Vefsíða lýðheilsufræðings

,

Áfengisneysla og jólin

Bráðum koma blessuð jólin og því fylgir oft meiri áfengisneysla.

Of mikil áfengisneysla hefur langtímaáhrif á heilsu. Yfir hátíðarnar er mikilvægt að vera meðvitaður um takmörk og fylgjast vel með hversu marga drykki þú ert að drekka til að forðast ofneyslu og ofdrykkju. Við vitum að við ofdrykkju fylgir meiri líkur á ofbeldishegðun og hávaða sem geta eyðilagt jólin fyrir viðstadda.

Jólin og áramótin eru tími þar sem auðvelt er að láta undan og drekka of mikið. Áfengisleiðbeiningar mæla með því að karla og konur drekki ekki meira en 14 einingar á viku til að halda heilsufarsáhættu af áfengisdrykkju í lágmarki. Ef þú drekkur allt að 14 einingar á viku er best að dreifa þessu jafnt yfir þrjá daga eða lengur, ekki ,,spara“ einingarnar þínar fyrir tiltekinn dag eða veislu1.

Ofneysla á áfengi og áfengisvandamál getur haft slæm áhrif á heilsuna þína og sambönd en einnig haft neikvæð áhrif á vinnu, menntun og lífstíl.1

Heilsufarsáhætta við ofdrykkju

Við ofdrykkju fylgir sérstök heilsufarsáhætt þar á meðal skemmdir á lifur, hjarta, heila og maga. Ef þú drekkur of mikið getur þú tapað hömlunum þínum og hefur það áhrif á dómgreind þína. Þetta getur leitt til þess að þú gerir hluti sem þú myndir venjulega ekki gera og gætir iðrast seinna, eins og slagsmál, almenna óreglu eða fall sem veldur meiðslum.

Rannsóknir á mikilli áfengisneyslu hefur sýnt fram á að alkahól hefur áhrif á heilastarfssemi. Afleiðingar vegna áfengisneyslu á heilsastarfssemi getur verið hegðunarbreytingar, minnisleysi og erfileikar að læra. Áfengisneysla er sérstaklega skaðleg fyrir ungt fólk þar sem heilinn er ekki fullþroskaður og getur valdið varanlegum skaða, geðsjúkdómum og auknar líkur á alkahólisma.

Við ofdrykkju eru meiri líkur á því að meiri áhætta er tekin þegar það kemur að kynlífi, eins og að nota ekki smokk. Það eykur líkurnar á að fá kynsjúkdóma eins og klamydíu, HIV eða lifrabólgu. Það getur leitt til ófyrirséðrar þungunnar. Það er því mikilvægt að skipuleggja sig fram í tímann og búa sig undir þann möguleika á kynlífi með því að hafa allt smokk meðferðis.

Áfengi getur haft áhrif á andlega heilsu þína og tilfinningalega líðan. Þegar þú ert þunn/ur getur þú upplifað meiri fyrir depurð og kvíða. Sumt fólk upplifir skammdegisþunglyndi eða depurð vegna streitu tengt jólunum og getur áfengisneysla gert það verra. Því ættu einstaklingar sem upplifa depurð, þunglyndi, kvíða eða mikla streitu um hátíðirnar að forðast að neyta áfengis.

Það er aukin tíðni á reykingum ef áfengi er haft við hönd. Það er meiri áhætta að ef ofneysla á áfengi er til staðar að einstaklingar byrji að reykja eða reykja meira. Áhættan á heilsufari eykst því gríðarlega og aukast líkurnar á munn og hálskrabbamein, véllindakrabbamein, krabbamein í barka, ristilkrabbamein, brjóstakrabbamein, þarmakrabbamein og lifrakrabbamein til muna2.

Þyngdaraukning er einnig fylgifiskur ofdrykkju á áfengi. Áfengi eru mjög kalóríuríkir vegna mikils innihalds á sterkju og sykri. Stór bjór inniheldur 182 kalóríur og eitt glas af léttvíni inniheldur 159 kalóríur. Þessar kalóríur er algjörlega innihaldslausar og hafa ekkert næringargildi1.

Streita og áfengisneysla

Streita er áhættuþáttur fyrir óhóflegri áfengisneyslu. Streitan hefur samverkandi þátt á misnotkun vímuefna og áfengis. Einstaklingar sem eru undir miklu álagi í vinnunni og/eða einkalífinu byrja að drekka meira áfengi til að létta á streitunni eða álaginu. Streita getur haft mjög neikvæð áhrif á bæði andlega heilsu og líkamlega heilsu einstaklinga. Einstaklingar sem byrja að nota áfengi til að takast á við streitu eru líklegri til að þróa með sér áfengissýki. Helstu streituvaldandi þættir fyrir aukinni áfengisneyslu eru almenn lífsstreita, mikil streita, vanlíðan í æsku og vinnustreita. Rannsóknir sýna að útsetning fyrir streitu er áhættuþættir fyrir áfengissýki (alkohólisma)7.

Börn og áfengisneysla

Í rannsókn á vegum Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar kom fram að margir verða fyrir neikvæðum áhrifum vegna áfengisneyslu annarra, bæði frá fjölskyldumeðlimum, vinum, kunningjum og ókunnugum. Þriðjungur Íslendinga 18 ára og eldri hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna áfengisdrykkju annarra í sínu nánasta umhverfi. Konur og yngra fólk er í áhættuhóp að verða fyrir neikvæðum áhrifum vegna drykkju annarra5.

Slæm áhrif hafa verið tengd við ofdrykkju foreldra á börn og börn sem vaxa upp við alkahólisma. Börn sem búa við mikla áfengisneyslu upplifa mikla skömm og upplifa mikla streitu, rifrildi, óstöðugleika og óvissu. Algeng tilfinning barna sem búa við alkóhólisma er ótti, einmannaleiki og hræðsla um að treysta fólki fyrir tilfinningum sínum10.

Sumir foreldrar finna fyrir hræsni þegar þeir setja reglur um áfengi fyrir börnin sín og unglinga þegar þeir sjálfir eru að drekka. Það er mikilvægt að útskýra að áfengi er aðeins fyrir fullorðna vegna þess að líkami þeirra er ekki búinn að stækka og að fullorðnir gæti hófs og fari sjálf eftir reglum um hversu mikið þeir mega drekkar. Foreldrar eru fyrirmyndir barna og unglinga.

„Foreldrar eiga að vera meðvitaðir um hversu mikið þeir drekka fyrir framan börn sín, sérstaklega í fríi eða við sérstök tilefni eins og jól þar sem börn taka eftir breytingum á drykkjavenjum foreldra sinna,,9

Sue Atkins, uppeldis og menntunarfræðingur

Sue Atkins, uppeldis og menntunarfræðingur telur að það sé mikilvægt að ræða við unglinga og börn um áfengisneyslu. Ekki gera áfengi að bannorði eða fela það fyrir börnunum þínum. Foreldrar eiga að sýna gott fordæmi og sýna hófsama nálgun við drykkju samhliða því að miðla skaðlegum áhrifum áfengis á börn, er góð nálgun í áfengisfræðslu. Ef foreldri drekkur ekki sjálft getur það samt veitt áfengisfræðslu9.

Heimilisofbeldi og jólin

Samkvæmt tölum frá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og velferðarsviði Reykjavíkurborgar frá síðustu þrjá mánuði 2020 voru útköllin vegna heimilisofbeldis 129 en á sama tíma 2019 voru þau 118. Útköll vegna heimilisofbeldis eru algengari um helgar frá kl 20-03. Hlutfall þeirra barna sem voru á vettvangi var 61% útkalla í desember 202011.

Börn sem búa við ofbeldi á heimili óttast að jólin verði ekki friðsöm og svo eru börn sem búa við fátækt sem upplifa skömm yfir hátíðarnar. Börn sem búa við ofbeldi á heimili, alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma búa ekki við öryggi og vernd. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi eiga öll börn rétt á að njóta öryggis og verndar gegn hvers kyns ofbeldi og vanræsklu12.

Ráðleggingar um áfengisneyslu yfir hátíðarnar.

Ólíklegt er að það skaði heilsuna ef drukkið er einstaka sinnum áfengan drykk en ofdrykkja getur haft mikil neikvæð áhrif á líkama þinn og vellíðan. Hægt er að velta fyrir sér á hvaða tímapunkti er drykkjan þín skaðleg heilsu þinni og hversu mikið er of mikið. Hefðbundin drykkjastærð og ráðleggingar eru mismunandi eftir löndum5.

Á Íslandi eru ráðleggingar frá Embætti Landlæknis um notkun á áfengi að 5

Ölvunardrykkja telst miða við inntöku á fimm eða fleiri áfengra drykkja við sama tilefni.

Ávani eða fíkn: Þegar einstaklingur er háður áfengi þegar þrjú eða fleiri viðmið WHO um fíkn eru uppfyllt. Þessi viðmið eru: Fíkn (þrálát löngun), stjórnleysi, líkamleg fráhvarfseinkenni, þolmyndun, minni áhugi á öðru en að verða sér út um áfengi, áframhaldandi notkun á vímuefnum þrátt fyrir vitneskju um skaðleg áhrif5.

Hófleg drykkja er oft viðmiðið tvær einingar af áfengi á dag fyrir karla og ein áfengiseining á dag fyrir konur. Ein áfengiseining er 10-12 g af áfengi sem samsvarar 15cl af víni, 33cl af áfengum bjór og 4cl af sterku áfengi6.

Vandi á áfengisneyslu inniheldur ofdrykkju, (drekka mikið í einu) mikla drykkju (drekka oft og mikið) og áfengissýki4.

Lokaorð

Þó að drekka í hófi sé öruggt fyrir flesta einstaklinga getur mikil og langvarandi áfengisneysla haft hrikalegar afleiðingar fyrir andlega og líkamlega heilsu þína. Margir þættir sem gegna hlutverki í niðurbroti á vínanda og hvernig áfengi hefur mismunandi áhrif á einstaklinga er erfitt að setja ráðlegingar um neyslu en gott er að hafa viðmið sem hjálpar þér að vera meðvituð/aður um áfengisneyslu þína2.

Áfengi getur slakað á og dregið úr streitu í stuttan tíma en hefur slæm langtíma afleiðingar og gert núverandi vandamál verra. Því er mikilvægt að áfengi og aðrir vímugjafar séu ekki notaðir til að draga úr streitu8.

Leyfum öllum að upplifa jákvæð og áhyggjulaus jól.

Fyrir þá sem hafa áhyggjur af áfengisneyslu sinni geta tekið próf á

https://www.mdcalc.com/cage-questions-alcohol-use


Heimildir

 1. Nidirect (2021) The government information and service of Northern Ireland. Healthy lives. Alcohol. Sótt frá: https://www.nidirect.gov.uk/articles/how-alcohol-affects-your-health
 2. Alcoholthinkagain (2021) The festive season. Sótt frá: https://alcoholthinkagain.com.au/alcohol-your-community/the-festive-season/
 3. Zhao, J & Stockwell, T. 2013, Australian relative-risk estimates. University of Victoria Centre for Addictions Research of British Columbia for the WA Drug and Alcohol Office.
 4. Berkheiser, Kaitlyn (2020) How much Alcohol is too much? Healthline. Sótt frá https://www.healthline.com/nutrition/how-much-alcohol-is-too-much
 5. Embætti Landlæknis ( 2021) Áfengis- og vímuvarnir. Sótt frá: https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/afengisvarnir-vimuvarnir/
 6. Rafn M. Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson (2007) Embætti Landlæknis. Alltaf neikvætt fyrir heilsuna að finna á sér. Sótt frá: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item14731/Alltaf-neikvaett-fyrir-heilsuna-ad-finna-a-ser
 7. Keyes, K. M., Hatzenbuehler, M. L., Grant, B. F., & Hasin, D. S. (2012). Stress and alcohol: Epidemiologic evidence. Alcohol Research: Current Reviews, 34(4), 391–400.
 8. Zhao, J & Stockwell, T. 2013, Australian relative-risk estimates. University of Victoria Centre for Addictions Research of British Columbia for the WA Drug and Alcohol Office.
 9. Drinkaware (2021) Alcohol effect on children. Sótt frá: https://www.drinkaware.co.uk/advice/underage-drinking/alcohol-effect-on-children
 10. Sölvína Konráðs. (2001). Sálfræðilegar skýringar á alkóhólisma. Í Árni Einarsson og Guðni R.Björnsson (ritstjórar). Fíkniefni og forvarnir – handbók fyrir heimili og skóla (bls. 91–104). Reykjavík: Fræðslumiðstöð í fíknivörnum.
 11. Saman gegn ofbeldi (2020) Tölulegar upplýsingar um útköll/tilkynningar í Reykjavík árið 2020. Sótt frá: https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/12.2020.pdf
 12. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna (1989) Barnasattmali.is. Sótt frá: https://www.barnasattmali.is/

Tengdar greinar

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur