Vefsíða lýðheilsufræðings

,

Bólusetningar barna við covid-19

Ég ætla að taka það skýrt fram að þetta er ekki áróður heldur mun ég skoða vísindalegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á bólusetningum barna gegn covid-19 og skrifa þær á mannamáli.

Ég virði ákvarðanir hvers og eins.

Ég á sjálf einn sjö ára strák og eina stelpu sem er 11 ára og vil ég taka upplýsta ákvörðun áður en þau fá bólusetninguna. Hvað eru rannsóknir að segja okkur um bólusetningar barna við covid-19?

Bólusetningar barna í Svíþjóð

Ég hlustaði á áhugavert hlaðvarp á frá Sænska Lýðheilsueftirlitinu (Folkhälsomyndligheten) sem heitir Vaccin podden og þeir sem skilja sænsku þá mæli ég eindregið með að hlusta á það.

Þar er viðtal við Johanna Rubin sem er barnalæknir og vinnur hjá Sænska Lýðheilsueftirlitinu. Johanna segir að til þess að ákveða hvort það eigi að bólusetja börn gegn covid-19 meti sérfræðingar gögn, hversu mörg börn hafa orðið veik af covid-19 og hvaða áhrif covid-19 hefur haft á þeirra heilsu. Síðan eru áhættuþættir bólusetningar metnir og þá komust vísindamenn að þeirri niðurstöðu að það er meiri ávinningur en áhætta af því að bjóða börnum 12 ára og eldri bólusetningu gegn covid-191 2.

Johanna er spurð hvort að börn verði þá jafn veik og fullorðnir við að fá covid-19 en hún segir að svo sé ekki. Það sem þau sjá er að sum börn fara þó á gjörgæslu með covid-19 og þurfa á öndunaraðstoð eða spítalavist. Bólusetningarnar hafa fengið reynslu í rúmt ár og margir fullorðnir eru bólusettir án stórkostlegra aukaverkana og rannsóknir á bólusetningu barna sem hafa verið framkvæmdar sýnir að það sé þess virði að fá bólusetningu en að taka áhættuna á að fá covid-19 fyrir börn eldri en 12.ára. Johanna vill meina að börn smiti minna heldur en fullorðnir en það sé ekki ástæða fyrir að bólusetja ekki börn þar sem veikindi barna vega þyngra1 2.

Það sem Johanna segir vera mesta hættan fyrir börn sem smitast af covid-19 sé fjölbólguheilkenni sem börn geta fengið eftir að hafa sýkst sem veldur sérfræðingum áhyggjum. Þetta eru börnin sem þurfa að fá öndunaraðstoð og liggja inn á gjörgæslu.1 2

Börnum eldri en 12 ára hefur verið boðið upp á bólusetningar. Svíar hafa ekki enn byrjað á því að bólusetja börn yngri en 12 ára en það stendur til að byrja bólusetningar fyrir 5-11 ára í janúar 2022. Í Svíþjóð frá upphafi faraldursins hafa 200 börn til og með apríl 2021 orðið alvarlega veik af covid-19 og þurft að leggjast inn á spítala vegna þess1 2.

Bólusetningar gegn covid-19 fyrir einstaklinga verndar þá gegn því að veikja alvarlega af sjúkdómnum en einnig til þess að smita ekki aðra eins auðveldlega. Mörg börn og ungmenni eru nú bólusett gegn covid-19, bæði á Norðurlöndunum og í öðrum löndum. Mikil uppsöfnuð reynsla er af bólusetningum barna þar sem fleiri börn og ungmenni eru bólusett.

Rannsóknir

Í rannsókn frá Bandaríkjunum kom fram að af börnum yngri en 18 ára sem þurftu spítalavist var 25% af þeim með undirliggjandi sjúkdóma s.s. offitu, asma, taugaþroskaraskanir og andleg veikindi. Börn með offitu, með sykursýki eða meðfædda hjartasjúkdóma eru í hæsta áhættuþætti fyrir að þurfa sjúkrahúsinnlagnir. Önnur rannsókn sýndi að af þeim unglingum á aldrinum 12-17 ára sem þurftu innlögn vegna covid-19 höfðu 70% þeirra undirliggjandi sjúkdóma og var algengast offita og langvinnir lugnasjúkdómar4. Því er hægt að segja að börn sem eru með undirliggjandi sjúkdóma séu betur sett með því að þiggja bólusetningar við covid-19 til þess að koma í veg fyrir alvarleg veikindi í kjölfar covid sýkingar.

Kanadísk yfirvöld hafa metið svo að fylgikvillar þess að fá fjölkerfa bólguheilkenni vegna covid-19 sýkingar hjá börnum hafi skaðlegri áhrif en fylgikvillar bólusetningar. Sýkingartíðni barna hefur verið lág þar til nýlega. Delta afbrigðið er að smita fleiri börn en önnur afbrigði og þar af leiðandi eru börn með alvarlega fylgikvilla sem þarfnast öndunaraðstoðar eða fá fjölkerfa bólguheilkenni að aukast. Í október 2021 voru 20% sjúkrahúsinnlagna barna á aldrinum 0-19 ára vegna covid-19 og 1.2% þurftu að leggjast inn á gjörgæslu. Vegna Delta hefur hlutfallsleg sjúkdómsbyrði fyrir unglinga á aldrinum 12 til 17 ára aukist og leitt til aukningu, 1.2% innlagna, 0.8% innlagna á gjörgæsludeild og 0.08% dauðsfalla. Aukning er í Kanada hjá þessum aldurshóp að smitast af covid-19 og er það áhyggjuefni. Kanadíska barnalæknafélagið mælir með bólusetningu allra barna og ungmenna4.

Í rannsókn frá Evrópu hefur skoðun á gjörgæsluinnlögnum hjá einstaklingum 18 ára og yngri sýnt fram á áhættuþætti eins og langvinna sjúkdóma, meðfædda hjartasjúkdóma eða taugasjúkdóma. Í úttekt á gögnum kom einnig í ljós að 75% þeirra barna sem þurftu öndunaraðstoð vegna covid-19 voru með hjartasjúkdóma, ónæmisbælingar, öndunarfærasjúkdóma eða offitu5.

Í rannsókn frá Ísrael um aukaverkanir eftir bóluetningu gegn covid-19 í samanburði aukaverkanir við staðfest covid-19 smit hjá 16 ára og eldri kom í ljós aukaverkanir við að fá covid-19 voru verri heldur en aukaverkanir af bólusetningu. Algengasta aukaverkanir eftir covid-19 sjúkdóm voru hjartasláttartruflanir, nýrnaskaði, segamyndun í lungum, blóðtappar og hjartaáföll. Tíðni þess að fá aukaverkanir af covid sýkingu sé 11 til 168 sinnum algengari en vegna bólusetningar 6.

Rannsókn um bólusetningar barna í Bandaríkjunum á aldrinum 5-11 ára sem var birt 6.janúar 2022 kemur í ljós að tveir skammtar af bóluefni gefnir með 21 dags millibili séu öryggir og 90,7% áhrifarík gegn covid-19 hjá börnum á aldrinum 5-11 ára. Takmarkanir rannsóknarinnar fela í sér skort á langtíma eftirfylgni til að meta ónæmissvörun. Svo er búið með allt tengt covid-19 þar sem við höfum ekki fyrri reynslu og því erfitt að segja til um langtímaafleiðingar bólusetningar sem og vegna covid-19 smits7.

Bandarísk rannsókn um aukaverkanir sýndu að 8.7 milljónir skammtar af Pfizer bóluefninu hjá 5-11 ára börnum voru aðeins 4.249 tilkynningar um aukaverkanir. 4149 (97,6%) voru ekki alvarlegar, en 100 tilkynningar (2,4%) voru alvarlegar aukaverkanir. Algengustu aukaverkanir vegna bólusetningar voru hiti, uppköst, hækkað troponín (hjartavöðvaensím) í blóði, flog og hjartavöðvabólga. Því eru aukaverkanir af bólusetningum barna mjög sjaldgæfar6.

Umræðan á Íslandi – röskun á tíðarhring

Nú á ég sjálf unglingsstelpu og hafa foreldrar haft sérstakar áhyggjur af röskun á tíðarhring vegna bólusetningar vegna covid-19. Ég hef sjálf verið að velta þessu fyrir mér en hvað segja rannsóknir?

Tilkynningar vegna gruns um röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar gegn covid-19 voru hjá yfir 800 kvenna eftir bólusetningu. Algengustu einkennin sem bárust Lyfjastofnun var tengd tíðahring, sársaukafullar tíðir vegna samdrátta í legi, miklar blæðingar, milliblæðingar og stytting tíðahrings. 229 tilkynningar voru konur á aldrinum 16-29 ára, 302 konur á aldrinum 30-39 ára og 216 konur á aldrinum 40-49 ára, 49 tilkynningar vegna kvenna á aldrinum 50-59 og ein tilkynning vegna konu á sjötugsaldri. Þessi gögn hefur Lyfjastofnun gefið út 8.

Þann 7 október 2021 birti Lyfjastofnun niðurstöðu óháðrar rannsóknarnefndar um tilkynningar á röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar gegn covid-19. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að í sumum tilvika óreglulegra/langvarandi blæðinga sé ekki hægt að útloka tengsl við bólusetningar. Nefndin telur það ólíklegt að orsakasamhengi sé á milli þess og bólusetningar. Konur á breytingaskeiði og fá blæðingar eftir bólusetningu eiga að ganga í skugga um að ekki sé önnur undirliggjandi orsök á bakvið blæðinguna. Nefndin telur að skýringar á líkamlegum kvillum geta verið ótal margar og mikilvægt sé að leita til læknis til að meta orsökina. Einkenni heilsubrests hjá konum getur verið röskun á tíðarhring og án nokkurra tengingar við bóluefnið9.

Í grein frá BMJ segir að truflanir á tíðahring séu í flestum tilfellum ekki langvarandi og þurfi að rannsaka betur hver orsökin sé. Falskar staðhæfingar hafa verið vegna bólusetninga meðal ungra kvenna og áhrif á frjósemi þeirra í framtíðinni. Slíkt orsakasamhengi hefur ekki komið í ljós10.

Hægt er að sjá inn á instagram reikning mínum í highlights tala um covid-19 bólusetningar.

Aftur! þetta er engin áróður heldur er ég að fræða um bólusetningar og hvað rannsóknir eru að segja á mannamáli. Ég virði ákvörðun annarra og vona að þeir virði þá mínar á móti.

Gangi ykkur vel


Heimildir

  1. Folkhälsomyndligheten (2021) Om coronaviruset och covid-19 – för dig som är barn eller ungdom. (Sótt. 09-01-2022). https://www.folkhalsomyndigheten.se/smittskydd-beredskap/utbrott/aktuella-utbrott/covid-19/skydda-dig-och-andra/information-till-barn-och-unga/
  2. Folkhälsomyndligheten (2021) Podkast. Vaccin podden. Vad vet vi om covid-19 hos barn och unga? Sótt 09.janúar 2022 af https://play.acast.com/s/vaccinpodden/44db5cc764fc123f22173296c1cc3228
  3. Folkhälsomyndligheten (2021) Barn och unga- om vaccination mot covid-19. Sótt 09. janúar 2022 frá: https://www.folkhalsomyndigheten.se/smittskydd-beredskap/utbrott/aktuella-utbrott/covid-19/vaccination-mot-covid-19/information-for-dig-om-vaccinationen/barn-och-ungdomar/
  4. Dorothy L. Moore (2021) Canadian Paedatric Society, Infectious Diseases and Immunization Committee, Covid-19 vaccine for children 12 years and older. Sótt 09.01.2022 af: https://cps.ca/en/documents/position/covid-19-vaccine-for-children?fbclid=IwAR2E6piGqourrg_M13YhMalDQEgJUWR2n6drkJ8DgC12x1qJYwZ8MROlkuk
  5. Williams N, Radia T, Harman K, Agrawal P, Cook J, Gupta A. COVID-19 Severe acute respiratory syndrome coronavirus 2 (SARS-CoV-2) infection in children and adolescents: A systematic review of critically unwell children and the association with underlying comorbidities. Eur J Pediatr 2021;180(3):689-97.
  6. Ingileif Jónsdóttir (2022) Bólusetjum börnin gegn COVID-19, þau eiga rétt á því. Kjarninn. Aðsend grein. Sótt 09. janúar 2022 af: https://kjarninn.is/skodun/bolusetjum-bornin-gegn-covid-19-thau-eiga-rett-a-thvi/?utm_content=buffer8f7cc&utm_medium=social&utm_source=facebook.com&utm_campaign=buffer&fbclid=IwAR0LmweXzgmlN9F81dQi2tiv_0KKGTDbfyQ5Suk6h4IsV0TGRK7sNIaNgws
  7. Walter et al (2022) Evaluation of the BNT162b2 Covid-19 Vaccine in children 5 to 11 years of age. N Engl J Med 2022; 386:35-46 DOI: 10.1056/NEJMoa2116298
  8. Sunna Ósk Logadóttir (2021) Tilkynnt um röskun á tíðahring yfir 800 kvenna eftir bólusetningu. Kjarninn. Sótt 09.01.2022 af: https://kjarninn.is/frettir/tilkynnt-um-roskun-a-tidahring-yfir-800-kvenna-eftir-bolusetningu/
  9. Lyfjastofnun (2021) Óháð nefnd hefur skilað niðurstöðum rannsóknar um tilkynnt tilfelli röskunar á tíðahring í kjölfar bólusetningar gegn covid-19. Sótt 09.01.2022 af : https://www.lyfjastofnun.is/frettir/ohad-nefnd-hefur-skilad-nidurstodum-rannsoknar-um-tilkynnt-tilfelli-roskunar-a-tidahring-i-kjolfar-bolusetningar-gegn-covid-19/
  10. Victoria Male (2021) Menstrual changes after covid-19 vaccination. BMJ 2021;374:n2211. Sótt 10.janúar 2022: https://www.bmj.com/content/374/bmj.n2211

Tengdar greinar

Kynslóðaáföll

Hvað eru kynslóðaáföll? Margar hefðir í kringum jólahátíðina erfast á milli kynslóða. Nú eru jólin

Read More

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur