Vefsíða lýðheilsufræðings

,

Myglusveppir og líkamleg einkenni

Ég sá svo áhugaverðan Kveik þátt á Rúv sem fjallaði um myglu í húsum og áhrif þess á heilsu fólks. Ég mæli með að þú horfir á hann.

https://www.ruv.is/kveikur/mygla-og-rakaskemmdir-a-islandi/

Almennt um myglu

Mygla finnst bæði inni og úti. Mygla getur borist heim til þín í gegnum opnar hurðir, glugga, loftræstingar og upphitunarkerfum. Mygla sem er í loftinnu úti getur einnig fest sig við fatnað, skó og gæludýr og þannig getur það borist inn. Þegar myglusveppir falla á staði þar sem er of mikill raki er munu þeir vaxa1.

Mörg byggingarefni veit viðeigandi næringarefni sem hvetja myglu til þess að vaxa. Algengast er þegar byggingarefni eru rök og hlaðast upp í lofti innandyra að mygla myndast. Mygla vex oftast á stöðum þar sem mikið er um raka, svo sem í kringum leka í þökum, gluggum eða rörum, eða þar sem flóð hafa orðið. Mygla vex vel í pappírsvörum, pappa loftflísum og viðum. Mygla getur einnig myndast í ryki, málningu, veggfóðri, einangrun, gifsi, teppi, dúk og áklæði2

Tegund myglu

Algengasta myglan innandyra eru cladosporium, penicillium og aspergillus. Penicillium og Aspergillus eru algengustu tegundirnar sem finnast þegar tekið er loft sýni innandyra. Meirihluti undirtegunda þessara myglusveppa eru ofnæmisvaldandi og aðeins fáir þeirra eru eitraðir. Penicillium er ættkvísl myglusveppa sem er hluti af mycobiome og hefur mikla þýðingu í náttúrulegu umhverfi t.d. við spillingu á matvælum og í matvæla- og lyfjaframleiðslu. Aspergillus er mjög varasamur sveppur sem losar efni sem kallast aflatoxín en það er sveppaeiturefni. Of mikill styrkur af aflatoxíns í andrúmsloftinu getur valdið ýmsum sjúkdómum og einnig að lungun jafnvel falla saman. Cladosporium er líka algengt tegund og getur verið ofnæmisvaldandi3.

Þess tegund vex aðeins þegar mikill raki er í loftinu og myndast á aðeins 24-48 klukkustundum við réttu skilyrði. Mygla breiðist oft hratt úr.

Áhrif myglu á heilsu

Myglan getur haft miklar neikvæðar afleiðingar á heilsu en þær fara þó eftir tegund myglusveppsins og hvaða áreiti þeir valda.

Aspergillosis er sýking af völdum myglu (sveppa) Sjúkdómarnir vegna aspergillosis sýkingar hafa venjulega áhrif á öndunarfæri en alvarleiki þeirra getur verið fjölbreyttur. Þegar fólk er með veikt ónæmiskerfi, undirliggjandi lugnasjúkdóma eða astma getur þessi mygla valdið alvarlegum sjúkdómum ef það andar að sér sveppagróum. Hjá sumum einstaklingum valda gró ofnæmisviðbrögð en aðrir fá vægar til alvarlegar lugnasýkingar3

Sumir eru viðkvæmari en aðrir fyrir myglu og getur einkennin verið eins og nefstífla, öndunarerfileikar, rauð augu og kláði í húð og augum. Einstaklingar sem eru með ofnæmi fyrir myglusvepp eða astma geta fengið harðari viðbrögð. Alvarleg viðbrögð geta komið fram meðal starfsmanna á vinnustöðum þar sem mikil mygla er. Bændur sem vinna mikið í kringum myglað hey eru líklegri til að fá ofnæmi og alvarleg líkamleg einkenni eins og hita og mæði4

Árið 2004 fann Læknastofnunin (IOM) nægar vísbendingar til þess að tengja innanhúss myglu við einkenni eins og í efri öndunarvegi og hósta meðal annars heilbrigðs fólks, astmaeinkenni hjá astmasjúklingum og lugnabólgu hjá einstaklingum sem eru í ónæmisbælandi meðferð. Árið 2009 gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin út frekari leiðbeingar um loftgæði innanhús. Aðrar nýlegar rannsóknir hafa bent til hugsanlegrar tengingar á snemmþróun astma meðal barna og einkum barna sem eru erfðafræðilega næm við astma og að bættar húsnæðisaðstæður geta dregið úr tíðni astma og öndunareinkenna6

Það er ekki hægt að greina einkenni myglu með blóðprufu. Hægt er að setja fólk í ofnæmispróf fyrir myglu en engar klínískar sannaðar prófanir geta ákvarðar hvenær eða hvar tiltekin myglusveppa smit átti sér stað.

Helstu einkenni

Mjög fáir eru með ofnæmi fyrir myglu eða innan við 2%. Sveppasýkingar í lungum, ennisholum og fleira eru algeng. Helstu áhrif myglusveppa er tengd eiturefninu sem þeir framleiða eða mycotoxín. Rannsóknir sýna að þetta eiturefnaáhrif kemur inn í líkamann við öndun, í gegnum húð eða við inntöku. Eiturefnaáhrifin valda bólguviðbrögðum í líkamanum sem lýsir sér sem flensu-einkenni. Almennt er þó viðurkennt í dag að bakteríur og sveppir hafa áhrif á heilsufar fólks. Vitundavakning fyrir áhrif myglu á heilsu hefur verið hávær á síðustu árum og hafa rannsóknir aukist í þessum málaflokki5

Einkenni

Stíflað nef eða bjúgur í nefi, nefrennsli

Öndunarfæra erfileikar s.s hvæsandi öndun, þrýstingu í brjósti, astma, næturmæði, næturhósti

Þreyta og sífelldur höfuðverkur

Hósti, þurrkur eða sviði í hálsi

Síendurteknar sýkingar í ennisholum.

Einstaklingar sem búa við rakaskemmdir eru 30-50% líklegri til að þróa með sér öndunarfærisjúkdóma og astma1.

Læknar voru lengi vel helstu efasemdamenn um áhrif rakaskemmda og myglu á heilsu en þeim fer fækkandi.

Einkenni barna

Einkenni barna geta verið önnur en hjá fullorðnum en mjög lík. Helstu einkenni barna eru:

Forvarnir og rannsóknir á Íslandi

Fyrst og fremst þarf að halda húsnæðinu þurru. Mikilvægt er að koma í veg fyrir leka og að loftað sé vel út þannig að raki safnist ekki fyrir. Loftraki innanhúss á að vera á bilinnu 30-50% en ef hann fer yfir 60% getur það ýtt undir vöxt myglusveppa.

Ekki hefur verið gert mat á umfangi rakavandamála á Íslandi en í nágrannalöndum vitum við að rakaskemmdir hafa fundist í 30% húsa í Noregi og 55% húsa í Finnlandi. Samkvæmt Björn Marteinssyni, arkitekt og sérfræðingur hjá Rannsóknarstofu byggingaiðnaðarins hafa 30-50% Íslendingar verið varir við rakavandamál á heimili sínu. Björn nefnir undrun sína á því að algengi rakaskemmda á nýbyggingum sé hærri en í eldri húsum2 7

Mikið hefur verið í fjölmiðlum á Íslandi um mygluvandamáls í Fossvogsskóla. Nemendur þar hafa verið að fá einkenni myglu og sum mjög alvarlega. Foreldrar hafa þurft að berjast fyrir því að Reykjavíkurborg bregðist við en það sem vekur athygli er að ekki eru til nógu góðir verkferlar í myglumálum og þarf að bæta úr því. Árið 2019 byrjaði starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla að kvarta undir einkennum myglu. Síðan þá hafa verið gerðar úrbætur sem hafa kostað hátt á fimmta hundrað milljónir króna8.

Efla hefur tekið að sér að sinna úttektum, rannsóknum og ráðgjöf vegna rakaskemmda og myglu á vinnustöðum og á heimilum. Í grein frá Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur, sem hefur verið brautryðjandi í að fræða um myglu og áhrif þess á heilsu, segir árið 2017 að það skorti aðgerðarviðmið og úrræði þegar það kemur að afleiðingum myglu á heilsu fólks. Hún nefnir einnig að það þurfi að innleiða leiðarvísa varðandi lagfæringar á húsnæði sem byggja á vísindum og reynslu. Hún skorar á yfirvöld og heilbrigðiskerfið til að vinna saman við að finna úrræði, veita stuðning, fræðslu og rannsóknir í þessum málefnum. Hægt sé að koma í veg fyrir stóran hluta af þeim rakavandamálum sem eru þekkt í dag við framkvæmdir, hönnun og notkun húsnæðis9.

Umhverfisstofnunn gaf út leiðbeiningar fyrir almenning árið 2015 um myglu í híbýlum. Í bæklingnum er mikið af áhugaverðum upplýsingum og fræðslu þegar það kemur að viðhalda og bæta loftgæði á heimilum10

Fjölmiðlar og mygla

Mikið hefir verð í fjölmiðlum um myglu í Fossvogsskóla og nú síðast í Kópavogi og Kvistaborg í Fossvogi. Foreldrar og forráðamenn hafa gagnrýnt aðgerðarleysi yfirvalda við að bregðast við þessu og virðist sem enginn viti hvernig eigi að takast á við þennan vanda. Mikið hefur verið rætt seinagang og skipulagsleysi. Verkfræðistofan Efla hefur verið að sinna eftirliti og koma með athugasemdir að úrbætum. Reykjavíkurborg hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir það að ráða hreinlega ekki við þetta ástand. Barátta foreldra við Fossvogsskóla tók þrjú ár þar til borgin brást við. Rannsóknir hafa sýnt að langtímaáhrif myglu er gríðarleg t.d. minnisleysi, svefnvandamál, einbeitingaskortur, þunglyndi og kvíði. Því er mikilvægt að yfirvöld fari að gangast við þessum nýja vágesti og fari af stað með verkferla, komi með aukið eftirlit að byggingum ríkisins því þetta hefur gríðarleg áhrif á heilsu einstaklings en einnig eru þetta gríðarlega kostnaðarsamar framkvæmdir.

Loftlagsbreytingar hafa það í för með sér að raki og mygla er algengara og verður því að ráðast í aðgerðir. Þetta er vágestur sem ætlar sér að verða til frambúðar og því er mikilvægt að bregðast við þessu sem fylgifiskur loftalagsbreytinga. Loftlagsbreytingar hafa haft í för með sér hækkun á hitastigi, raka, flóðum, skógareldum, stormum og fellibylum. Þessar afleiðingar hafa í för með sér mikinn raka sem rannsóknir hafa sýnt að leiðir til aukinnar ofnæmis og myglu11

-Kristín-

Heimilidir

 1. Myglusveppir og heilsa (2015) Heilsutorg. https://www.heilsutorg.is/is/frettir/myglusveppir-og-heilsa
 2. Sylja Dögg Sigurjónsdóttir (2020) Rakaöryggi byggingaframkvæmda. https://www.efla.is/blogg/fagid/rakaoryggi-byggingaframkvaemda
 3. Mayo clinic (2020). Aspergillosis. https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/aspergillosis/symptoms-causes/syc-20369619
 4. Centers for Disease control and prevention(2020) Basic facts about mold and dampness. https://www.cdc.gov/mold/faqs.htm
 5. Mary Anne Dunkin (2021) Moisture and Mold problems: Preventing and solving them in your home. Lung disease & Respiratory Health. https://www.webmd.com/lung/mold-mildew
 6. Davíð Gíslason og María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir (2017) veikindi vegna raka og myglu í húsnæði. Læknablaðið tölublað 103 bls 564. https://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1785/PDF/u06.pdf
 7. Ingólfur Bjarni Sigfússon og Arnar Þórisson (2020) Húsið er að gráta og jafnvel mygla. Rúv. https://www.ruv.is/kveikur/mygla-og-rakaskemmdir-a-islandi/
 8. Sunna Karen Sigurþórsdóttir. (2020, 2.mars 2021). Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg. Visir.is.https://www.visir.is/g/20212080120d/-stadan-i-foss-vogs-skola-er-graf-alvar-leg-
 9. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir (2017, 1.desember). Rakaskemmdir og heilsa-er það tískubylgja? Efla.https://www.efla.is/media/utgefid-efni/Rakaskemmdir-og-heilsa—er-thad-tiskubylgja.pdf
 10. Umhverfisstofnun (2015) Inniloft, raki og mygla í híbýlum. https://www.ust.is/library/Skrar/utgefid-efni/Annad/Inniloft,%20raki%20og%20mygla_2015%20KH.pdf
 11. Paudel et al (2021). Increased duration of pollen and mold exposure are linked to climate change. Scientific reports. https://www.nature.com/articles/s41598-021-92178-z

Tengdar greinar

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur