Vefsíða lýðheilsufræðings

, ,

PMS og PMDD

Ný rannsókn frá Háskólanum í Uppsala í Svíþjóð um PMS og PMDD vakti athygli mína og langaði mig að skoða það aðeins betur.

Hvað er PMS og PMDD

PMS er Premenstrual Syndrome eða á íslensku fyrirtíðaspenna.

Hvað er PMS?

Hugtakið fyrirtíðaspenna eða PMS kom fyrst fram árið 1931. Kvensjúkdómalæknirinn Robert Frank var upphafsmaður þess en hann rannsakaði fylgni milli hormóna, spennu og upphaf tíðahrings. Hugtakið var viðurkennd árið 1953 þegar breskur kvennsjúkdómalæknir, Katharina Dalton þegar hún rannsakaði tengingu á milli tíðahringsins og skapbreytinga. Dr Dalton komst að þeirri niðurstöðu að PMS væri ekki sálrænt ástand heldur líkamlegt. Dalton mælti með meðferð við einkennum fyrirtíðaspennu eða prógesterónmeðferð1 2

PMS hefur margskonar en helstu einkennin, sveiflur í skapi, aum brjóst, mikil matarlyst, þreyta, pirringur og þunglyndi. Fyrirtíðaspenna hefst 1-2 vikum áður en blæðingar hefjast. Árið 1987 var fyrirtíðaspenna fyrst skilgreind innan DSM-III sem Late Luteal Premenstrual Dysphoric Disorder (LLPMDD) og árið 1994 var heilkennið skilgreint innan DSM-IV sem Premenstrual Dysphoric Disorder eða PMDD3.

Það er áætlað að 3 af hverjum 4 konum hafi upplifað einhvers konar fyrirtíðaspennu. Einkennin hafa tilhneigingu til að endurtaka sig í fyrirsjáanlegu mynstri. Líkamlegar og tilfinngalegar breytingar sem þú finnur fyrir í fyrirtíðaspennu geta verið breytilegar frá því að vera áberandi og ákafar. Meðferðir og lífsstílsaðlögun getur hjálpað þér að dragar úr eða hafa stjórn á einkennum fyrirtíðaspennu3.

PMDD er Premenstrual Dysphoric Disorder eða á íslensku sjúkleg fyrirtíðaspenna. PMDD er frekar nýtt heiti og var skilgreint fyrst árið 1994.

Sjúkleg fyrirtíðaspenna (PMDD) einkennis af alvarlegum líkamlegum og sálrænum truflunum í tengslum við tímabilið fyrir blæðingar og samkvæmt DSM-IV er PMDD aðgreint frá PMS. PMDD er líka aðgreint frá öðrum geðrænum einkennum eða sjúkdómum þar sem heilkennið versnar ekki fyrir blæðingar. Einkenni geta komið fram í síðari hluta tíðarhrings eða á gulbússtigi og hætta við upphaf blæðinga. Einkennin lýsa sér sem reiði, pirring og spennu og algengt er að einkennin tengist bæði sálrænum og líkamlegum áhrifum. Kona sem hefur PMDD getur upplifað óstöðugt eða lækkað geðslag, reiði og pirring, viðkvæmni í brjóstum, höfuðverk, truflanir í meltingavegi og hjarta4

Algengi sjúklegrar fyrirtíðaspennu (PMDD) er um 3-8% kvenna á barneignaraldri. Rannsóknir hafa þó sýnt að tíðnin er hærri eða um 13-18% kvenna á barneignaraldri. Þetta getur stafað af afmarkandi stöðlum greiningarskilmerkja DSM-IV en þar þurfa minnst fimm einkenni að koma fram á gulbússtigi tíðahrings4 Gullbússtig er tímabil frá egglosti að upphafi blæðinga. Eggbússtig byrjar við upphaf blæðinga.

Rannsóknin frá Uppsala University

Inger Sundström-Poromaa, yfirlæknir kvennsjúkdómalækninga og prófessor við kvennsjúkdóma og fæðingarlækningar við Háskólann í Uppsala hefur leitt nýja rannsókn á einkennum PMS og nýja meðferð við PMS. Inger segir að konur í dag fái uppáskrifað þunglyndislyf ef þær eru með einkenni PMS en það virkar aðeins hjá 80-90% kvenna. Hins vegar hafa eldri rannsóknir sýnt að aðeins 60% kvenna halda þessari meðferð áfram í meira en 6 mánuði vegna aukaverkana. Þunglyndislyf draga úr einkennum en við vildum fá að komast að rót vandans segir Inger. Prógesterón er hormón sem myndast á tíðahringnum. Lyfið sem var rannsakað í þessari rannsókn var svokallaður prógesterón viðtakahemill. Það virkar með því að bindast prógesterónviðtökum í heilanum þannig að þeir lokast. Þá getur prógesterón ekki haft venjuleg áhrif sem meðal annara hafa áhrif á skapið. Lyfið er með virka efnið ulipistral asetat, sem er notað í dag við meðferð á vöðvahnútum í legi sem valda mjög miklum blæðingum5.

1 af hverjum 6 konum eru með einkenni PMS samkvæmt þessari rannsókn og það á við einkenni eins og skapsveiflur og líkamleg vandamál dagana fyrir tíðir.

1 af hverjum 20 konum þjáist af alvarlegri afbrigði PMS eða PMDD. Þar eru einkennin að meðallagi mjög alvarlegt þunglyndi. Munurinn er að einkennin hætta þegar tíðir koma.

Stór hluti þeirra sem þjást af PMDD eru með alvarlegt þunglyndi vikuna fyrir tíðar og oft koma sjálfsvígshugsanir. Þetta kemur einnig fram í rannsókn Inger Sundström-Poromaa. Það sem niðurstöðurnar sýndu er að 60% kvenna sem eru með sjúklega fyrirtíðaspennu (PMDD) eru með svo alvarleg vandamál að við myndum greina það sem alvarlegt þunglyndi. 40% þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni sem voru með sjúklega fyrirtíðaspennu lýstu reynslu af sjálfsvígshugsunum og ofsakvíða6.

Forvarnir og aðstoð

Það sem hefur verið að hjálpa konum með fyrirtíðaspennu eða sjúklega fyrirtíðaspennu eru þunglyndislyf en þau hjálpa aðeins 80-90% kvenna. Inger Sundström-Poromaa talar um fyrirbyggjandi aðferðir eins og:

 • Regluleg hreyfing
 • Hollt og gott matarræði
 • Góðar svefnvenjur og góður nætursvefn.
 • Ekki neyta áfengis, þar sem það getur haft neikvæð áhrif á einkennin.
 • Streitustjórnun, minnka streitu.
 • Núvitund og jóga eru góðar aðferðir sem geta haft jákvæð áhrif á einkenni PMS og PMDD 6

Framtíðarsýn Inger

Inger segir niðurstöður rannsóknarinnar vera þær að veita sjúklingum sem hún hittir rödd. Mikilvægt sé að átta sig á því að vandamálið er stærra og dýpra hjá mörgum konum en flestir halda. Næsta skrefið er að kortleggja nákvæmlega hlutverk prógesteróns í heilanum til að skilja betur hvers vegna hömlun á áhrifum hormónsins gaf jákvæð áhrif. Í heilanum hefur prógesterón mikil áhrif á miðtaugakerfið og taugaboðefni þess5.

Mikilvægt er að vekja vitundarvakningu á PMS og PMDD, auka fræðslu og úrræði fyrir konur. Ég get mér það, að margar konur fá ekki rétta greiningu og eru greindar með þunglynd og kvíðaröskun en ekki PMS eða PMDD þegar þær sækja sér þjónustu heimilislækna. Áhugavert væri að skoða þekkingu og reynslu heimilislækna á þessu viðfangsefni.

-Kristín-

Heimildir

 1. Katharina Dalton. “Premenstrual Syndrome.” The Disorders: Specialty Articles from the Encyclopedia of
  Mental Health. (London: Academic Press, 2001), 354.
 2. Robert T. Frank. “The Hormonal Causes of Premenstrual Tension.” Archives of Neurological Psychology. Vol. 26, No. 5 (November 1931), http://archneurpsyc.jamanetwork.com/article.aspx?articleid=64506.
 3. Mayo Clinic (2020) Premenstrual syndrome (PMS). Diseases & Conditions. Symptoms & causes. https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/premenstrual-syndrome/symptoms-causes/syc-20376780
 4. Guðríður Þorgeirsdóttir og Íris Björk Gunnnlaugsdóttir (2010) Áhrif fyrirtíðaspennu á líðan kvenna. Lokaverkefni til BS prófs. Hjúkrunarfræðideild. Háskóli Íslands. https://skemman.is/bitstream/1946/5456/1/%C3%81hrif%20fyrirt%C3%AD%C3%B0aspennu%20%C3%A1%20l%C3%AD%C3%B0an%20kvenna.pdf.
 5. Lotta Fredholm (2020) Hälften symtomfria med ny PMS-behandling. Forskning&Framsteg. https://fof.se/artikel/halften-symtomfria-med-ny-pms-behandling
 6. Simon Krona (2021) Var sjätte kvinna lider av PMS: ,,Alla negativa känslor blir uppskruvade“. SVT. https://www.svt.se/nyheter/inrikes/professorn-det-har-kan-du-gora-sjalv-mot-pms
 7. Jenny Lagerstedt (2021) Ny studie: självsmordstankar vanligt bland kvinnor med svår PMS. SVT.https://www.svt.se/nyheter/inrikes/ny-studie-sjalvmordstankar-vanligt-bland-kvinnor-med-svar-pms

Tengdar greinar

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur