Vefsíða lýðheilsufræðings

, ,

Heimilisleysi er lýðheilsuvandamál

Ég sá heimildarmynd á Netflix sem fjallaði um heimilisleysi. Í Bandaríkjunum hefur heimillisleysi aukist vegna heimsfaraldurs. Heimilisleysi er gríðarlegt lýðheilsuvandamál þar sem mikið af heilsufarstengdum vandamálum tengist heimilisleysi s.s. vímu- og áfengisneysla, ofbeldi, geðsjúkdómar, óhreinlæti, aukin glæpatíðni og meiri líkur á smitsjúkdómum s.s. covid.

Lýðheilsa og heimilisleysi

Heilbrigðisgeirinn einbeitir sér að því að meðhöndla einstaklinga á meðan lýðheilsan einbeitir sér að heilsu samfélaga og íbúa. Lýðheilsa og heilbrigðisgeirinn hafa áhrif á og styrkja hvert annað. Heimilisleysi og heilsufar hafa lengi verið tengd. Samkvæmt Ameríska lýðheilsusambandinu hefur fólk sem upplifir heimilisleysi hátt hlutfall af langvinnum andlegum og líkamlegum heilsufarsvandamálum. Heimilislausir standa fyrir mörgum hindrunum þegar það kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu og fylgja leiðbeiningum lækna s.s. að taka lyfseðilsskyld lyf rétt 1

Heimilislausir deyja að meðaltali 17 árum fyrr en þeir sem hafa þak yfir höfuðið. Þegar fólki er útvegað fullnæjandi og öruggt skjól bætir það heilsufar, sem léttir álagi á heilsugæslustöðvar og einstaklingar eru betur stakk búnir til að fara í áfengis-og vímuefnameðferð2

Lýðheilsa horfir oft til félagslegra áhrifaþátta heilsu og þá þætti sem hafa áhrif á hvers vegna einstaklingur eða hópar fólks hafa óákjósanlegt heilsufar. Félagslegir áhrifaþættir heilsu eru félagslegir og umhverfisþættir eins og, kynþáttur, tekjur, menntunarstig, aðgengi að húsnæði, samgöngum og hollum mat. Sömu þættir sem orsaka heimilisleysi eru þeir sömu og hafa áhrif á heilsufar3

Heimilisleysi á Íslandi

Heimilislausir á Íslandi eru jaðarsettur hópur og hafa úrræðin ekki verið talin næginlega góð. Staðalímynd heimilislausra er miðaldra karlmaður sem á við geðræn veikindi og drykkju að stríða en svo er ekki alltaf. Nýlega var farið að rannsaka aðstæðir heimilislausra á Íslandi og enn er verið að skilgreina og flokka mismunandi þætti heimilisleysis. Reykjavíkurborg skilgreinir heimilisleysi í langtíma og skammtíma heimilisleysi4

Um 300 manns eru skilgreindir heimilislausir í Reykjavík en þetta kemur fram í nýrri útekt Reykjavíkurborgar um stöðu heimilislausra á fundi Velferðarráðs 8. desember síðastliðinn. Karlar eru í meirhluta heimilislausra eða 71% en konur eru 29%. Meirihluti heimilislausra er á aldrinum 21-49 ára og um 10% með erlent ríkisfang5

Í heimsfaraldrinum hefur konum í vanda fjölgað og þar á meðal þeim sem eru heimilislausar. Við vitum að heimilisofbeldi hefur aukist og þar af leiðandi eru konur oft háðar ofbeldismönnum um húsnæði. Reykjavíkurborg telur að þrjátíu til fjörtíu konur séu í þannig aðstæðum. Konur sem eru heimilislausar glíma oft við vímuefnavanda og lifa í mjög óöruggum aðstæðum, verða útsettar fyrir ofbeldi, alvarlegu, hættulegu og langvarandi ofbeldi með alvarleg streitueinkenni og áfallastreituröskun6.

Úrræði

Samkvæmt bandarískri rannsókn kom fram að þeir sem koma úr langtíma meðferð vegna geðrænna vandamála eða fíknisjúkdóma og fara í langtíma búsetuúrræði þar sem stöðug og fagleg aðstoð er veitt skilar bestum árangri í að bæta lífsgæði einstaklinga og þeir leiðast síður aftur út í vímuefni og heimilisleysi7. Árangursríkasta búsetuúrræðið er Housing first. Sú aðferð gengur út á það útvega einstaklingum fyrst grunnþarfirnar sem er húsnæði en einnig aðrar meðferðir sem einstaklingurinn þarf á að halda. Árangursgreining á þessu úrræði hefur sýnt jákvæðum breytingum á andlegri heilsu skjólstæðinga9.

Í Reykjavík er hugmyndafræðin Húsnæði fyrst (housing first) notað sem úrræði við heimilisleysi. Það er mikivægt að heimilislausir fái stuðning til betra lífs. Skaðaminnkun er hugmyndafræði sem einnig hefur verið notuð fyrir heimilislaust fólk sem glímir einnig við vímuefnavanda. Skaðminnkun hefur þá nálgun að vinna skuli með einstaklingum án þess að dæma eða mismuna. Skaðminnkandi aðgerðir eins og neyslurými, nálaskiptaþjónusta, húsnæði fyrir heimilislausa með fíknivanda, varnir gegn ofskömmtunum og fræðsla um öruggari neyslu á ávana- og fíkniefnum. Þessar tvær nálganir Húsnæði fyrst og skaðaminnkun hefur skilað jákvæðum áhrifum á heilsu einstaklinga og samfélagið í heild. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun og Evrópusambandið hafa hvatt lönd að koma upp neyslurýmum til að draga úr ýmsum smitsjúkdómum og dauðsföllum vegna neyslu á stórra fíkniefnaskammta8 9 10.

Í BA-ritgerð Þóris Sigurðssonar félagsráðgjafanema frá árinu 2020 kemur í ljós að Ísland er eftir á miðað við önnur lönd í að innleiða úrræði tengt heimilisleysi og fá úrræði eru til staðar. Það þurfi að tryggja öllum heimilislausum einstaklingum húsnæði og þá aðstoð sem þeir þarfnast. Þórir vill líka meina að helstu hindranir heimilislausra séu fordómar. Neikvætt viðhorf almennings þegar þeir sækja sér aðstoð er hindrun sem verður oft til þess að þeir fá ekki jafn góða meðferð og aðrir aðilar sem ekki eru heimilislausir4.

Loftur Gunnarsson var lengi heimilislaus og lést langt fyrir aldur fram árið 2012 vegna veikinda sem ekki voru meðhöndluð vegna fordóma í heilbrigðiskerfinu. Aðstandendur hafa lengi barist fyrir úrræðum og lausnum við heimilisleysi. Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar stendur fyrir því að bæta hag útigangsmanna í Reykjavík ásamt því að berjast fyrir að lögbundinn mannréttindi þeirra séu virt af borg og ríki. 11 12

Í skýrslu frá velferðasviði Reykjavíkurborgar um stefnur í málefni heimilislausra er framtíðarsýnin sú að allir eigi að fá jöfn tækifæri til að lifa góðu og mannsæmandi lífi og enginn á að neyðast til þess að sofa úti. Einstakingsbundin þjónusta verði að leiðarljósi til að koma á móts við margbreytilegar þarfir heimilislausra. 13

– Kristín –


Heimildir

  1. APHA Policy Statement 20178 (2017) Housing and Homelessness as a Public Health issue. https://apha.org/policies-and-advocacy/public-health-policy-statements/policy-database/2018/01/18/housing-and-homelessness-as-a-public-health-issue
  2. CDC (2017) Homelessness as a Public Health Law Issue. Selected Resources. https://www.cdc.gov/phlp/publications/topic/resources/resources-homelessness.html
  3. Community solutions (2020) Understanding Public Health and Homelessness. https://community.solutions/understanding-public-health-and-homelessness/
  4. Þórir Eysteinn Sigurðursson (2020) Heimilisleysi, Aðstæður og þjónusta á Íslandi, í nokkrum Evrópulöndum og Bandaríkjunum. Ba- ritgerð í félagsráðgjöf. Háskóli Íslands, félagsvísindasvið. Sótt frá: https://skemman.is/bitstream/1946/35534/1/Heimilisleysi.pdf
  5. Anna Lilja Þórisdóttir (2021) 301 heimilislaus í borginni. Frétt, rúv.is. sótt frá: https://www.ruv.is/frett/2021/12/08/301-heimilislaus-i-borginni
  6. Arnhildur Halfdánardóttir, Óvissa um framtíð neyðarathvarfs fyrir konur á götunni. Frétt á rúv.is. Sótt frá https://www.ruv.is/frett/2021/03/06/ovissa-um-framtid-neydarathvarfs-fyrir-konur-a-gotunni
  7. Gutman, S. A., & Raphael-Greenfield, E. I. (2017). Effectiveness of a supportive housing
  8. program for homeless adults with mental illness and substance use: A twogroup controlled trial. British Journal of Occupational Therapy, 80(5), 286–293. https://journals.sagepub.com/doi/full/10.1177/0308022616680368
  9. Baxter AJ, Tweed EJ, Katikireddi SV, Thomson H. (2019). Effects of Housing First approaches on health and well-being of adults who are homeless or at risk of homelessness: systematic review and meta-analysis of randomised controlledtrials. J Epidemiol Community Health.73: 379–387. 10.1136/jech-2018-210981 https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/30777888/
  10. Svandís Svavarsdóttir (2019) Grein heilbrigðisráðherra birtist í Morgunblaðinu 12. nóvember 2019https://www.stjornarradid.is/gogn/raeda/2019/11/12/Minnkum-skada/
  11. https://www.ruv.is/frett/2021/12/09/thad-var-aldrei-tekkad-a-honum-hann-deyr-ur-magasari
  12. www.lofturgunnarsson.com
  13. Stefna í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir 2019-2025 (2019) Reykjavíkurborg. Velferðarsvið. https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/stefna_i_malefnum_heimilislausra_2019-2025_10.10.pdf

Tengdar greinar

Kynslóðaáföll

Hvað eru kynslóðaáföll? Margar hefðir í kringum jólahátíðina erfast á milli kynslóða. Nú eru jólin

Read More

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur