Fyrsta viðurkennda samfélagsmiðlasíðan var stofnað árið 1997 af Andrew Weinreich sem var kallað ,, sex gráður“ Talið er þó að samfélagsmiðlar hafi byrjað fyrr og jafnvel á snemma fjórða áratug síðustu aldar. Redpill hefur sett fram tímalínu samfélagsmiðla sem nær frá 1844 til 2018.
Talið er að vinsældir samfélagsmiðla hafi byrjað í kringum 2000. Í upphafi voru samfélagssíður hugsaðar sem faglegt netverk fyrir fólk til að gera því kleift að tengjast viðskipta- og skólasambönd, svo og fyrirtækjum.

Fyrsta samfélagsmiðlasíðan sem náði fyrstu milljón virkum notendum var MySpace en hún náði þessum árangri í kringum 2004. Þetta er að öllum líkindum upphaf samfélagsmiðla sem við þekkjum þá í dag.
En hvernig hafa samfélagsmiðlar áhrif á okkar heilsu?
Emily Stella Scott bekkjasystir mín úr Háskólanum í Lundi rannsakaði hvernig samfélagsmiðlar hafa áhrif á andlega heilsu ungs fólks á aldrinum 18-34 ára á Skáni í Svíþjóð. Hér
Þar voru 1341 þátttakendur spurðir út í samfélagsmiðlanotkun og andlega heilsu. Þar kom í ljós að mælanleg aukin hætta er á verri andlegri heilsu með notkun samfélagsmiðla, en eingöngu meðal kvenna. Konur sem nota samfélagsmiðla á næstum klukkustíma fresti höfðu auknar líkur á því að upplifa og meta sína andlega heilsu verri en þær sem notuðu sjaldnar en á klukkustunda fresti. Fjöldi tengiliða eða vinafjöldi hafði líka áhrif. Þær sem höfðu meira en 600 tengiliða á samfélagsmiðlum samanborið við þær sem höfðu færri upplifðu verri andlega heilsu.
Niðurstöður rannsóknarinnar bendir til þess að tengsl eru á milli hárrar tíðni samfélagsmiðla notkunar og netverk stærðar (vinir) og lélegrar geðheilsu hinsvegar, meðal sænskra ungs fólks.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddi einnig í ljós að mikilvægt er að gera rannsóknir á dýpri kynjagreiningu á áhrif samfélagsmiðla á andlega heilsu. Mikilvægt er líka að skoða betur hvers vegna áhrif samfélagsmiðla hefur meira áhrif á konur heldur en karla og bera það saman við þær upplýsingar um notkun.
Skaðleg áhrif á tíðri notkunnar samfélagsmiðla meðal ungra kvenna er áhyggjuefni og því þarf að skoða betur hvernig heilbrigðu samfélagsmiðla notkunarmynstri væri hægt að stuðla til að bæta megi andlega heilsu þessara ungra kvenna.
Langtímarannsókn á reynslu úrtaks sýndi að aukin notkun samfélagsmiðla spáði fyrir verri líðan og minni lífsánægju. Samfélagsmiðlar geta verið tímaþjófar og tekið tíma frá venjubundnum skyldum og virkni.
Samfélagsmiðlar er vettvangur fyrir samanburð. Þú sérð glansmyndir sem þú heldur að séu raunveruleikinn og berð það saman við þinn raunveruleika.
Notkun ungmenna og barna á samfélagsmiðlum.
Mikil notkun getur haft áhrif á andlega sem og líkamlega heilsu ungra barna. Börn festast á samfélagsmiðlum og taka sér ekki tíma til að borða máltíðir á réttum tíma eða passa upp á svefn sem hefur neikvæð áhrif á líkamlega heilsu barna. Sjúkraþjálfara hafa líka verið að benda á slæma líkamstöðu barna sem eyða of miklum tíma í snjalltímum eða tölvunni.

Eru samfélagsmiðlar bara slæmir? Í yfirlitsrannsókn um rannsóknir á neikvæð og jákvæð áhrif samfélagsmiðla kom í ljós að félagsnet sem einstaklingar geta skapað sér með samfélagsmiðlum getur aðstoðað ungt fagfólk við að markaðsetja færni sína og leita að viðskiptatækifærum. Samskiptavefsíður geta líka verið notaðar til að tengjast á skilvirkan hátt.
Jákvæð áhrif samfélagsmiðla
Þróar félagslega vitund: Samfélagsmiðlar geta vakið athygli unglinga á viðkvæmum málefnum sem ekki er rædd við þau í mörgum samfélögum. Þetta vekur meðvitun um erfileikana sem fólk í öðrum samfélögum stendur frammi fyrir og veitir upplýsingar um og hvernig hægt er að nálgast stuðning um mismunandi vandamál sem geta komið upp.
Uppspretta náms og kennslu: Samfélagsmiðlar skapa gátt til að skiptast á upplýsingum. Það hefur myndast vettvangur fyrir mismunandi heimildir fyrir ungmenni til að bæta menntun sína og læra á tækni. Í framtíðinni getur tengslanet innan samfélagsmiðla hjálpað unglingum til að skapa sér atvinnu og jafnvel ná lengra í starfi og frama.
Bætir sjálfstraustið: Samfélagsmiðlar geta haft bæði neikvæð og jákvæð áhrif á sjálfstraust og sjálfsmynd unglinga. Hér er talað um jákvæðu áhrifin t.d. að upplifa valdeflingu og samþykki. Þeim líða vel með sjálfsmyndina sína að fá fjölda like-s, deilinga og jákvæða umsagna sem veitir þeim ákveðið félagslegt samþykki (tilheyra hóp). Persónulegur prófíll á samfélagsmiðlum getur veitt þeim aukið sjálfstæði, hjálpað þeim að þróa sína sjálfsmynd og bætt samskiptarhæfni. Samfélagsmiðlar hafa einnig hjálpað unglingum að setja sig í samband við einstaklinga sem hafa svipuð áhugamál og/eða deila með þeim reynslu sem getur verið mikilvægt á þessum árum.
Frábær vettvangur til að sýna hæfileika sína: Samfélagsmiðlar geta verið frábær vettvangur til að veita unglingum tækifæri á að sýna sína hæfileika. Þeir geta verið góður vettvangur til að sýna hæfileika og fá jákvæð viðbrögð frá jafnöldrum og jafnvel öðrum. Þetta getur verið jákvæð viðurkenning fyrir sjálfsmynd unglingsins.
Sparar tíma: Samfélagsmiðlar hafa gert okkur kleift að spara tíma svo við getum nýtt tímann í að vera afkastameiri. Samskiptin eru á áhrifaríkari hátt og hægt er að bjóða upp á menntun heima með fjarnámi eða beinu streymi. Unglingar geta bætt tengslanet sitt með því að vera virkir á félagslegum vettvangi og það er auðveldara að eiga samband við vini og vandamenn í gegnum símann.

Neikvæð áhrif samfélagsmiðla
Uppruni kvíða og þunglyndis: Notkun samfélagsmiðla hefur oft skilað sér í miklum kvíða og streitu. Unglingarnir bera sig saman við aðra á samfélagsmiðlum og upplifa sig minna virði ef aðrir eru betri í einhverju sem hefur áhrif á líf þeirra.
Einelti á netinu: Vegna nafnleyndarinnar sem samfélagsmiðlar bjóða upp á eykur það líkurnar á hættuna á ofbeldi, kynferðisofbeldi og geta ógnir valdið djúpum tilfinningalegum skaða. Það getur haft langvarandi áhrif sem fylgir einstaklingum til fullorðinsára.
Hefur neikvæð áhrif á sjálfstæða hugsun: Hópþrýstingur er raunveruleiki á samfélagsmiðlum, bæði hjá fullorðnum og unglingum. Það sem er áhugavert er að þú áttar þig kannski ekki einu sini á því að það er að gerast. Samfélagsmiðlar hvetja hópa fólks sem tengjast hver öðrum á netinu til að deila svipuðum hugmyndum og viðhorfum.
Dregur úr virkni og framleiðni: Sumar rannsóknir hafa sýnt að framleiðni tapast allt að 13% vegna notkunnar á samfélagsmiðlum. Þegar það kemur að klára heimanám á réttum tíma eða einbeita sér í kennslustundum geta samfélagsmiðlar dregið úr framleiðni og virkni. Unglingar eru viðkvæmari fyrir því að notkun þeirra á samfélagsmiðlum verði ávanabindandi og leiði til lélegrar framleiðni.
Ógn við persónuvernd: Þó það kann að vera, að upplýsingum sé aðeins deilt með vinum og fjölskyldu, þá geta þessar upplýsingar farið í rangar hendur svo sem tölvuhakkara eða auðkennisþjófa. Á netinu skilur þú eftir þig ummerki. Samfélagsmiðlar opinbera persónulegar upplýsingar þínar til fyrirtækja sem síðan markaðsetja þig út frá upplýsingum um aldur, uppáhaldstónlist, leiki, vörumerki og google leitir. Ógn við persónuvernd á líka við um þá sem sem segjast vera annað en þeir eru á netinu, t.d. barnaníðingar, svindlarar, auðkennisþjófa, tölvuþrjótar sem nýta sér samfélagsmiðla til að plata grunlausa notendur.

Hvenær þarf barnið eða unglingurinn hjálp?
Þegar samfélagsmiðlanotkun unglings er stærra en fjölskyldur ráða við heima er mikilvægt að leita til fagaðstoðar. Hér eru nokkir áhættuþættir sem vert er að vera vakandi yfir:
- Skortur á hreinlæti
- Óhollt matarræði
- Svefntruflanir
- Minni námsárangur
- Skortur á nánum samböndum, augliti til auglits.
- Einangrun frá fjölskyldu og vinum
- Hvatvísi/pirringur
- Merki um þunglyndi
Vonandi var þetta áhugavert og fræðandi. Við erum öll að reyna að ala upp börnin okkar sem fullkomna einstaklinga en samt erum við ólík með ólíkar uppeldisaðferðir. Sýnum skilning og leitum að upplýsingum.
Share this post: on Twitter on Facebook on Google+