Vefsíða lýðheilsufræðings

,

Heilsa unglinga og forvarnir

Unglingar er 1/6 hluti af jarðarbúum. Unglingsárin eru æviskeiðið frá bernsku og til fullorðinsára, frá 10 ára til 19 ára. Þetta er mikilvægur tími til að leggja grunn að góðri heilsu. Unglingar upplifa hraðan líkamlegan, vitsmunalegan og sálfélagslegan þroska. Þetta hefur áhrif á hvernig þeim líður, hugsa, taka ákvarðanir og hafa samskipti við heiminn í kringum sig. Til þess að vaxa og þroskast við góða heilsu þurfa unglingar upplýsingar og þar á meðal, kynfræðslu, tækifæri til að þróa lífsleikni, heilbrigðisþjónustu og öruggt og styðjandi umhverfi. Unglingar þurfa líka að fá tækifæri til að taka þátt í forvarnaverkefnum til þess að bregðast við þörfum og réttindum unglinga1

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni þurfa unglingar að fá stuðning frá einstaklingum og stofnunum í nærumhverfi til að stuðla að jákvæðum þroska, koma í veg fyrir heilsufarsvandamál og bregðast við þeim ef og þegar þau koma upp. Verkefni sem byggja upp hæfni, sjálfstraust, tengsl, persónueinkenni og umhyggju munu gera unglingum kleift að viðhalda góðri heilsu til fullorðinsára. Skólaumhverfið gegnir lykilhlutverki til að hjálpa unglingum að bera kennsl á viðvörunarmerki eins og kvíða, depurð og vímuefnaneyslu og geta auðveldað aðgang að ráðgjöf og heilbrigðisþjónustu2.

Með vitundarvakningu og aukinnar umræðu um ójöfnuð milli kynja er mikilvægt að byrja snemma að fræða og upplýsa unglinga um jafnrétti kynjana og draga úr skaðlegri þróun. Snemmbúin fræðsla getur dregið úr núverandi og framtíðar óheilbrigði unglinga2

Sjálfsvíg og sjálfsskaðandi hegðun ungmenna

Sjálfsvíg er afleiðing þunglyndis og annarra geðraskana. Sjálfsvíg barna og unglinga undir 16 ára aldri eru mjög fátíð en aldurshópurinn, 17-24 ára hefur átt sér hræðileg þróun á Íslandi. Tíðni sjálfsvígshegðunnar meðal ungmenna sýnir að 9,7% unglinga höfðu gert tilraun til sjálfssvígs. Sjálfsskaðandi hegðun og dauðahugsanir eru algengari hjá stelpum en strákum. Áhættuhegðun er þó algengari hjá unglingsstrákum sem má í sumum tilvikum útskýrast sem ákall um hjálp. Sjálfsskaði birtist sem ákall á hjálp hjá stúlkum en áhættuhegðun hjá drengjum2

Unglingar sem eiga við tengslaerfileika að stríða eiga hættu á að einangrast og skortir félagslegan stuðnings sem eykur lífsvilja. Höfnun foreldrar hefur einnig verið vísbendingu um meiri hættu á sjálfsskaðandi hegðun. Áhrif þess að alast upp við ofbeldi og vanrækslu á barnsárum hefur neikvæð áhrif á sjálfsmynd og persónuleika. Hjá þessum hóp eru sjálfsvígstilraunir mun algengari en hjá þeim sem hafa ekki orðið fyrir ofbeldi5.

Heimsfaraldur hefur áhrif á heilsu ungmenna

Samtökin UNICEF, Bergið og Headspace, Virkið, Samfés og ungmennaráð UNICEF á Íslandi hafa greind frá stöðu ungmenna og gefið út yfirlýsingu þar sem verulegar áhyggjur eru af námi, brotthvarfi og atvinnuleysi meðal ungmenna7.

Í skýrslu frá Velferðarnefnd Norræna ríkja (Committee for Welfare in the Nordic Region) kemur fram að börn og ungmenni þjáist af einmanaleika og einangrun á meðan heimsfaraldrinum stendur. Félagsleg einangrun hefur aukist og félagasamtök, félagsmiðstöðvar og annað tómstundastarf hefur verið lokað. Í Svíþjóð hefur geðheilsa ungmenna verið vaxandi vandamál í nokkur ár einnig fyrir covid-19. Í heimsfaraldrinum hefur vandamálið aukist og viðkvæm börn og ungmenni hafa orðið verst úti. BRIS sem eru hjálparsamtök barna þar sem börn geta haft samband við ráðgjafa í síma, chatti eða í gegnum tölvupóst segja gríðarlega aukningu í ráðgjafasamtölum. Slæm geðheilsa meðal ungmenna hefur aukist í Svíþjóð í kringum heimsfaraldurinn þrátt fyrir að þeir hafi ekki farið þá leið að loka skólum. Rannsóknir sýna þó að stúlkur á menntaskólaaldri þar sem fjarkennsla var mikið notuð á hátindi faraldursins eru að koma verst út þegar það kemur að andlegri heilsu. Aukning hefur verið á þunglyndi, kvíða, einmanaleika og hefur sjálfsvíg aukist í Svíþjóð síðastliðið ár 8 9.

Andleg líðan ungmenna hefur líka versnað á Íslandi og þunglyndiseinkenni hafa aukist frá því sem var. Þetta sýnir rannsókn sem birt var í Lancet af rannsóknarmiðstöðinni Rannsókn og greiningar síðastliðið sumar. Niðurstöðurnar voru bornar saman við fyrir og eftir covid, árin 2016, 2018 og svo 2020. Í ljós kom að andleg vellíðan hefur minnkað og einkenni þunglyndis orðið meiri. Stelpur greina frekar frá andlegum vanlíðan og mælist hæst hjá framhaldsskólanemum en þar voru meiri takmarkanir á skólastarfi. Covid hefur því haft verulega áhrif á geðheilsu ungmenna. Það sem er þó áhugavert er að vímuefnaneysla hefur minnkað hjá þessum hópi. Mikilvægt er að hefja forvarnarstarf sérstaklega fyrir stúlkur miða við þessar niðurstöður10

Félagsleg tengsl ungmenna

Árið 2020 kom út skýrsla á vegum Embætti Landlæknis sem unnin var af Ársæli Arnarssyni prófessor við menntavísindasvið Háskóla Ísland, þar sem kom í ljós að ungmenni á Íslandi eru almennt með góð tengsl við foreldra, vini og skóla. Samskipti við foreldra hafa þó mestu áhrifin á líðan ungmenna, en tengsl við skóla hefur mest áhrif á áhættuhegðun. Gert er ráð fyrir að samkvæmt fjölda grunnskólanema á Íslandi séu um 700 börn og unglingar séu illa stödd hvað varðar félagslega stöðu, heilsu, líðan og framtíðarhorfur. Mikilvægt er að auðvelda aðgengi að aðstoð svo hægt sé að finna þessi börn og veita þeim aðstoð.

Forvarnaverkefni

Ofbeldi i nánum sambönd á sér stað líka á meðal unglinga og hefur viðtæk áhrif í samfélaginu. Afleiðingar ofbeldis í nánum samböndum eru gríðarlega mörg s.s. streita, áfallastreituröskun, þunglyndi, kvíði, áfengi og vímuefnanotkun, sjálfsvíg, hegðunarvandi svo dæmi séu nefnd. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur mælt með námsefni fyrir ungt fólk sem Embætti Landlæknis hefur þýdd. Þar er meðal annars farið yfir skilgreiningar á samböndum og samskiptum, skilgreining á ofbeldi og kúgun, að hafa stjórn á tilfinningum sínum og svo fleira3.

Í þingsályktun um forvarnir barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti 2021-2025 á að stórauka fjármunum í forvarnir og fræðslu til barna og ungmenna. Þar á meðal á auka forvarnir í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum, framhaldsskólum og öðru tómstundastarfi. Þessi þingsályktun var samþykkt 2020 en spurning er hvort áætlunin sé í framkvæmd vegna heimsfaraldrar. Ég fagna því að sjá að gert verður mat á árangri forvarnaverkefnisins sem er svo mikivægt til að sjá hvort að aðgerðirnar séu að skila árangri. Það hefur lítið verið gert á Íslandi að skoða árangursmat á forvarnaverkefnum. 4

Í heilsueflandi grunnskólum á vegum Embætti Landlæknis er sér kafli um geðrækt. Þar er lögð áhersla á góða geðheilsu og líðan, finna tilgang með lífinu, vera virkur og skapandi einstaklingur til að öðlast betri lífsgæði. Mikilvægt er að efla færni barna og unglinga á að skilja og tjá tilfinningar sínar, vera í góðum tengslum við aðra, finna styrkleika og læra sjálfstjórn og þrautseigju. Ef stuðlað er að þessari færni getur það skilað sér í betri námsárangur og farsældar í lífinu.6

Seigla og heilbrigð samskipti

Uppáhalds orðið mitt er seigla. Lífinu fylgir enginn leiðarvísir en allir upplifa útúrsnúning og áskoranir sem hafa áhrif á okkur. Við þurfum að læra af mistökum og finna leiðir út úr áföllum og áskorunum. Fólk aðlagast almennt vel með tímanum þrátt fyrir áföll, lífsbreytingar og streituvaldandi aðstæðum og er það hluta til seiglu að þakka. Sálfræðingar skilgreina seiglu sem ferli til að aðlagast vel í mótlæti, áföllum, hörmungum, ógnum eða streitu eins og fjölskyldu og sambanda vandamála, heilsufarsvandamálum eða vinnustaða og fjárhagsálagi. Hlutverk seiglu er að þú takir stjórn á eigin lífi, breytir og vaxir með því.

Seigla er ekki erfðafræðileg heldur þróast hún eflist á lífsleiðinni. Foreldrar hafa þar mikið hlutverk að gegna. Nokkarar leiðir eru fyrir foreldra að efla seiglu.

  • Efla sjálfsmynd: Viðhorf barns til sjálfs síns er eitthvað sem við getum byggt upp með því að taka eftir og hrósa ekki bara fyrir náttúrulegum hæfileikum heldur lærðri hegðun eins og ákveðni, viðleitni og hvernig þau leysa vandamál.
  • Ekki hlífa börnum frá því að gera mistök: Hvernig geta unglingar lært að takast á við hversdagslega gremju og áskoranir ef þeir upplifa aldrei neinar?
  • Sýndu þeim ólík sjónarhorn: Að falla á prófi getur verið áfall fyrir ungling en ekki hörmung. Hjálpaðu unglingnum að sigrast á vonbrigðum með því að gera áætlun um framtíðarárangur.
  • Kenndu sjálfstjórnaraðferðir: Þú getur veitt stuðning þegar reynir á með því að vera til staðar og hjálpa þeim að takast á við erfileika.
  • Tilfinning: Hlustaðu á tilfinningarnar og hjálpaðu þeim að setja orð á tilfinningarnar. Ekki bæla þær niður því það getur leitt til mun meiri sprengingar eða þau gefast upp síðar.
  • Notaðu jákvæða nálgun: Minntu börnin á styrkleika þeirra og sýndu þeim hvernig á að setja fókusinn þar en ekki á það neikvæða.
  • Settu raunhæf markmið: Markmið ættu að vera sundurliðuð í smærri skref sem krefjast stöðugrar framfara.

-Kristín-


Heimilidir

  1. WHO (2021) Health topics, Adolescent health. https://www.who.int/health-topics/adolescent-health#tab=tab_1
  2. WHO (2021a) Activities, Promoting adolescent well-being. https://www.who.int/activities/promoting-adolescent-well-being
  3. Embætti Landlæknis (2018) Örugg saman. https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item35578/Orugg-saman
  4. Þingskjal nr 35/150 (2020) sótt frá: https://www.althingi.is/altext/150/s/1609.html
  5. Embætti landlæknis (2012) Sjálfsvíg og sjálfsskaðandi hegðun. Sótt frá:https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item15298/Sjalfsvig-og-sjalfsskadandi-hegdun
  6. Embætti Landlæknis (2013) Handbók um heilsueflandi grunnskóla. Kaflinn geðrækt. Sótt frá: https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item18124/Gedraekt–Heilsueflandi-grunnskoli-
  7. UNICEF (2021) Ársskýrsla 2021 UNICEF á Íslandi. Sótt frá: https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/arsskyrlsa2020_web.pdf
  8. Mikael Carboni Kelk (2021) Nordic co-operation. COVID-19 has been bad for the mental health of vulnerable children and young people. https://www.norden.org/en/news/covid-19-has-been-bad-mental-health-vulnerable-children-and-young-people
  9. BRIS Rapport (2021) Första året med pandemin, Om barns mående och utsatthet. Årsrapport 2020 https://www.bris.se/globalassets/om-bris/bris-rapport-2021/bris_ar_2020_webb_low1.pdf
  10. Ingibjorg Eva Thorisdottir et al (2021) Depressive symptoms, mental wellbeing, and substance use among adolescents before and during COVID-19 pandemic in Iceland: a longitudinal, population-based study. The Lancet Psychiatry Volume 8, Issue 8, https://doi.org/10.1016/S2215-0366(21)00156-5

Tengdar greinar

Kynslóðaáföll

Hvað eru kynslóðaáföll? Margar hefðir í kringum jólahátíðina erfast á milli kynslóða. Nú eru jólin

Read More

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur