Vefsíða lýðheilsufræðings

, ,

Sykursýki 2 og andleg líðan

Er sykursýki 2 aðeins áunnin? Ef ég er í offitu fæ ég þá sykursýki? Stutta svarið er já og nei.

Allir sem eru í ofþyngd eða í offitu eru ekki með sykursýki. Það er til fullt af fólki sem er með sykursýki 2 en samt í kjörþyngd.

Almennt um sykursýki 2

Vísindamenn hafa fundið nokkrar stökkbreytingar í tengsl við þróun á sykursýki tegund 2. Þessi stökkbreyting getur orðið undir áhrifum umhverfisins og hvort um sig eykur líkurnar þínar enn frekar. Erfðafræðileg tilhneiging til offitu eykur hættuna á insúlínviðnámi og sykursýki. Nokkrar stökkbreytingar gena hafa þó meiri hættu á sykursýki 2 en aðrar en ekki allir sem hafa stökkbreytingarnar fá sykursýki. Hins vegar hafa margir með sykursýki 2, eina eða fleiri af þessum stökkbreytingum.

Sykursýki 2 er efnaskiptasjúkdómur þar sem sykurmagn í blóði eykst. Sykur (glúkósi) er mikilvægt eldsneyti í fyrir líkama þinn og því miklvægt að halda honum innan eðlilegra marka. Með týpu 2 af sykursýki afneitar líkami þinn áhrifum insúlíns, hormónar sem stjórna hreyfingu sykurs í frumum þínum eða þú framleiðir ekki nóg af insúlíni til að viðhalda eðlilegu glúkósa gildum.

Einkenni sykursýkis er þorsti og aukin þvaglát, þreyta, sinadrættir, sjóntruflanir.

Erfðafræðin á stóran þátt í að ákvarða þyngd þína en stundum getur hegðun ekki tekið alla sökina.

Tíðni sykursýkis 2

Sykursýki er algengast í Afríku, Ameríku og Asíu í samanburði við aðra þjóðflokka og því er sjúkdómurinn ekki einungis tengdur Vestrænum ríkjum eins og margir halda. Í Kína eru 88.5 milljónir manna að glíma við sykursýki 2 og 65.9 milljónir í Indlandi. Þessi lönd eru efst á lista yfir algengi sykursýki 2.

Sykursýki 2 er þekkt meðal fullorðna en í dag eru fleiri börn að greinast með það og má hrekja það til aukinnar offitu hjá börnum.

8% af fullorðnum í heiminum hafa sykursýki. Algengi og nýgengi sykursýki hefur aukist gríðarlega í hinum vestræna heimi og er að aukast líka í þróunarlöndum þar sem nýgengið er hvað hæsta núna.

Á Íslandi hefur sykursýki 2 aukist undanfarna áratugi. Um allan heim hefur sykursýki aukist bæði í auðugri og fátækari hlutum heimsins. Heilsufarsvandi tengdum sykursýki er helst að nefna hjarta- og æðasjúkdómar en sykursýki er veigamesti áhættuþáttur fyrir kransæðasjúkdóms hjá ungum konum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur skilgreint sykursýki 2 sem einn af fjórum langvinnum lífstílstengdum sjúkdómum sem þjóðir heims þurfa að fara að taka alvarlega og sinna betur forvörnum.

Heilbrigðiskostnaður vegna sykursýki 2

Helsta áhyggjuefni Íslands er að aukning á sykursýki fylgir gríðarlegur heilbrigðiskostnaður en talið er að hann muni aukast um 53% hjá flestum löndum vestanhafs fram til ársins 2030. Ekki hefur verið gerð úttekt á þeim beinum kostnaði sem fylgir sykursýki á íslenska heilbrigðisskerfið en ljóst er að hann er gríðarlegur í samanburði við fjármagn sem sett hefur verið í forvarnir.

Áætlað er að yfir 80.000 Íslendingar séu með hækkaðan blóðsykur sem þó hefur ekki náð viðmiðinu fyrir sykursýki af tegund en það er kallað forstig að sykursýki (pre-diabetes) Þá eru einstaklingar að greinast með hækkaðan blóðsykur en rétt undir viðmiði greiningar á sykursýki. Ef ekkert að gert er líklegt að það þróist svo á endanum í sykursýki 2.

Hvað erum við að gera til að sporna við þessu? Hvað er verið að gera til þess að minnka þennan heilbrigðiskostnað?

Svarið mitt er: MJÖG LÍTIÐ.

Skoðum tölur……

1,6% af heilbrigðisútgjöldum fer í ALLAR forvarnir.

86% allra dauðsfalla á Vesturlöndum má rekja til lífstílstengdra langvinnra sjúkdóma.

70-80% af heilbrigðiskostnaði er vegna lífstílstengdra langvinnra sjúkdóma.

Almenn skynsemi sýnir okkur að það sé ekki skrítið að aukning sé á sykursýki 2 og að heilbrigðiskostnaður sé að aukast.

Áhrif á andlega líðan

Það er einn vinkill á sykursýkis 2 umræðunni sem mig langar að ræða. Skömmin.

Fólk sem greinist með sykursýki 2 upplifir sig oft eins og það hafi mistekist. Þetta sé allt þeim að kenna og reyna oft að fela það fyrir öðrum.

Breytingar geta verið erfiðar og þá sérstaklega þegar einstaklingur greinst með sykursýki 2. Algengt er að sálrænir erfileikar komi gjarnan upp og geta því miður staðið í vegi fyrir bata, meðferð og aðlögun. Einkenni á andlega hliðina við greiningu er oft líka einkenni streitu s.s. depurð, ótti, reiði, óöryggi, skert sjálfsmynd, samskiptaörðuleikar, líkamleg og andleg vanlíðan.

Þeir sem greinast með sykursýki 2 eru líklegri til að greinast líka með þunglyndi í kjölfarið en aðeins 25-50% þeirra fá viðeigandi meðferð og greiningu. Það getur líka verið mjög streituvaldandi að hafa áhyggjur af blóðsykurfalli og að passa upp á blóðsykurinn. Áhrif blóðsykurs getur haft áhrif á skapið og aðra andlega kvilla eins og mikil þreyta, erfitt að hugsa skýrt og kvíði. Til er ástand meðal fólks með sykursýki 2 sem kallast sykursýkisstreita (diabetes distress) sem getur valdið mikilli streitu, depurð og kvíða. Því er mikilvægt að fólk leiti sér aðstoðar með andlegu hliðina líka.

Mig langar bara að enda þessa færslu á því að segja, það er engin skömm sem fylgir því að vera með sykursýki 2 og það skilgreinir þig ekki sem manneskju. Tölum opinskátt um sykursýki 2 því við þurfum að útrýma fitufordómum sem er tengdur þessum sjúkdóm.

-Kristín-

Tengdar greinar

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur