Vefsíða lýðheilsufræðings

Glútenlausir kanilsnúðar með rjómaostakremi

Kanilsnúðadeig

15g þurrger

90g sykur

180g mjólk, hituð

20g psyllium husk

280gr heitt vatn

310g Tapico starch

260g Millet hveiti, plús auka til að hnoða (hirsi hveiti)

50g Sorghum hveiti

10g xanthan gum

10g salt

2 egg, stofuhita

75g ósaltað smjör, mjúkt + 2msk bráðið smjör fyrir glassúr


Kanilsykurfylling

100g ósaltað smjör, bráðið og kælt til stofuhita.

125g sykur

2-3 msk kanill


Rjómaostakrem

75g rjómaostur, stofuhita

45g ósaltað smjör

300g flórsykur

1 tsk vanillu paste eða dropar

2-3 msk mjólk


Kanilsnúðadeig

 1. Í litla skál, blandaðu saman ger, 20g af sykri og hitaðri mjólk. Settu til hliðar í 10-15 mínútur eða þangað til blandan er byrjuð að freyða.
 2. Í aðra skál blandaðu saman husk og vatn. Eftir 15-30 sek, verður blandan gelkennd.
 3. Í stóra skál, blandaðu saman tapioca hveiti, millet hveiti, sorghum hveiti, afganginn af sykrinum 70g, og xanthan gum og salt.
 4. Blandaðu saman gerblöndunni, husk gelinu og eggjum. Notaðu hrærivél með krók og hnoðaðu saman þangað til deigið er orðið mjúkt og klístrað (um það bil 5-10min).
 5. Bættu við mjúka smjörinu og hnoðaðu í 5 mínútur í viðbót.
 6. Settu deigið í smurt ílát og láttu það lyfta sér á heitum stað í 1 – 1 1/2 tíma eða þangað til deigið hefur tvöfaldast.

Kanilsykurfylling

 1. Smyrjið 23 x 33 cm form með smjöri.
 2. Í litla skál, blandaðu saman sykur og kanil.
 3. Settu bökunarpappír á borðið og dreifðu vel af millet hveiti. Fletjið deigið í 35 x 55 cm rétthyrning. Ef deigið er of mjúkt er hægt að setja það inn í kæli í 15-20 min áður en þið fletjið út.
 4. Dreifið smjörinu yfir deigið og síðan kanilsykrinum.
 5. Rúllið deiginu upp í 55cm langa rúllu, notaðu bökunarpappír til að hjálpa þér ef þess þarf. Skerðu deigið niður í 12 jafnstóra snúða. Hægt er að nota hníf eða þráð til að skera deigið niður. Ef deigið er of blaut er aftur hægt að setja það inn í kæli í nokkrar mínútur og skera það svo.
 6. Settu snúðana í smurt form og passið að þeir hafi nóg pláss til að stækka.
 7. Setjið álpappír yfir formið. Það er gert til þess að snúðarnir verði ekki of þurrir og leyfið þeim að lyfta sér í 45-60 mín.
 8. Hitið ofninn í 180°c
 9. Þegar snúðarnir hafa lyft sér, smyrjið þá með bráðnu smjöri og bakið í 35-40 mínútur. Ef snúðarnir eru fljótir að brúnast er gott að setja álpappír og aftur inn í ofn til að þeir verði ekki brenndir að ofan. Notið prjón til að stinga í til að passa að snúðarnir séu bakaðir.
 10. Þegar snúðarnir koma úr ofninum smyjið þá með bráðnu smjöri.
 11. Leyfið snúðunum að kólna í 15 mínútur.

Rjómaostakrem

Hrærið saman rjómaostinum og bráðnu smjöri þar til það er orðið mjúkt.

Bætið við flórsykrinum og vanillu dropum (eða paste), blandið vel saman.

Miða við áferðina bætið við 2-3 msk af mjólk og hrærið vel saman.

Dreifðu rjómaostakreminu vel yfir snúðana.


Best er að borða þá strax eftir bökun. Það er hægt að geyma þá í nokkrar daga í lokuðu íláti. Best er að hita þá aðeins í örbylgju í 20-30 sek áður.

Heimild: Katrina Cermelj (2021). Baked to Perfection, delicious gluten-free recipes with a pinch of science.

Njótið <3

Tengdar greinar

Kynslóðaáföll

Hvað eru kynslóðaáföll? Margar hefðir í kringum jólahátíðina erfast á milli kynslóða. Nú eru jólin

Read More

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur