Vefsíða lýðheilsufræðings

,

Svefn og koffín neysla ungmenna

Ég var byrjuð að kynna mér svefnvenjur og koffín neyslu ungmenna á Íslandi þegar ég rak augun í frétt frá matvælastofnun um neyslu íslenskra barna í 8. til 10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín (Hér) . Mig grunar að það sé tenging þarna á milli s.s. svefnvenjur ungmenna og orkudrykkja neyslu ungmenna á Íslandi. Skoðum rannsóknir á svefnvenjum ungmenna og hins vegar orkudrykkjaneyslu sem kom út 7.okt 2020 frá Matvælastofnun framkvæmt af Rannsókn og greiningu. Hér er skýrslan.

Byrjum á svefninum. Hvernig eru ungmenni á Íslandi að sofa?

Mæli með að horfa á fyrirlesturinn hér.

Í gögnum frá árinu 2019 sem var birt í vor 2020 kom í ljós að börn í 8. 9. og 10 bekk sofa að jafnan of lítið. Rannsóknin var gerð af Rannsókn og greiningu, þar sem úrtakið var 10.611 nemendur víðsvegar um landið. Þar kom í ljós að 16% nemenda áttu oft mjög erfitt með að sofna eða halda sér sofandi síðastliðna viku en 19% svöruðu stundum og 24% sjaldan.

Við vitum að svefn hefur áhrif á andlega heilsu. Þegar við erum þreytt eða illa sofin er líklegra að við séum pirruð, það er stuttur í okkur þráðurinn og sumir upplifa depurð. Þegar andlega heilsa ungmenna er samanborin við þau sem telja sig fá nægan nætursvefn meta 58% þeirra andlega heilsu sína mjög góða. Þeir sem fá aldrei nægan nætursvefn eða 17% meta andlega heilsu sína mjög slæma. Því er mjög sterk samband þarna á milli.

Svefn er undirstaða andlegs vellíðan.

Ungmenni á Íslandi í 8. 9. og 10.bekk eru því að sofa of lítið og eru að meðaltali að sofa 6.5 tíma per nótt.

Þegar þú ert þreytt/ur þá oft ferðu að misnota koffín. Spurning er hvort að íslensk ungmenni séu að sofa illa og leita því í auknu mæli í orkudrykki eða hvort að orkudrykkir séu að valda slæmum svefnvenjum. Það er allavega fyrir víst að það er neikvætt samband á milli neyslu íslenskra ungmenna í 8.-10. bekk á orkudrykkjum og svefns.

Rannsóknir á neyslu ungmenna á orkudrykkjum.

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar á neyslu íslenskra ungmenna er sláandi. Neyslan er með þeim mesta sem þekkist í Evrópu. Miða við norsk ungmenni eru íslensk ungmenni að neyta allt að tvisvar sinnum meiri.

30% íslenskra ungmenna í 8.bekk neyta orkudrykkja sem innihalda koffín og neyslan eykst með aldrinum en um það bil 50% ungmenna í 10.bekk neyta orkudrykkja.

Koffínmagnið er einnig mjög hátt hjá þessum ungmennum en þau innbyrða tvöfalt til fjórfalt það magn sem EFSA leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3mg/kg líkamsþyngdar á dag.

Neikvæðu líkamlegu áhrifin af notkun koffíndrykkja á þessum aldri eru margar. Útvíkkun æða, örari hjartsláttur og auknu blóðflæði til allra líffæra

Orkudrykkir hafa engan ávinning í læknisfræðilegum skilning og mörg innihaldsefnin eru vanmetin og ekki skráð. Þekkt og óþekkt efni sem eru í slíkum drykkjum ásamt tilkynningum um eituráhrif vekur áhyggjur af hugsanlega alvarlegum skaðlegum áhrifum í tengslum við neyslu á orkudrykkjum. Í rannsókn frá árinu 2011 í barnalæknablaði (Pediatrics) er óskað eftir forvörnum við neyslu á orkudrykkjum og langtímarannsóknir sem ættu að miða að því að skilja áhrifin. Þar er líka lýst yfir áhyggjum af lélegu eftirliti og byggja ætti reglur um sölu og neyslu orkudrykkja.

Í rannsókn frá 2013 birt í PubMed er talað um að nýja hættu á heilsu ungmenna vegna neyslu orkudrykka. Unglingar eru að neyta ógnvekjandi magn af orkudrykkjum sem lýsa sér í titringur (jitteriness) einbeitingarörðuleikar, ógleði, niðurgang og kvíða. Heilbrigðisstarfsmenn tilkynna að þeir unglingar sem eru að koma inná bráðamóttökuna séu að upplifa ofþornun, hraðari hjartsláttartíðni, kvíða, flog, bráð oflæti og svefnleysi. Þar er einnig óskað eftir aukinni forvarnarstarfi og að skólahjúkrunarfræðingar séu í sérstöðu til að fræða unglinga um aukaverkanir og hugsanleg heilsufarsvandamál sem geta komið fram þegar neytt er orkudrykki.

Koffínneysla hjá börnum ætti ekki að fara yfir 100mg/dag og 2.5mg/kg á dag. Í red bull er 77mg af koffíni eða 1.1. mg/kg fyrir 70kg karlmann en 2.2.mg/kg fyrir 35 kg ungling.

Sterkt samband er á milli offitu og neyslu á orkudrykkjum. Viðbótar hitaeiningar vegna neyslu orkudrykkja hafa áhrif á blóðþrýsting, blóðsykur, BMI, kalkskort, tannheilsu, þunglyndi og lága sjálfsmynd. Sykur og koffín getur aukið blóðsykurfall eftir inntöku og er því áhyggjuefni fyrir börn með sykursýki. (Hér)

Framboð, eftirspurn og markaðsetning virðast skila sér í því að neysla ungmenna á orkudrykkjum er með því mesta í Evrópu. Hvað er hægt að gera? Jú FORVARNASTARF kemur sterkt inn. Fræða og upplýsa bæði foreldra og börn um skaðsemi orkudrykkja á heilsu en einnig hvaða áhrif það hefur ef við fáum ekki nægan svefn. Foreldrar þurfa að taka ábyrgð eins og verslanir sem selja orkudrykki. Það þarf að vera meira eftirlit á sölu orkudrykkja á Íslandi. Í Svíþjóð er bannað að selja ungmennum undir 15 ára orkudrykki og þarf að vísa skilríkjum til þess að kaupa orkudrykki. Aftur á móti er líka mismunandi hversu alvarlega og hversu vakandi búðir eru að framfylgja þessum reglum.

Tökum ábyrgð og upplýsum ungmenni um skaðsemi orkudrykkja á svefn og heilsu. Ég hvet líka stjórnvöld til að herða reglur á sölu orkudrykkja og krafa sé sett á búðir að framfylgja þeim.

-Kristín-

Tengdar greinar

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur