Vefsíða lýðheilsufræðings

,

Stress og meðferð

Streita og stress.

Stress og streita.

Í nútímasamfélagi þekkja allir stress og streitu. Ég hef fjallað áður um kulnun og streitu. Mig langar að skoða meðferð við streitu og bjargráð.

Streita er eðlilegur hluti af lífinu og er skipt í gott álag og slæmt álag. Með slæmri streitu hefur þú bæði líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð við ákveðnum kveikjum (triggerum) sem geta valdið þér áhyggjum og vonleysi. Streita getur birst í vinnunni og/eða heima við krefjandi aðstæður s.s. breytingar í lífi þínu eða vinnuumhverfi.

Streita er ástand sem kallar fram ákveðin líffræðileg viðbrögð. Viðbrögð eins og þú skynjir ógn eða meiriháttar áskorun, flæða efni og hormónar um allan líkama. Streita kallar á ,,fight-or-flight“ viðbrögð en það eru viðbrögð sem við notum til að berjast gegn streituvaldinum eða hlaupa frá honum1.

Streita hjálpaði forfeðrum okkar (veiðmanna og safnara) að lifa af og það er jafn mikilvægt í heimi nútímans. Stress og streita getur hjálpað þér að forðast slys eða standast skilafrest en þegar streitan er viðvarandi getur hún orðið óheilbrigð fyrir heilsuna. Við erum ólík og höfum ólíkan bakgrunn. Það sem einum finnst streituvaldandi getur verið mjög frábrugðið frá því sem öðrum finnst streituvaldandi.

Ástæður streitu

Ef þú ert undir stöðugri streitu getur þú upplifað líkamleg einkenni, svo sem höfuðverk (mígreni), magakveisu, háan blóðþrýsting, vandamál með svefn og kynlíf. Streita getur einnig leitt til tilfinningalegra vandamála s.s. þunglyndi, kvíðaköst og annarskonar kvíðaraskanir og áhyggjur2.

Ástæður streitu getur verið margskonar til dæmis persónulegir erfileikar (deilur við ástvin, einmanaleiki, fjárhagsvandamál, framtíðarkvíði), erfileikar í vinnu (deilur við samstarfsfólk, mikið álag og óvissa um stöðu) eða ógn í samfélaginu (ofbeldi, sjúkdómar, atvinnuleysi)5.

Þú ert með krefjandi yfirmann eða vandamál í sambandi við vin eða fjölskyldumeðlim. Hver sem orsökin er þá er líklegt að þú upplifir streitu daglega. Þótt daglegt álag sé eðlilegt þá getur það verið langvarandi, yfirþyrmandi streita sem hefur neikvæð áhrif á líkamlega, andlega og tilfinningalega heilsu þína. Að vita hvernig á að koma auga á kveikjurnar(triggers) og einkenni getur verið hjálpsamt til að vera meðvitaður og hvernig hægt er að fyrirbyggja áður en það skaðar heilsu þína6.

Rannsóknir á streitu

Síðastliðin ár hafa rannsóknir á streitu og áhrif þess á heilsu fólks aukist til muna. Streita getur haft bæði líkamleg og andleg áhrif og vísindamenn eru alltaf að skýra betur tengslin á milli andlegrar og líkamlegrar líðanar. Í dag vita menn að það er úrelt að tala um að sál og líkami sé aðskilið. Við vitum að þarna eru sterk tengsl á milli og hafa áhrif á hvort annað. Í erfðafræði hafa komið kenningar að hegðunamynstur getur erfst á milli ættliða þó engar breytingar séu á erfðaefninu sjálfu3.

Rannsóknir hafa líka sýnt fram á að stöðugt streituástand getur haft áhrif á líkamlega kvilla eins og þyngdaraukningu, svefnleysi, áhættu á hjartaáfalli og háþrýsting og skemmdar æðar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að það eru skýr tengsl á milli langvarandi streitu og sykursýkis 2, beinþynningu, heilaþoku og minnisvandamál og veikt ónæmiskerfi1.

Streituvaldar hafa mikið áhrif á skapið, líðan okkar, hegðun og heilsu. Bráðastreituviðbrögð hjá ungum, heilbrigðum einstaklingum veldur venjulega ekki heilsufarslegu álagi þar sem þessir einstaklingar hafa mjög mikla aðlögunarhæfni. Hins vegar, einstaklingar sem upplifa stöðuga streituógn getur áhrif streitu haft áhrif á heilsu til lengri tíma4.

Fagleg sálfræði aðstoð hefur reynst vel samkvæmt rannsóknum að meðhöndla streituvandamál og getur því með haft jákvæð áhrif á gang langvinnra sjúkdóma4.

Meðferð við streitu

Streita er hluti af því að vera manneskja og það getur hjálpað þér að gera hlutina. Jafnvel mikil streita vegna alvarlegra veikinda, atvinnumissis, dauða í fjölskyldunni eða sársaukafull lífsviðburðir geta verið eðlilegur hluti af lífinu. Þú getur fundið fyrir kvíða eða eirðarleysi en það er eðlilegt. Þegar þú finnur að kvíðinn er orðin meiri en í nokkrar vikur eða það er byrjað að trufla heimilislífið þitt eða atvinnulíf mæli ég með að þú leitir þér aðstoðar. Hugræn atferlismeðferð, nútvitund, hugleiðsla, lyf og aðrar meðferðir geta hjálpað2

Á meðan eru nokkur ráð sem þú getur lært til að hjálpa þér að stjórna streitu áður en það verður of mikið. Þessar ráðleggingar geta hjálpað þér að halda streitu í skefjum.

 • Haltu í jákvætt viðhorf
 • Áttaðu þig á því að það eru aðstæður og atburðir sem þú getur ekki stjórnað.
 • Vertu staðfastur í stað þess að vera árasargjarn. Þú getur virt skoðanir þínar við aðra í stað þess að vera reiður, fara í vörn eða vera pirraður.
 • Lærðu að skipuleggja tímann þinn vel.
 • Settu mörk á viðeigandi hátt og segðu nei við beiðnum sem myndu skapa of mikið álag í lífi þínu.
 • Gefðu þér tíma fyrir áhugamál.
 • Ekki treysta á áfengi, lyf eða áráttuhegðun til að draga úr streitu. Lyf og áfengi geta stressað líkama þinn enn frekar.
 • Leitaðu að félagslegum stuðning. Hittu vini þína eða ástvini og ræktaðu sambönd.
 • Leitaðu til sálfræðings eða geðheilbrigðisstarfsmanns sem er þjálfaður í streitustjórnun til að takast á við streitu í lífi þínu.

Mæli með streituskólanum, heilsuvernd, Heilsustofnunina í Hveragerði, og sálfræðiþjónustur sem sérhæfa sig í að ná tökum á streitu.

Gangi ykkur vel.

-Kristín-


Heimildir

 1. Healthline Editorial Team (2020) Everything you need to know about stress. HealthLine. https://www.healthline.com/health/stress
 2. Bhargava (2020) Stress management. WebMD. https://www.webmd.com/balance/stress-management/what-is-stress
 3. Ólafur Þór Ævarsson (2012) Rannsóknir á streitu eru vaxandi svið. Læknablaðið. 03.tbl.98.árg 2012. https://www.laeknabladid.is/tolublod/2012/03/nr/4471
 4. Schneiderman, N., Ironson, G., & Siegel, S. D. (2005). Stress and health: psychological, behavioral, and biological determinants. Annual review of clinical psychology1, 607–628. https://doi.org/10.1146/annurev.clinpsy.1.102803.144141
 5. Mayo Clinic: “Stress symptoms: Effects on your body and behavior.” https://www.mayoclinic.org/healthy-lifestyle/stress-management/in-depth/stress-symptoms/art-20050987
 6. Bhandari, S. (2020) Is my stress level too high? https://www.webmd.com/balance/stress-management/stress-level-too-high

Tengdar greinar

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur