Vefsíða lýðheilsufræðings

, ,

Félagsleg heilsa og rækta sambönd

Við erum mjög meðvituð að við þurfum að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu til þess að líða vel og stuðla að heilsusamlegra lífi, jafnvel langlífi. En er það allt sem þarf?

Hvað er félagsleg heilsa?

Félagsleg heilsa samkvæmt skilgreiningu er hæfni okkar til að eiga samskipti og mynda þroskandi sambönd við aðra. Félagleg heilsa snýst líka um það hversu auðveldlega við getum aðlagast í félagslegum aðstæðum. Félagsleg tengsl hafa áhrif á andlega heilsu okkar, líkamlega heilsu og dánarlíkur1

Frá því við fæðumst hjálpa sambönd þín þér að læra á heiminn og umhverfið. Þú lærir að umgangast aðra, tjá þig, framkvæma hversdagslega hluti og vera hluti af mismunandi samfélögum sem eru allt í kringum þig. Jákvæðar félagslegar venjur geta hjálpað þér að byggja upp stuðningsnet og að viðhalda góðri andlegri og líkamlegri heilsu2.

Vinátta getur haft mikil áhrif á heilsu þína og líðan, en það er ekki alltaf auðvelt að byggja upp eða viðhalda vináttu. Með því að skilja mikilvægi þess að hafa vini í lífi þínu getur þú þróað og hlúð að vináttunni. Góðir vinir eru góðir fyrir heilsuna. Vinir geta hjálpað þér að fagna góðum stundum og veitt stuðning á slæmum tímum. Vinir geta líka komið í veg fyrir einmanaleika og gefur þér tækifæri til að bjóða nauðsynlegan félagsskap á móti. 3

Hverjir eru kostir vináttu?

Góðir vinir eru góðir fyrir þína heilsu. Þeir geta aukið tilfinningu þína um að tilheyra og hafa tilgang, auka hamingju þína og draga úr streitu, bæta sjálfstraust þitt og sjálfsvirðingu, hjálpa þér að takast á við áföll og hvetja þig til heilsusamlegri lífstíls1

Rannsóknir

Niðurstöður rannsóknar frá árinu 2016 sýndi að félagslegir þættir tengjast betri lífeðlisfræðilegri starfsemi og veitir minni áhættu á líkamlegum kvillum. Rannsóknin sýndi einnig mikilvægi þess að viðhalda félagslegum tengslum eftir fertugt og fram á efri ár. Þeir sem sinna félagslegri heilsu eftir fertugt eiga minni hættu á að þróa með sér háþrýsting og offitu síðar á ævinni3.

Hversu vel þú hugar að félagslegri heilsu getur í raun haft áhrif á það hversu lengi þú lifir. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Brigham-Young háskólann getur einmanaleiki og einangrun haft meiri áhrif á heilsu þína en offita. Önnur rannsókn sýndi að fólk sem hafði færri félagsleg tengsl hafði 50% meiri dánar líkur á rannsóknartímabilinu sem spann 7 ár5

Að eyða tíma með vinum getur lækkað blóðþrýsting og dregið í bólgum í líkama þínum samkvæmt Judith Horstman sem er bókahöfundur og prófessor í vísindagreinum. Hún skrifaði bók sem fjallar um fimm ástæður þess að viðhalda og rækta félagslega heilsu4 5.

 • Lengir lífið
 • Jákvæð áhrif á ónæmiskerfið
 • Hvetur til heilsusamlegri venja
 • Minnkar líkur á minnisglöpum eða Alzheimer sjúkdómi
 • Minnkar verki 

Einmanaleiki og rof á félagstengslum.

Við erum hjarðardýr og þurfum að tilheyra hóp og samfélagi. Að vera virkur í félagslífinnu getur hjálpað við að minnka stress og áhættu á hjartasjúkdómum. Þessi tengsl veita okkur jákvæðra viðhorf til lífsins og öll líkamleg nánd s.s. haldast í hendur, faðmast, kyssast, kynlíf, o.s.frv getur leitt til losunar á hormónum og heilaboðefnum sem ekki aðeins láta okkur líða vel heldur hafa einnig aðra líffræðilega kosti6.

Frá upphafi mannsins höfum við alltaf verið háð öðrum. Maðurinn hefur alltaf tilheyrt hóp eða samfélagi og hafa allir sitt hlutverk eða stöðu innan hópsins. Sú staða gat haft áhrif á aðgengi að mat, skjóli og vernd. Það er því ekki skrítið að þegar við upplifum að við tilheyrum ekki hóp getur það valdið vanlíðan og jafnvel heilsubrestum. Einmanaleiki (sjá fyrri færslu) er sú tilfinning sem við finnum þegar okkur skortir félagslegtengsl en það er mjög persónubundið. Sumir eiga auðvelt með að vera einir og upplifa aldrei einmanaleika á meðan aðrir geta upplifað einmanaleika, jafnvel í hóp. Þörf fyrir félagsleg samskipti og tengsl eru því mjög persónubundin7.

Breytingar á högum fólks getur haft í för með sér einmanaleika. Þessar breytingar geta verið í tengslum við skóla, vinnu, búsetu og sambönd, t.d. þegar vina-eða ástarsambönd taka enda, makamissir, þegar börn fara að heiman o.s.frv. Þetta er oft kallað rof á félagstenglum7.

Aðferðir til að bæta félagslega heilsu.

Að rækta sambönd

Að þróa og viðhalda heilbrigðri vináttu felur í sér að gefa og þiggja. Stundum er það þú sem veitir stuðning og á öðrum tímum ert það þú sem tekur á móti stuðning. Að láta vini sína vita að þér þyki vænt um þá og þú kunnir að meta allt sem þeir veita þér getur styrkt tengsl þín. Það er jafn mikilvægt að vera góður vinur og að umkringja þig með góðum vinum. Til að hlúa að vináttu þinni er gott að hafa eftirfarandi í huga:

 • Sýndu samkennd og gæsku.
 • Spyrðu hvað er að gerast í lífi vina þinna og hlustaðu.
 • Sýndu viðkvæmni og nánd með því að deila persónulegri reynslu og áhyggjum.
 • Sýndu að þér sé treystandi fyrir persónulegri reynslu vina þinna.
 • Vertu aðgengilegur vinum þínum. Hittu vini þína reglulega.

Það er mjög mikilvægt að rækta sambönd og viðhalda vináttu sem þér líður vel með. Öll vinasambönd eru þó ekki heilbrigð. Það þarf að gæta að jafnvægi þegar það kemur að því að rækta og hlúa að samböndum. Orkusugur er mjög gott dæmi um óheilbrigð vinasambönd. Þú upplifir mikla þreytu eftir samskipti við einstaklinginn en ekki gleði eða aukna orku. Sumir einstaklingar vilja taka án þess að gefa. Það er því mikilvægt að setja þeim mörk og reyna að vinna saman að bættum samskiptum.

Eitruð vinátta (Toxic friendship)

Eitruð vinátta (toxic friendship) er heiti yfir vináttu þar sem þú finnur aldrei fyrir stuðning eða samúð. Gert er lítið úr þínum vandamálum eða hunsuð beint með því að svara aldrei skilaboðum þínum eða beiðni um hjálp. Í stuttu máli, þeir eru ekki til staðar fyrir þig þegar þú þarft mest á vini að halda. Vinum er þó heimilt að gera mistök eins og gleyma afmælinu þínu en þegar þér fer að líða eins og ,,besti“ vinur þinn er ekki lengur það besta fyrir þig, þá er líklegt að þú sért í eitraðri vináttu. Samkvæmt klíníska sálfræðingnum, Andrea Bonior, hefur eitruð vinátta tilhneigingu til að laumast að fólki því merkin eru oft lúmsk en almennt skaðar eitruð vinátta þig tilfinnngalega frekar en að hjálpa þér. Þú getur sagt að vinur sé eitraður þegar hann veldur þér streitu og sorg eða kvíða segir Andrea Bonior. Hún nefnir einnig að eitraður vinur sé sá sem hjálpar þér ekki að vera eins og þú vilt vera9.

Fáðu aðstoð

Það getur tekið tíma að bæta félagslega heilsu en ávinningurinn er mikill. Það getur verið sniðugt að setja saman lista yfir það hvernig þú vilt rækta þá félagslegu þætti sem þú myndir vilja fella inn í daglegt líf þitt og æfa. Lítil skref geta komið manni langt og þú vinnur að samskiptahæfni þinni og þróar um leið heilbrigðari lífstíl. Það sem þú leggur á þig til að efla þessi sambönd og færni hefur margvíslegan ávinning fyrir langtíma líkamlega, andlega og tilfinningalega líðan þína8.

Það er alltaf hægt að fá hjálp ef þú finnur fyrir miklum eða langvarandi einmanaleika. Algengt er að fólk skorti sjálfstraust eða færni í samskiptum og upplifi félagskvíða eða jafnvel heilsu til að rækta sambönd. Það er alltaf hægt að fá félagslegan stuðning t.d. hjá fagaðilum og þjónustustofnunum. Hægt er að leita á heilsugæsluna, til sálfræðinga, félagsráðgjafa, hjálparsíma Rauða Krossins 1717 eða netspjall Heilsuveru á www.heilsuvera.is7.

-Kristín-


Heimildir

 1. Mayo Clinic (2019) Friendships: Enrich your life and improve your health. Adult health. https://www.mayoclinic.org/healthy-lifestyle/adult-health/in-depth/friendships/art-20044860
 2. National Institutes of Health (2021) Social Wellness Toolkit. Your healthiest self. https://www.nih.gov/health-information/social-wellness-toolkit
 3. Yang YC, et al. Social relationships and physiological determinants of longevity across the human life span. Proceedings of the National Academy of Sciences. 2016;113:578.
 4. Judith Horstman (2012) The Scientific American Healthy Aging Brain: The Neuroscience of Making the Most of Your Mature Mind. Jossey-Bass, 1st edition.
 5. Deborah Long (2015) 6 Health Benefits of Being Social. Next Avenue. https://www.nextavenue.org/6-health-benefits-being-social/
 6. News in Health (2017) So social ties affect our health? Exploring the Biology of Relationships. https://newsinhealth.nih.gov/2017/02/do-social-ties-affect-our-health
 7. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir og Sigrún Daníelsdóttir (2020) Félagsleg heilsa, einmanaleiki og seigla. Fréttablaðið. https://www.frettabladid.is/skodun/felagsleg-heilsa-einmanaleiki-og-seigla/
 8. Firelands Regional Medical Center (2021) 5 steps to Improve Social Wellness. https://www.firelands.com/blog/5-Steps-improve-social-wellness
 9. Lindsay Geller and Perri O. Blumberg (2019) 15 signs you´re in a toxic friendship. Women´s health. https://www.womenshealthmag.com/relationships/a25939904/signs-of-toxic-friendships/
 10. Wilson RE, et al. Personality and friendship satisfaction in daily life: Do everyday social interactions account for individual differences in friendship satisfaction? European Journal of Personality. 2015;29:173

Tengdar greinar

Kynslóðaáföll

Hvað eru kynslóðaáföll? Margar hefðir í kringum jólahátíðina erfast á milli kynslóða. Nú eru jólin

Read More

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur