Myllumerkið #fyrirmigeina sem hefur verið vinsælt um þessar mundir meðal kvenna sem fylgja Kviknar á instagram. Þessi herferð er til að hvetja konur að deila hlutum sem þær gera fyrir sjálfan sig. Sjá hér
Mér finnst þetta frábær herferð því ég held að það sé mjög mikilvægt að konur taki sér tíma fyrir sjálfan sig. Algengt er að konur sem eru með ung börn taki sér ekki tíma til að gera einhvað fyrir sig vegna þess að það finnst einfaldlega ekki tími.
Sem mamma og kona í samfélaginu er auðvelt að gleyma sér í amstri dagsins. Kröfurnar sem við setjum á okkur sjálfar eru óraunhæfar oftast og aðrir settir í forgang. Það er mikilvægt að við gleymum ekki okkur sjálfum og gefum okkur tíma að rækta okkar andlegu heilsu.

Að gefa sér ekki tíma fyrir sjálfan sig getur aukið hættuna að enda í kulnun, bæði andlega og líkamlega. Nokkrir hafa sett fram hættumerki eða rauð flögg sem við þurfum að vera vakandi fyrir til þess að lenda ekki í kulnun. Þau eru:
- Ekkert vekur áhuga þinn lengur eða gleði
Góð vísbending að þú þarf að eiga tíma útaf fyrir þig eða gera einhvað fyrir þig, er þegar ekkert hljómar skemmtilegt. Þér leiðist og frestar hlutum sem áður gáfu þér gleði. Að fara út úr húsi er of mikið vesen og jafnvel að fara í sturtu hljómar eins og að þú þurfir að hlaupa maraþon. Að hitta stelpurnar eða hringja í bestu vinkonu þína er alltof erfitt. Þessi líðan gefur til kynna að þú verður að gera einhvað sem veitir þér ánægju þó svo þér finnist það erfitt.
2. Aukin matarlyst
Þig langar í allt, helst sykur, snakk og skyndibita. Hormónið kortisól er svo kallað streitu hormón sem er framleidd í líkama þínum og hátt magn getur valdið þyngdaraukningu. Kortisól hefur áhrif á matarlyst og getur aukið hana til muna. Langvarandi streituástand veldur því langvarandi háu kortisól framleiðslu og þar af leiðandi aukin matarlyst í langan tíma.
3. Áhyggjur og streita við minnsta tilefni.
Þú hefur áhyggjur af því að sonur þinn hafi ekki farið með húfu í leikskólann og þú nærð ekki einbeitingu. Þú gleymir að setja hvítlauk í lasagne sem þú ert að elda og allt er ónýtt. Kvöldmaturinn er ónýtur!

Áhyggjur og streita geta verið mjög heilsuspillandi og tekið mikla orku frá þér. Þarf þetta að vera svona ? Nei en þú þarft að vera meðvituð.
Hugsaðu með þér:
- Er þetta ástand virkilega heimsendir?
- Er ég að sinna grunnþörfum mínum? Er ég svöng? Illa sofin? Er ég þyrst?
- Biddu um hjálp! Fáðu einhvern til að hjálpa þér. Þú þarf ekki að gera allt!
Að uppfylla þessar lausnir geta gefið þér svigrúm til að slaka á og hlaða batteríin.
4. Missa stjórn á skapi sínu.
Að missa stjórn á skapi sínu og öskra á þína nánustu getur verið hættumerki um kulnun. Börnin eru að rífast og maðurinn þinn spyr þig hvort þú getir sótt börnin á morgun getur verið nóg til þess að þú snappir!
Á þessum tímapunkti er gott að þekkja sín þolmörk og fara í smá ,,time-out“ Farðu út eða inn í svefnherbergi og náðu andanum. Örfáar mínútur geta skipt miklu máli. Hugleiðsla og jarðtenging eða grounding getur hjálpað.

5. Einangra sig frá öllum.
Þú upplifir köfnunartilfinningu eða innilokunar tilfinningu. Þú vilt loka þig af frá ÖLLU! Þú læsir þig inn á klósetti eða inn í svefnherbergi bara til að fá nokkrar mínútur til að anda. Allt áreiti fer í taugarnar á þér og þú getur hreinlega ekki meir.
Þá er komin tími til að taka sér tíma fyrir sjálfan sig og jafmvel redda pössun í nokkra daga. Oftar en ekki kemur þú heim sem betri og þolinmóðari mamma.
Ójafnvægi á heimilinu og í vinnunni hefur sýnt fram á aukna hættu á andlegum veikindum og veikindaleyfi. Konur taka oftast meiri ábyrgð á börnum og skipulagi heimilisins. Líklegast myndi það draga úr kynjamun í kulnun og álagstengdum geðsjúkdómum ef kynjajafnrétti myndi aukast bæði í vinnu og fjölskyldulífi. Skilningur samfélagsins á því að foreldrar, óháð kyni þurfa tækifæri til aðlögunar þegar börnin eru ung getur þýtt langvarandi sjálfbært atvinnulíf.
-Kristin-
Share this post: on Twitter on Facebook on Google+