Vefsíða lýðheilsufræðings

,

Líkamsvitund og núvitund

Tilfinningalegur farangur

Þú hefur líklega heyrt hugtakið ,,emotional baggage“ eða tilfinningalegur farangur. Hugtakið er notað til að lýsa því fyrirbæri að bera fyrri áföll eða neikvæða reynslu í gegnum lífið, sambönd eða frama. Þessi farangur getur komið í veg fyrir að einstaklingar komist áfram í lífinu. Tilfinningar sem ekki er brugðist við eða unnið úr hverfa ekki bara. Þessar óunnar tilfinningar geta haft áhrif á2

 • Hvernig þú hugsar um sjálfan þig
 • Hvernig þú bregst við streitu
 • Líkamleg vellíðan þín í samböndum við aðra2

Þú hefur kannski heyrt af einstaklingum sem hafa grátið í jóga, nuddi, hjá sjúkraþjálfara, kírópraktor eða nálastungameðferð. Við geymum bældar tilfinningar í líkamanum með allskonar trigger punktum sem leiða til tilfinningalegrar losunar. Einkenni áfallastreituröskunar (PTSD) getur komið fram líkamlega. Heilinn tengir ákveðin svæði við tiltekið minni – oft á undirmeðvitundarstigi. Að virkja ákveðin svæði líkamans getur kallað fram þessar minningar segir Dr Mark Olson sem er doktor í taugasálfræði með sérhæfingu í hugrænni og atferlisfræðilegri taugasálfræði frá Háskólanum í Illinois2.

,,Snerting á tilteknum svæðum líkamans getur vakið upp tilfinningar eða minningar. Þó að það sé tengt líkamlegri staðsetningu þá gerist þetta allt í heilanum“

Dr Mark Olson2

Fastar tilfinningar þýðir venjulega að hið sanna sjálf vill tjá eitthvað sem hið falska sjálf vill ekki að við tjáum segir Olson. Í sálfræði hugsum við um hið sanna sjálf sem þann hluta okkar sem við fæðumst með sem er opinn, forvitinn og traustur, á meðan falska sjálf kemur fram sem aðlögunaraðferð til að takast á við sársauka og missi. Bældar og neikvæðar tilfinningar eða minningar geta birst sem2 3:

 • Gremja
 • Slæmar ákvarðanatökur
 • Sjálfseyðingarhvöt
 • Hátt viðbragðarstig
 • Aukin streita og kvíði
 • Þunglyndi
 • Þreyta

Rannsóknir allt frá árinu 1992 til ársins 2021 styðja tengsl huga og líkama þ.e.a.s. andleg og tilfinningaleg heilsa einstaklings hafi áhrif á ástand líkamlegrar heilsu þeirra. Ef þú ert í aðstæðum sem þú ert hræddur, myndar líkaminn þinn líkamleg viðbrögð við þessum tilfinningum sem „fight or flight“ viðbragð4.

Samspil líkamlegra einkenna og andlegrar líðan er líka þekkt innan bæklunarlækninga. Rannsóknir benda til þess að sálfélagslegir þættir hafa áhrif á mjóbaksverki. Það má þó deila um það hvort kom á undan, andleg vanlíðan eða bakverkir. Hvort kom á undan og hvað er orsök og afleiðing. Eitt er víst að þarna er tenging á milli5.

Líkamsvitund

Líkamsvitund er tilfinning fyrir líkama og afstöðu líkamshluta hvers til annars. Algengt er að einstaklingar sem glíma við andleg veikindi s.s. þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun, streitu, verkjum o.s.frv. hafi aftengst líkama sínum og hunsað of lengi líkamlega verki og viðvörunarbjöllur. Þá verður rof á tengslum og einstaklingar þekkja ekki líkamleg mörk og keyra áfram þó svo líkaminn þurfi hvíld. Einstaklingar með króníska verki geta líka aftengst líkama sínum og hatað líkama sinn fyrir að hafa brugðist sér. Með líkamsvitundar meðferð er reynt að ná aftur tengslum við líkama sinn og bera virðingu fyrir líkamanum til að ná bata6.

BBAT (Basic Body Awareness Therapy) er aðferð til að efla líkamsvitund, þjálfa jafnvægi og hagkvæmar hreyfingar daglegs lífs. BBAT hentar bæði sem meðferð fyrir manneskjur með ýmis einkenni um líkamlegt og andlegt ójafnvægi og í fyrirbyggjandi skyni. Aðferðin getur líka hentað einstaklingum sem stefna að aukinni færni við að tjá sig í daglegu lífi bæði við störf og leik. Æfðar eru hvíldarstöður, samskiptaæfingar, samtöl og íhugun í meðferðinni. Aðferðin leggur áherslu á að þjálfa athygli og einbeitingu sem stuðlar að aukinni meðvitund um ávana hvað varðar hreyfingar og hvíldarstöðu. Með æfingunum eykst hvatning til að uppgötva og þróa eigin getu til að varðveita heilsu sína. Þessi meðferð er viðurkennd aðferð í sjúkraþjálfun á Norðurlöndum7 9.

Sjúklingar sem þjást af stoðkerfisvanamálum skortir skynjunar- og hreyfivitund sem endurspeglast í vanvirkri samhæfingu hreyfinga, viðbragðsaðgerða og venja í daglegu lífi. Skyn- og hreyfivitund er nátengd upplifun af vellíðan, sem endurspeglar ástand almennrar heilsu og sjálfsvirkni9. Bráðabirgðarannsókn sem gerð var á líkamsvitund leiddi til þess að líkamsvitund (BBAT) hefur marktæk jákvæð áhrif á sjúkdóma eins og:

 • Heilablóðfall
 • Gigtasjúkdóma
 • Alvarlegt þunglyndi
 • Áfallstreituröskun
 • Átröskun
 • Króníska verkjasjúkdóma
 • Vefjagigt og langvarandi verki
 • Persónuleikaraskanir
 • Langvinnir grindaverkir8 9

Einstaklingar með daglega verki aftengjast líkama sínum og syrgja líkama sinn fyrir að hafa brugðist sér. Verkir og þunglyndi hafa marktæk áhrif á hvort annað. Líkamsvitund (BBAT) vekur aftur tenginguna og vitundina við líkama sinn. Líkamsvitund er einstakt að því leiti að það býður upp á fjölsýna nálgun á hreyfingu og daglegri hreyfingu eins og sitja, liggja, standa, ganga og tengingu við heilsu og sjálfsvirkni. Líkamsvitund leggur áherslu á hreyfigæði og hvernig hreyfingarnar eru framkvæmdar í tengslum við umhverfi, tíma og orku. Sjúklingar sem hafa farið í gegnum líkamsvitundar námskeið upplifa sig heildstæðar, sterkari og öruggari. Með því að leggja áherslu á hreyfiþætti innan líkamsvitundar getur sjúklingurinn öðlast meiri vellíðan og betri heilsu. 8

Rannsókn sýndi að inngripið líkamsvitund (BBAT) getur verið áhrifaríkt hjá sjúklingum sem þjást af vefjagigt s.s. daglegan sársauka, skertri hreyfigetu og kvíða10.

Núvitund

Núvitund er leið til að efla vellíðan með því að beina athyglinni að augnablikinu og upplifa það eins og það er, fyrirfram ákveðna skoðana. Hugurinn okkar vinnur með upplifanir á tvennan hátt, að vera og að gera. Þjálfun í núvitund leggur áherslu á skynfærin okkar sjá, heyra, bragða, lykta og finna fyrir hlutum í umhverfinu. Verðum meðvitaðari um hvaða aðstæður eru hjálplegar og hverjar ekki. Mikil streita og álag geta haft þau áhrif á líf þitt að þú ert í stanslausri sjálfstýringu. Lærum frekar að lifa lífinu lifandi12

Núvitund getur hjálpað til við að takast á við langvinna verki, aukið samkennd og dregið úr reiði, haft bein áhrif á virkni heilans, dregið úr streitu, kvíða og þunglyndi, aukin jákvæði og lífsgleð12i.

Reynsla og rannsóknir á jarðtengingu (grounding) benda til þess að núvitund og tenging mannsins við náttúruna hefur lífeðlisfræðileg áhrif á heilsu. Lífeðlisfræðilegu áhrifin tengjast bólgum, ónæmissvörun, græðslu sára og hefur forvarnalegt gildi á langvinnandi bólgu- og sjálfsofnæmissjúkdómum. Jarðtenging og núvitund getur dregið úr sársauka og hefur áhrif á ýmsa efnafræðilega þætti í blóðrás sem tengjast bólgum11

Jarðtenging eða núvitund við náttúruna vísar til beinnar snertingar við húð við yfirborð jarðar, svo sem með berum fótum eða höndum. Hægt er að finna í bókmenntun, hefðum og venjum fjölbreytta menningarheima hversu heilsubætandi það er að ganga berfættur við nátturuna. Tengsl okkar við náttúruna hefur minnkað með iðnaðarvæðingunni í vestrænum ríkjum. Það má þó spyrja sig hvort að snertingin við náttúruna eða ró hugans (núvitund) hafi ekki með þessar niðurstöður að gera. Streita getur aukið og valdið lífstílssjúkdómum og ein af megin meðferðum við streitu er núvitund eða mindfullness. Njóta augnabliksins. Ef náttúran hjálpar við það er það frábært11.

-Kristín-


Heimildir

 1. KMS.is (2021) Innilokunarkennd. Sótt frá https://kms.is/innilokunarkennd/
 2. Jennifer Litner (2021) How to release „Emotional Baggage“ and the Tension that goes with it. Healthline. Sótt frá https://www.healthline.com/health/mind-body/how-to-release-emotional-baggage-and-the-tension-that-goes-with-it
 3. Wackerhagen, C., Wüstenberg, T., Mohnke, S. et al. Influence of Familial Risk for Depression on Cortico-Limbic Connectivity During Implicit Emotional Processing. Neuropsychopharmacol 42, 1729–1738 (2017). https://doi.org/10.1038/npp.2017.59
 4. Pelletier KR. Mind-body health: research, clinical, and policy applications. Am J Health Promot. 1992 May-Jun;6(5):345-58. doi: 10.4278/0890-1171-6.5.345. PMID: 10148755.
 5. Farajirad E, Tohidi H, Farajirad M. Comparison of the frequency of psychiatric disorders among patients with chronic low back pain and control group. Asian J Neurosurg. 2016 Jul-Sep;11(3):287-91. doi: 10.4103/1793-5482.175618. PMID: 27366258; PMCID: PMC4849300.
 6. Anna Kristín Kristjánsdóttir (2016) Fyrirlestur og námskeið um líkamsvitund. Geðheilsustöð Breiðholts.
 7. Anna Kristín Kristjánsdóttir. Sjúkraþjálfari og kennari í BBAT. Sótt frá http://www.seylan.is/Anna_Stina.html
 8. Scientific articles from Liv Helvik Skjaerven, professor in Physiotherapy, Western Norway University of Applied Sciences, Faculty of Health and Social Sciences, Department of Function and Health, Bergen, Norway.
 9. Jordy den Engelsman (2018) Basic Body Awareness Therapy (BBAT) International Association of teachers in Basic Body Awareness Therapy. Sótt af: http://www.iatbbat.com/basic-body-awareness-therap.html
 10. Bravo C, Skjaerven LH, Espart A, Guitard Sein-Echaluce L, Catalan-Matamoros D. Basic Body Awareness Therapy in patients suffering from fibromyalgia: A randomized clinical trial. Physiother Theory Pract. 2019 Oct;35(10):919-929. doi: 10.1080/09593985.2018.1467520. Epub 2018 May 3. PMID: 29723080.
 11. Oschman, J. L., Chevalier, G., & Brown, R. (2015). The effects of grounding (earthing) on inflammation, the immune response, wound healing, and prevention and treatment of chronic inflammatory and autoimmune diseases. Journal of inflammation research8, 83–96. https://doi.org/10.2147/JIR.S69656
 12. Núvitundarsetrið (2015) Núvitund. Sótt frá https://www.nuvitundarsetrid.is/nuvitund

Tengdar greinar

Kynslóðaáföll

Hvað eru kynslóðaáföll? Margar hefðir í kringum jólahátíðina erfast á milli kynslóða. Nú eru jólin

Read More

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur