Vefsíða lýðheilsufræðings

Tónlist og hreyfing

Ég hef alltaf haft unun af tónlist síðan ég var lítil. Frá því ég man eftir mér er ég syngjandi og dansandi inn í herbergi. Þegar ég eignaðist dóttur mína 2010 var hún alveg eins. Tónlist einkennir heimilið mitt. Við erum alltaf með kveikt á tónlist og syngjum mikið.

Tónlist og hreyfing er einhvað sem ég kynntist ung, ég man eftir mér dansa eins og enginn væri að horfa, 6 ára gömul, við tónlist frá Whigfield. Dansinn og tónlistin veitti mér mikla gleði og lagið var sett á repeat. Ég hef líklega verið inn í herbergi að dansa við sama lagið í marga klukkutíma.

Þegar ég varð eldri fór ég að æfa frjálsar íþróttir og handbolta en þá var aldrei tónlist á æfingum og ég fann mig aldrei og gafst fljótt upp.

Á unglingsárunum byrjaði ég að fara í ræktina og kynndist því að gleyma mér í hreyfingu með geggjaða tónlist í eyrunum. Ég elskaði að hækka vel í tónlistinni og gleyma mér í henni. Tónlist gefur manni svo mikið. Að hlusta á tónlist fyrir mig er eins og að hugleiða. Ég elska að setja á mig góð heyrnatól og gleyma mér í tónlistinni.

Á tímum covid hafa sjónvarpsstöðvar hresst landann með því að bjóða upp á tónlistarviðburði í sjónvarpi. Í sumar var Tónaflóð um landið á Rúv, Ingó veðurguð er með ,,Í kvöld er gigg“ í vetur og Helgi Björns er á sínum stað á laugardögum. Þegar það eru erfiðir tímar notum við tónlist til að létta okkur lundina og höfum gert lengi.

Tónlist léttir lund og velti ég fyrir mér hvort að það hafi verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu.

Tónlist er grundvallar eiginleiki mannskepnunnar og nánast allir menningarheimar frá frumstæðustu til nútímavæðustu, búa til tónlist. Heilinn og taugakerfið er vírað til að greina tónlist frá hávaða og bregðast við hrynjanda og endurtekningum, tónum og takti. Rannsóknir benda til þess að tónlist geti eflt heilsu manna og frammistöðu.

Frægasta rannsókn um áhrif tónlistar er svokallað ,,Mozart effect“ Þar var háskólanemum skipt niður í þrjá hópa. Einn hópurinn hlustaði á píanósónötu eftir Mozart, annar hlustaði á slökunartónlist og þriðji hópurinn hlustaði ekki á neitt. Svo voru þau öll sett í greindavísitölupróf og hópurinn sem hlustaði á Mozart skoraði afgerandi hæst. Síðar voru þó mörg spurningarmerki sett við þessa rannsókn og er talið margar skekkjur séu í henni. Þrátt fyrir það hafa 16 rannsóknir verið gerðar á áhrifum Mozarts á hugræna virkni og hafa niðurstöðurnar þó sýnt eitthverja breytur. Það hefur líkað komið í ljós að nám á hljóðfæri getur aukið getu heilans til að ná tökum á verkefnum sem fela í sér tungumálakunnáttu, minni og athygli.

Rannsóknir hafa sýnt að blóðflæði eykst þegar tónlist er spiluð og það getur einnig lækkað hjartsláttartíðni, lækkað kortisól (streituhormón) og aukið serótónín og endorfín í blóði. Tónlist getur einnig aukið framleiðslu heilans á hormóninu dópamín.

Tónlist er allra meina bót og hefur það verið sannað með vísindalegum rannsóknum. Mig langar að skoða betur tónlist og hreyfingu. Hvaða áhrif hefur tónlist á hreyfingu?

Hver hefur ekki gleymt að taka með sér heyrnatól í ræktina eða stundað líkamsrækt án tónlistar og æfingin er allt öðruvísi. Undanfarið 10 ár hefur fjöldi rannsókna á líkamsþjálfun aukist töluvert og hjálpað sálfræðingum að betrumbæta hugmyndir sínar um hvers vegna hreyfing og tónlist eru svona áhrifarík pörun fyrir svo marga. Hvernig tónlist breytir líkama og huga meðan á líkamlegri áreynslu stendur. Með því að hlusta á tónlist meðan þú ert að stunda hreyfingu geturu gleymt þér og gleymt sársauka, þreytu og vanlíðan. Tónlist getur hjálpað þér að hlaupa lengra, hjóla hraðar, synda hraðar en venjulega án þess að þú gerir þér fulla grein fyrir því á meðan hreyfingunni stendur. Í rannsókn frá 2012 skrifaði sálfræðingurinn Costas Karageorghis sem hefur rannsakað tónlist og hreyfingu mikið að æfingatónlist væri tegund af löglegu frammistöðubætandi lyfi.

Að velja árangursríkustu líkamsþjálfunartónlistina er ekki eins einfalt. Þú þarft að hugsa út í taktinn og hraða en mikilvægasta er að huga að minningum, tilfinningum og tengslum sem mismunandi lög vekja. Sumir eru tilfinninganæmir og geta sett sig í spor söngvarans með því að þekkja tilfinningalegt ástand og sjónarmið lagsins. Undanfarin ár hafa sumir vísindamenn og fyrirtæki gert tilraunir með nýjar leiðir til að hvetja hreyfingu í gegnum tónlist og leiðbeina hlustandanum með lögum sem byggð eru á hjartslætti hlauparans.

,, Í ljósi þess að hreyfing er oft þreytandi, leiðinleg og erfið, væri allt sem léttir þessar neikvæðu tilfinningar vel þegnar“

Costas Karageorghis

Nýjustu rannsóknir skýra ekki aðeins hvaða tegund tónlist hentar best í líkamsþjálfun, heldur einnig hvernig tónlist hvetur fólk áfram til að hreyfa sig. Afhverju? Truflun er eina skýringin. Mannslíkaminn er stöðugt að fylgjast með sjálfum sér og sendir okkur mismunandi skilaboð s.s. um sársauka, þreytu o.s.frv. Líkaminn þekkir merki um mikla áreynslu, líkamleg þreyta byrjar að taka við sér, aukin svitamyndun, aukinn hjartsláttur og hækkandi magn mjólkursýru í vöðvum ákveður að nú sem komið nóg. Tónlist keppir við þessi lífeðlisfræðilegu viðbrögð en á sama hátt breytir það skynjun fólks á eigin viðleitni meðan á æfingunni stendur. Það virðist vera auðveldara að hlaupa þessa 10km eða klára nokkrar auka burpees ef Eminem eða Beyonce eru þarna með þér.

Þegar þú heyrir gott lag eða góðan takt hoppar þú áður en þú hefur jafnvel unnið úr því hvað það er. Settu á þig heyrnatól, blastaðu geggjaðri tónlist, farðu út að hlaupa/ganga eða jafnvel dansa eins og enginn sé að horfa.

-Kristin-

Tengdar greinar

Kynslóðaáföll

Hvað eru kynslóðaáföll? Margar hefðir í kringum jólahátíðina erfast á milli kynslóða. Nú eru jólin

Read More

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur