka bætt við vatnsveituna af þessum sökum. Flúor herðir glerung tannanna og getur gert við nýbyrjaðar tannskemmdir. Á Íslandi er lítið af flúori í drykkjarvatninu og því er nauðsynlegt að fá flúor með öðrum leiðum5 6

Í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu er flúor bætt í drykkjarvatnið. Sum lönd bæta flúor við salt eða mjólk. Að bæta flúori í drykkjarvatn hefur verið mjög umdeilt. Í Bandaríkjunum eru yfir 70% íbúa með flúorað vatn. Þetta er þó fátíðara í Evrópu þar sem lönd hafa ákveðið að hætta að bæta við flúori í almennt drykkjarvatn vegna öryggis og verkunarvandamála. Rannsóknir hafa sýnt að áhrifaríkara er að setja flúor beint í munn s.s. tannkrem, munnskol o.s.frv. heldur en að drekka það. Samt hafa heilbrigðisstofnanir áfram stutt flúor í drykkjarvatn til að minnka tannskemmdir. Það þarf þó nýlegri rannsóknir til að styðja við þetta þar sem helstu rannsóknir eru frá áttunda áratugnum eða fyrr um gagnsemi flúors í drykkjarvatni4.

Hins vegar hafa margir áhyggjur af því að hugsanlegur skaði geti hlotist af óhóflegri flúorinntöku. Flúor finnst víða í náttúrunni í snefilmagni. Það kemur náttúrulega fyrir í lofti, jarðvegi, plöntum, steinum, fersku vatni, sjó og mörgum matvælum. Flúor gegnir því mikilvæga hlutverki að steinefnamynda bein og tennur til að halda þeim hörðum og sterkum4 5 6.

Inntaka af miklu magni af flúor með drykkjarvarni eða á annan hátt getur leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála. Í Indlandi er náttúrulega hátt flúormagn í vatninu sem hefur leitt til hárra flúor gilda í matvælum s.s. kartöflum og lauk. Í dreifbýlum í Indlandi hefur langvarandi neysla hafa miklu flúori haft áhrif á tennur, bein, liðamót og dregið úr hreyfigetu. Beinin verða stífari og verður ástandið sársaukafullt7.

Flúor sem mælt er með í tannhirðu er skaðlaust þar sem það er ekki í miklu magni. Flúor er mikilvægt fyrir heilbrigðari tennur og mjög gagnlegt til að vernda tennurnar.

Áhugavert er að velta fyrir sér hvort að Ísland ætti að taka upp ríkisreknar tannlæknastofur eða hvort við eigum bara að hafa þetta einkarekið. Forvarnir í leik-, grunn, og framhaldsskóla hafa verið að skila árangri í tannheilsu barna en einnig hefur það verið gríðarlega mikilvægt að niðurgreiða tannlæknakostnað fyrir börn og ungmenni.


Heimildir

  1. Arnhildur Hálfdánardóttir (2021) Flúortregða og næturdrykkja ógna tannheilsu barna. Fréttgrein, Rúv. Sótt 31.janúar frá: https://www.ruv.is/frett/2021/11/18/fluortregda-og-naeturdrykkja-ogna-tannheilsu-barna
  2. Embætti landlæknis (2021) Mælaborð tannheilsu. Tannlækningar, tölfræði. Sótt 31. janúar 2022 af: https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/heilbrigdisthjonusta/tannlaekningar/
  3. Widström et al (2015) Systems for provision of oral health care in the Nordic countries. Tandlægebladet. 119. nr 9. Sótt 31. janúar 2022 af: https://www.tandlaegebladet.dk/sites/default/files/articles-pdf/TB092015-702-711.pdf
  4. Hrefna Palsdottir ( 2021) Fluoride: Benefits and Precautions. HealthLine. Sótt 31. janúar 2022 af: https://www.healthline.com/nutrition/fluoride-good-or-bad
  5. Hermann Þórðarson (2004) Hver eru helstu áhrif flúors á manninn? Vísindavefurinn.is. Sótt 31. janúar 2022 af: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4380#
  6. Heilsuvera.is (2021) Forvarnagildi flúors. Tannheilsa. Sótt 31. janúar 2022 af: https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/tannheilsa/forvarnargildi-fluors/
  7. Lou Del Bello (2020) Flurosis: an ongoing challenge for India. The Lancet. Planetry health. Sótt 31. janúar 2022 af: https://www.thelancet.com/journals/lanplh/article/PIIS2542-5196(20)30060-7/fulltext
  8. Elin Bommenel (2006) Sockerförsöket Kariesexperimenten 1943- 1960 på Vipeholm sjukhus för sinnesslöa. Lund University. Sótt 31. janúar 2022 af: https://www.lunduniversity.lu.se/lup/publication/8268e016-f21b-499d-95bd-21b96929cbab

Tengdar greinar

Kynslóðaáföll

Hvað eru kynslóðaáföll? Margar hefðir í kringum jólahátíðina erfast á milli kynslóða. Nú eru jólin

Read More

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur