Í gegnum söguna hefur mannkynið verið að leita að svörum við því hvernig eigi að öðlast vellíðan, hamingju og betra líf. Sumir leita eftir tilfinningalegri ánægju, aðrir leita að ástinni og gleði í nánum samböndum og enn aðrir að andlegum friði. Þrátt fyrir að margar lausnir hafa verið í boði í gegnum tíðina þá hefur svarið við spurningunni ,,Hvað er hamingja“ alltaf verið hin ósvaraða spurning1.
Jákvæð sálfræði á rætur sínar að rekja til ársins 1990. Helstu áherslu jákvæðrar sálfræði er styrkur, virði og hæfileikar sem stuðla að árangsríkri virkni sem gerir einstaklingum og samfélögum kleift að blómstra.
,,Sálfræði er miklu meira en að lækna geðsjúkdóma eða lækna sjúkdóma. Ég held að það snúist líka um að draga fram það besta í fólki“
(Martin Seligman, 1999).
Í jákvæðri sálfræði er fókusinn ekki á að laga það sem er brotið heldur hlúa að því jákvæða sem fyrir er. Jákvæð sálfræði beinir athyglinni að heilbrigði, hamingju og því sem gerir lífið innihaldsríkara. Snýst um að efla styrkleika einstaklinga og kenna þeim hvernig þeir geta nýtt þá til hins ýtrasta. Jákvæð sálfræði hefur einnig verið notuð til að fyrirbyggja andleg veikindi og sem forvarnastarf með því að byggja upp styrkleika einstaklinga í stað þess að leiðrétta veikleika. Þeir styrkleikar sem áherslan er lögð á eru2:
- Hugrekki
- Bjartsýni
- Trú og von
- Heiðarleiki
- Þrautseigja
Sálfræðingar, meðferðaraðilar og ráðgjafar vinna með sjúklingum sínum og skjólstæðingum að því að efla styrk þeirra, dyggðir og getu, frekar en að gera við veikleika2. Tilfinningar eins og gleði, þakklæti, æðruleysi, von, stolt, áhuga, upplifun og ást. Jákvæðar tilfinningar auka líkamlega, hugræna, félagslega og tilfinningalega getu okkar og færni til að takast á við lífið og tilveruna með því að byggja upp þrautseigju gegn mótlæti og erfiðleikum8.
Hamingjusamt fólk er miklu líklegra til að sýna vinsemd og samkennd. Þau eru ólíklegri til að sýna fjandsemi og pirring gagnvart fólkinu í kringum sig. Glasið er ekki alltaf hálf tómt. Hver kannast ekki við að pirra sig á umferðinni eða þegar þú ert bíður í röð í búð og manneskjan fyrir framan þig finnur ekki kortið sitt eða þarf að spyrja endalausra spurningar og þú ert að drífa þig2.
Einn helsti rannsakandi í hamingju, Edwards Diener, skoðaði tengingu á milli hamingju og fjárhags. Helstu niðurstöður voru að fátækt fólk væri minna hamingjusamt að meðaltali í samanburði við aðra og að ríkari samfélög væru hamingjusamari. Þrátt fyrir það eykst ekki hamingjan hjá samfélögum samhliða auknu auðæfi. Það er að segja fjárhagslegt ríkidæmi jafngildir ekki hamingju. Edwards komst líka að þeirri niðurstöðu að ef þú metur það svo að peningar séu mikilvægir til að öðlast hamingju er líklegra að þú hafir minni ánægju af lífinu4.
Börn og jákvæð sálfræði
Ytra áreiti daglegs lífs hefur aukist með breytingum á lífstíl og tækniþróun síðustu áratugi. Í takt við þessar breytingar hafa margir fræðimenn bent á mikilvægi þess að mennta í velferð sem snýst um að þróa færni einstaklinga til að auka vellíðan, hamingju og bjartsýni. Jákvæð sálfræði kennir börnum færni í að auka vellíðan og hamingju samhliða því að stunda hefðbundnar kennslugreinar. Í Ástralíu og Bretlandi hefur jákvæð sálfræði verið kennd sem hluti af námáætlun og gefið góðan árangur9.
Skóli snýst mest megnis um samskipti. Samskipti við samnemendur, kennara og starfsfólk skólana. Þegar við eflum jákvæð samskipti í félagsmenningu innan skólans eykur það sjálfræði barna og velferð. Í skólum eru börn um það bil 20-25 klukkustundir á viku í formlegu námi. Í skólaumhverfinu geta verið mjög flókin og jafnvel erfið samskipti að eiga sér stað á hverjum degi. Það er mikilvægt að börn séu í öruggu og vinsamlegu umhverfi í skólanum og fái tækifæri til að efla styrkleika sína og sjálfsmynd9.

Núvitund hefur verið kennd sumstaðar í skólum og skilað mjög góðum árangri s.s. minni streitu, betri tilfinningastjórnun, meiri hamingja, sterkari ónæmiskerfi og jákvæðari hugsun. Í rannsókn um núvitundakennslu í Giljaskóla veturinn 2014-2015 kom í ljós að nemendur í 9. og 10. bekk töldu að núvitund hafði hjálpað sér mjög mikið með einbeitingu, líðan, álagsstjórnun, samskipti, svefn og nám10.
Embætti landlæknis hefur komið fram með rannsóknir sem sýna að andlegri heilsu ungmenna á Íslandi hefur hrakað á undanförnum árum. Í janúar 2020 skilaði starfshópur inn tillögum um að innleiða geðræktarstarf, forvarnir og stuðning við börn og ungmenni í skólum Íslands. Þar kemur meðal annars fram að mikilvægt er að innleiða með markvissum hætti vinnu í geðrækt, forvörnum og snemmtækan stuðning við börn og ungmenni9.
Eins og hef oft sagt áður þá þarf að koma með heildræna forvarnarstefnu innan skólana sem skólarnir eiga að fylgja eins og námsáætlun.
Lífsviðburðir og hamingja
Það sem við höldum að færi okkur hamingju og er algengt á Íslandi er að hamingjan er í betra loftslagi og betra veðri. Við verðum hamingjusöm bara ef við myndum búa í heitara landi þar sem væri sól allan daginn. En rannsóknir sýna að fólk sem býr í heitari löndum er venjulega óhamingjusamara en fólk sem býr í kaldari löndum eins og Skandinavíu3.
Vandamálin fara ekkert. Ég hef sjálf fundið mig seka um þetta oftar en einu sinni eða tvisvar. Skella sér til Tenerife því lífið er svo þungt og erfitt á Íslandi. Jú jú það er rosalega gaman í viku, kannski tvær, en oft ertu búin að gera þér væntingar sem annahvort standast ekki og allt er ómögulegt eða þið voru kannski búin að ákveða að þetta ætti að vera einskonar fyrirfram ákveðið ævintýri en úr varð ekki og fríið er ónýtt. Í mínu tilfelli hefur slæm líkamsímynd alltaf fylgt mér sem hefur sett neikvæða upplifun á fríið. Þú kemur heim í hversdagsleikann aftur og líðan þín hefur ekkert breyst nema að núna ertu orðin skítblönk.
Annað dæmi er að bíða eftir hamingjunni. Að bíða eftir að eitthvað gerist í þínu lífi sem mun gefa þér hamingju. Sem dæmi má nefna stöðuhækkun í vinnunni. Þú keyrir þig út því þú stefnir að stöðuhækkun og launahækkun. Þú ert ekki hamingjusöm en verður það seinna og keyrir þig áfram. Þú færð stöðuhækkunina en með starfinu fylgir meiri streita, meiri pressa, meiri ábyrgð og þessi varanleg hamingja sem þú varst að bíða eftir er ekki þar3.
Hjónaband er einn lífsviðburður sem hefur jákvæð áhrif á hamingju og það hjá KARLMÖNNUM. Giftir karlmenn eru eru hamingjusamari en einhleypir menn, eru heilbrigðari en einhleypir menn, þeir lifa lengur en einhleypir menn og eru ólíkari til að vera inn á geðdeild vegna geðsjúkdóma en einhleypir menn.
Konur sem skilgreina hjónaband sitt hamingjusamt eru með betri heilsu en einhleypar konur en konur sem skilgreina hjónabandið sitt slæmt eru með verri heilsu.
Jákvæð sálfræði og heimsfaraldur
Heimsfaraldurinn covid-19 hefur haft mikil áhrif á líf fólks um allan heim. Bæði neikvæð og jákvæð. Í anda jákvæðrar sálfræði ætlum við í stað þess að velta fyrir okkur hvenær og hvort hlutirnir verða eðlilegir aftur þá ætlum hér að neðan að einblína á það jákvæða sem heimsfaraldurinn hefur kennt okkur.
- Þrífa okkur um hendurnar og almennt hreinlæti. Heimsfaraldurinn hefur kennt okkur á hreinlæti og hvernig við eigum í raun og veru að þvo okkur um hendurnar. Ekki hósta framan í fólk og nota spritt.
- Hefur hjálpað okkur að byggja upp raunveruleg sambönd. Við höfum öll verið í okkar eigin sóttvarnakúlu og notið samverustunda með nánustu ástvinum ef aðstaða leyfir.
- Ný bylgja af tækjum og hugbúnaði. Í dag þekkja allir til Zoom og Teams. Ný tækni hefur gert okkur kleift að hitta ástvini í gegnum fjarbúnað og jafnvel taka eitt pubquiz.
- Fjarvinna og fjarfundir. Fleiri hafa getað unnið heima sem hefur verið jákvætt fyrir fjölskyldulífið. Þú getur stokkið á milli verkefna og sett í eina vél eða bakað súrdeigsbrauð og sleppir við að eyða miklum tíma í að koma þér frá og úr vinnu.
- Menntun stafræn og hagkvæmar. Aðgengi að menntun hefur orðið betra þar sem flestir nemendur hafa verið í fjarnámi. Nemendur stjórna því sjálfir hvenær og hvar þeir læra. Sjálfseflandi og valdeflandi fyrir einstaklinga.
- Umferð hefur minnkað. Flugferðir, bílferðir, skipaferðir og jafnvel lestaferðir hafa legið mest megnis niðri eða minnkað til muna í heimsfaraldrinum. Í Kína varð minnkun á losun gróðurhúsaloftegunda um 18% í febrúar og mars 2020.
- Við kunnum að meta daginn í dag. Með heimsfaraldrinum höfum við náð að draga úr hraða samfélagsins og metið daginn í dag. Því við vitum að allt getur breyst á einum degi með t.d. sóttkví, útgöngubanni og einangrun.
Að breyta hugafari

Að tileinka sér jákvæða sálfræði getur verið erfitt en með smá þjálfun er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ég bjó til íslenska þýðingu yfir æfingu/áskorun sem ég mun pósta á instagram. Vertu með!
– Kristín –
Heimildir
- Compton, W. C. (2005) Introduction to Positive Psychology. Thomson Wadsworth.
- Lino, Catarina (2020) Positive Psychology: An Introduction. https://positivepsychology.com/positive-psychology-an-introduction-summary/
- Sanderson, Catherina. (2021) Postitive Psychology. The Science of Happiness. Audio lecture. One day University. Storytell.
- Diener, E and Suh, Eunkook. (2000) Culture and subjective well-being. A Bradford Book. London, England.
- Vipin Thomas (2021) 8 positive impacts to look forward to post the covid-19 pandemic. SurveySparrow. https://surveysparrow.com/blog/positive-impacts-to-look-forward-to-post-covid-19-pandemic/
- WHO. Rolling updates on coronavirus disease (COVID-19). Events as They Happen. (2020). Available online at: https://www.who.int/emergencies/diseases/novel-coronavirus-2019/events-as-they-happen
- Mousazadeh et al. (2021) Positive environmental effects of the coronavirus 2020 episode: a review. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7859094/
- Anna Steinunn Friðriksdóttir (2020) Hvað er jákvæð sálfræði? Feykir.is. https://www.feykir.is/is/frettir/hvad-er-jakvaed-salfraedi
- Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir (2020) Velferðarkennsla og jákvæð sáæfræði, afhverju? Kjarninn. https://kjarninn.is/skodun/2020-05-25-velferdarkennsla-og-jakvaed-salfraedi-af-hverju/
- Kristín Elva Viðarsdóttir og fleiri (2015) Skýrsla um núvitund í Giljaskóla 2014-2015. https://www.giljaskoli.is/static/files/Arid2015-16/skyrsla_nuvitund_2014.pdf
Share this post: on Twitter on Facebook on Google+