Einmanaleiki meðal barna er þekkt á Íslandi og hafa rannsóknir sýnt að börn og unglingar eru að upplifa sig einmana í auknu mæli. Heimsfaraldurinn covid-19 hefur heldur ekki verið að hjálpa og segja sérfræðingar að við munum sjá afleiðingar þess á heilsu barna okkar fram að fullorðinsárum.
Nýleg skýrsla frá Barnaheill um fátækt og félagslega einangrun meðal barna kemur í ljós að börn sem búa með einstæðum foreldrum, við fátækt, þroskahömlun, flóttabörn, foreldri á örorkubótum eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður, eru líklegri til að upplifa félagslega einangrun. Foreldrar á örorkubótum segjast ekki geta mætt óvæntum útgjöldum, greitt fyrir skólamat barna sinna né greitt fyrir tómstundir eða frístund fyrir börnin sín2.
Barnaheill hefur áhyggjur af ójöfnuði meðal barna sem hefur aukist vegna aukins atvinnuleysis vegna covid-19. Atvinnuleysi hefur gríðarleg áhrif á fjölskyldur og eiga þær í aukinni hættu á að lenda í fátækt eða félagslegri einangrun. Talið er að covid-19 hafi haft gríðarlega áhrif á andlega heilsu barna. Tilkynningar til barnavernda á Íslandi um vanrækslu hefur aukist um 20% frá mars 2020 til mars 2021, tilkynningar um ofbeldi 23%, áhættuhegðun barna um 3% og gruns um að líf og heilsa ófæddra barna sé í hættu um 68%2
Mikilvægt er þó að taka til greina gríðarlega vitundarvakningu sem hefur orðið í samfélaginu á ábyrgð almennings á að tilkynna vanrækslu og leiðir til að tilkynna hafa verið gerðar aðgengilegri. Mikið hefur verið talað um aukningu á heimilisofbeldi sökum covid-19 faraldursins sem hefur gríðarleg áhrif á heilsu barna.

Börn með sérþarfir
Samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnunni (WHO) eru fötluð börn sem eru 18 ára eða yngri áætluð að vera í kringum 150 milljónir barna frá árinu 2011. Gera má ráð fyrir að þessi tala sé orðin hærri þar sem lifun barna með fatlanir eykst en því miður geta ekki öll börn sem lifa dafnað. Aukningin í lifun barna skilar sér í því að fleiri börn þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda til að hámarka þroskaárangur sinn. Hins vegar skortir flest helbrigðiskerfi getu til að takast á við núverandi þarfir fatlaðra barna, hvað þá að mæta aukinni eftirspurn6
Börn með sérþarfir eru í aukinni áhættu að þróa með sér félagslega einangrun en einnig eru fjölskyldur með börn með sérþarfir í áhættu að lenda í fátækt. Því eru sterk tengsl á milli þess að upplifa fátækt og félagslega einangrun. Börn með sérþarfir eiga í sumum tilvikum ekki erfitt með að eignast vini heldur spilar fátækt inn í sem hindrun að fá að upplifa gott félagslíf. Tómstundir eru dýrar og sérstaklega þegar börn með sérþarfir þurfa aukin stuðning t.d. stuðningsfulltrúa eða liðveislu3.
Börn með sérþarfir eru í 46% áhættu að búa við fátækt og félagslega einangrun miða við skýrslu frá Barnaheill og eru þessar tölur frá Finnlandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi og Spáni. Fjölskyldur með börn með sérþarfir eru mjög berskjölduð og þá sérstaklega hefur það aukist með tilkomu heimsfaraldursins covid-19 vegna skertrar þjónustu, lokunar á úrræðum, skort á kennslu og stuðning. Fjölskyldur fá ekki nægjanlegan stuðning til að mæta þörfum barnsins2.
Systkini barna með sérþarfir forðast opinberar fjölskylduferðir af ótta við að skammast sín fyrir tækniháða bróður eða systur. Þau gætu líka haft færri tækifæri til eigin jafningjasamskipta vegna aukinnar ábyrgðar á heimilinu, þar með talið tæknilega umönnunar til stuðnings systkina sinna. Rýnishóprannsókn á foreldrum, systkinum og heilbrigðisstarfsmönnum tækniháðra barna sem fá heimahjúkrun greindu, þvinganir og hömlur á eðlilegum fjölskylduferðum, eðlilegu fjölskyldulífi og skort á hvíldarþjónustu. Aðalþemað úr rannsóknin var svo tilfinningin , einangrun3.
Félagsleg einangrun með innflytjenda barna á Íslandi
Nýlegar rannsóknir á Íslandi benda til þess að börn sem eru með annað móðurmál en íslensku eru líklegri til að búa við fátækt og verri líðan en innfæddir jafnaldrar þeirra. Rannsókn og greining gerði rannsókn á meðal grunnskólanemum þar sem kom í ljós að börn með annað móðurmál en íslensku, líður verr í skólanum og þeim er sjaldnast hrósað af kennurum. Innflytjenda börn eiga síður vini og eru ólíklegri að vera með vinum sínum eftir skóla. Áhættan er því mikil meðal barna af erlendum uppruna að eiga erfiðara félagslega og vera félagslega einangruð8 9.
Þessi börn eru síður í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Í eigindlegri rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við þessi börn kom í ljós að þau upplifa fordóma í samfélaginu og að þeim sé oft strítt vegna útlits og uppruna. Mikilvægt er að kennarar og allir þeir sem koma að starfi með börnum og ungmennum styðji við þátttöku barna í tómstundum, veiti þeim verkfæri til að styrkja sjálfseflingu og félagsfærni8 9.
Í skýrslu frá Barnaheill kemur í ljós að hópurinn sem á í mestu hættu á að búa við fátækt og félagslega einangrun eru innflytjendur, flóttafólk, hælisleitendur, ólögráða og fylgdarlaus börn eða um 85% líkur. Brottfall barna með annað móðurmál en íslensku úr framhaldsskóla er hærra en hjá þeim sem hafa íslensku sem móðurmál2.
Félagsleg einangrun og covid-19
Í heimsfaraldrinum fóru lönd mismunandi leiðir til þess að minnka smitleiðir og þar á meðal voru lönd sem fóru í algjört ,,lockdown“ Skólar voru lokaðir, öllum tómstundum var frestað og börn voru mest innandyra. Einmanaleiki er ákaflega sár reynsla sem er niðurstaða að óuppfylltum þörfum fyrir nánd og félagslegum tengslum. Samskipti barna við jafningja er mjög mikilvæg. Börn þurfa að hafa samband við aðra, eins og vini og bekkjarfélaga. Börn þurfa að fá tækifæri til að kynnast jafnöldrum til að takast á við þessa einmanaleika tilfinningu. Menntastofnanir eru miklu meira en bara staðir þar sem akademíska færni er þróuð. Skólaumhverfið er fullkomin staður til að þróa félagsmótun barna og gegnir aðalhlutverki í þroska og vellíðan barna10.
Í rannsókn frá Kína um núverandi covid-19 kreppu kemur í ljós að mikilvægt er að hlúa vel að seiglu með lýðheilsuáætlunum sem skólar ættu að hrinda af stað til þess að hjálpa börnum til að sigrast á vanlíðan og veita þeim tilfinningalegan og sálrænan stuðning. Algengustu tilfinningarnar sem börn hafa verið að skilgreina frá sem tengist covid-19 heimsfaraldrinm eru: ótti, taugaaveiklun, sorg, hamingja, æðruleysi, depurð og reiði. Barnasálfræðingar hafa verið að benda á að sérstaklega þurfi að hjálpa börnum með reiði og depurð þar sem það eru tilfinningar sem geta þróast í þunglyndi og kvíða. 10.
Í Svíþjóð upplifa 8.3% af 15 ára strákum og 14.7% af 15 ára stelpum einmannaleika, oft eða alltaf. Framhaldskólanemar sem finna fyrir einmanaleika í Svíþjóð eru þrisvar sinnum meiri hættu á að falla í skóla sem þýðir að veruleg hætta er á útskúfun frá samfélaginu í formi atvinnuleysis og lakari lífsmöguleikar11.
Samkvæmt útreikningum, byggðum á rannsóknum um útskúfun og einmanaleika ungs fólks getur aukakostnaður þeirra sem upplifðu einmanaleika og útskúfun á aldrinum 15-24 ára, árið 2017 í Svíþjóð numið tæpum fimm milljarða sænskra króna á 4.5 árum að meðaltali. Þetta er bæði beinn og óbeinn kostnaður vegna t.d. örorku, heilsubrests og tapaðra tekna11.
Að reyna að skilja einmanaleika ungs fólks og gera eitthvað í því er ábyrgð sem allir fullorðnir með börn þurfa að taka alvarlega. Norræna velferðarnefndin hefur áhyggjur af hárrar sjálfsvígstíðni á Norðurlöndum þar sem 10 svipta sig lífi dag hvern. Nefndin hefur áhyggjur af því að börnum og ungmennum sem stytta sér aldur fari fjölgandi vegna einamanaleika og annarrar andlegrar vanlíðunar í heimsfaraldrinum12.
,,Mín fyrsta hugsun þegar samfélaginu var lokað var að nú yrðu allir nemendur mínir þvingaðir til einsemdar,,
Eva Lindh, Norrænu velferðarnefndinni.
Mikilvægt er að koma með lýðheilsuáætlun um það hvernig við ætlum að hjálpa börnum með vanlíðan og félagslega einangrun í faraldrinum. Hvaða leiðir getum við farið til að nálgast börnin þegar þau eru innilokuð heima. Það hefur verið ánægjulegt að sjá allar þær stafrænar nýjungar sem skólar, íþróttafélögu og æskulýðsfélög hafa verið að nýta sér.
Ég tel því mikilvægt að þeir sem starfa með börnum og ungmennum leggi höfuðið í bleyti og reyni að nálgast þessa krakka betur. Þarna geta félagsmiðstöðvar, íþróttafélög, æskulýðsfélög, tónlistaskólar komið sterkt inn.
Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á að tryggja aðgang allra barna að íþróttum, tómstunda og menningarstarfi fyrir börn og ungmenni.
Heimildir
- Save the Children Europe (2021) Guaranteeing children´s future. Key findings and recommendations. Sótt 14.janúar 2022 af: https://www.barnaheill.is/static/files/guaranteeing-childrens-future-key-findings-recommendations.pdf-fin.pdf
- Barnaheill (2021) Ný skýrsla barnaheilla um fátækt er komin út. Fréttir. Sótt 14.janúar 2022 af: https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/uppraetum-fataekt-og-tryggjum-rett-allra-barna-til-velferdar-og-thatttoku-i-i-samfelaginu
- Baumgardner D. J. (2019). Social Isolation Among Families Caring for Children With Disabilities. Journal of patient-centered research and reviews, 6(4), 229–232. https://doi.org/10.17294/2330-0698.1726
- Holt-Lunstad J, Smith TB, Baker M, Harris T, Stephenson D. Loneliness and social isolation as risk factors for mortality: a meta-analytic review. Perspect Psychol Sci. 2015 Mar;10(2):227-37. doi: 10.1177/1745691614568352. PMID: 25910392.
- World Health Organization, og World Bank (Ritstj.). (2011). World report on disability. Geneva, Switzerland: World Health Organization.
- Alacos Cieza et al (2021) Disability in children and adolescents must be integrated into the global health agenda. BMJ. Sótt 17.janúar 2021 frá: https://www.bmj.com/content/372/bmj.n9
- Holt-Lunstad, J., Smith, T. B., Layton, J. B. (2010). Social relationships and mortality risk: A meta-analytic review. PLoS Medicine, 7(7), e1000316. doi:10.1371/journal.pmed.1000316
- IngIbjörg Eva Þórisdóttir 2018. Staðreyndir í stuttu máli – Hádegisfyrirlestur Rannsókna og greininga 16. október 2018.
- Anh-Dao Tran og Samúel Lefever. (2018). Icelandic-born students of immigrant background; How are they faring in compulsory school? Í Hanna Ragnarsdóttir og Samúel Lefever (Ritstj.), Icelandic studies on diversity and social justice in education. Newcastle upon Tyne: Cambridge Scholars Publishing.
- Idoiaga, Nadia et al (2020) Exploring children´s social and emotional representations of the covid-19 pandemic. Frontiers in Psychology. Health Psychology. Sótt 17.janúar 2022 frá: https://www.frontiersin.org/articles/10.3389/fpsyg.2020.01952/full?utm_source=F-AAE&utm_medium=EMLF&utm_campaign=MRK_1407965_69_Psycho_20200820_arts_A#h4
- Aftonbladet (2019) Ensamhet – förödande för svenska barn i dag. Sótt 17.janúar 2022: https://www.aftonbladet.se/debatt/a/3Jxjke/ensamhet–forodande-for-svenska-barn-i-dag
- Norden.org (2021) Covid19 bitnar á andlegri heilsu barna og ungmenna sem standa höllum fæti. Sótt 17.janúar 2022 af: https://www.norden.org/is/news/covid19-bitnar-andlegri-heilsu-barna-og-ungmenna-sem-standa-hollum-faeti
Share this post: on Twitter on Facebook on Google+