Vefsíða lýðheilsufræðings

,

Andleg heilsa og verkfæri

Á tímum covid19 getur verið erfitt að halda sig frá neikvæðum hugsunum og eðlilegt að upplifa andlegt þrot. Ég hef verið að ganga í gegnum mikla andlega þraut sem er atvinnuleysi. Nú hef ég verið atvinnulaus í öðru landi þar sem ég er útlendingur í 17 mánuði og það hefur skapað auka hindranir í vegi mínum. Það sem ég hef alltaf getað treyst þó á er mín sterka seigla. Ég hef alltaf haft rosalega seiglu til þess að standa á móti hindrunum og finna lausnir. Ég hef upplifað mörg áföll og hef komið að mörgum lokuðum dyrum en einhvern veginn stend ég alltaf upp og held áfram. Seiglan er minn björgunbátur og því heitir síðan mín heilsuseigla. Seiglan til að halda heilsu og seiglan til að byrja alltaf aftur þó svo allt fari til fjandans.

Ég hef verið að skoða öpp og önnur verkfæri til að halda huganum á réttri braut. Mig langar að deila því með ykkur því það er ótrúlega mikið í boði.

______________________________________________________________________________

What’s up er ókeypis og notar hugræna atferlisaðferð (HAM) og Acceptance Commitment Therapy (ACT) til þess að hjálpa þér að takast á við þunglyndi og kvíða. Í appinu eru jákvæðar og neikvæðar venjur skráðar niður svo hægt sé að fylgjast með þeim og vinna með þær svo æfingarnar skili árangri. ,,Get grounded“ er frábær æfing sem inniheldur yfir 100 mismunandi spurningar til að hjálpa þér að komast að því hvernig þér líður í raun og veru, hvernig hægt er að breyta hugsunarskekkjum og kenna þér að stöðva neikvæðar hugsanir. Með því að skrá niður er hægt að sjá yfirlit yfir líðan og sjá hvað það er sem er að valda þér vanlíðan. Mæli með að þú prófir þetta fría app.

_____________________________________________________________________________

_______________________________________________________________________________

MoodKit er app fyrir einstaklinga sem þekkja til hugrænnar atferlismeðferðar. Þetta app hefur yfir 200 ólíkar aðferðir til þess breyta hugsunum og líðan. Það eru æfingar í þessu appi sem hjálpa þér að breyta neikvæðum hugsunum, öðlast sjálfsvitund og heilbrigð viðhorf. Allskonar verkfæri eru í appinu s.s. dagbók til þess að sjá hvað það er sem er að valda þér vanlíðan, hvernig hægt er að breyta neikvæðum hugsunum, hugleiðisluæfingar, markmiðasetning og margt fleira. Appið kostar þó 4.99 dollara.

____________________________________________________________

________________________________________________________________________________________________

Kvíði getur verið hryllilega hamlandi og eru margskonar tegundir af kvíða. MindShift er app sem var hannað í Kanada til þess að bæta andlega heilsu ungmenna. Í stað þess að forðast og ýta kvíðanum til hliðar, hjálpar þetta app þér að takast á við kvíðan og skilgreina hann. Þetta hjálpa þér að skilja betur hvað það er sem veldur þér kvíða og hvernig best er að takast á við hann. Þetta app er ókeypis og inniheldur allskonar verkfæri s.s. hugleiðslur, hugsunarverkfæri, veitir hvatningu, skoðar viðhorf og fylgist með framförum þínum.

______________________________________________________________________________

______________________________________________________________________________

CBT Thought Record Diary

Hugræn atferlismeðferð er meðferðarúrræði sem gengur út á það að hjálpa fólki að þekkja sínar eigin óheilbrigðu hugsanir, hegðun, og viðhorf, og kunna betur að kljást við þau. Þetta app hjálpar þér að skrifa niður líðan til þess að bera kennsl á neikvæða hugsunarskekkjur og greina þannig hugsanir þínar og endurmeta þær. Þetta er frábært app til þess að breyta smám saman nálgun þinni á kvíðavaldandi aðstæðum og hugsunháttum þínum fyrir áhyggjum. Þetta app er líka frítt.

_____________________________________________________________________________

_______________________________________________________________________________

Ólíkt hinum öppunum er Lifesum aðeins víðtakara og er verkfæri fyrir heilbrigðan lífstíl. Þetta app gerir þér kleift að setja þér persónuleg markmið, borða hollt, byggja upp meiri vöðva og auka skrefafjölda á hverjum degi. Hægt er að slá inn persónulegar upplýsingar og búa til ,,Life score“ sem er þitt persónulega markmið/áætlun að betri heilsu. Appið minnir þig á að drekka nóg af vatni og borða reglulega yfir daginn sem er frábært fyrir þá sem vilja reyna að lifa heilbrigðara lífi, einnig eru æfingar til þess að endurskilgreina hvernig þú hugsar um heilbrigða líkamsímynd.

_____________________________________________________________________________

_______________________________________________________________________________

MoodTools er app sem er frítt en býður upp á aukaefni í áskrift. Þetta app hjálpar einstaklingum sem eru með klínískt þunglyndi að ná bata. Það sem mér finnst svo frábært í þessu appi eru videoin. Þau eru mjög gagnleg til að bæta skap þitt og hegðun, greina hugsanir þínar með meginreglum hugrænar atferlismeðferðar. Í þessu appi er líka öryggisáætlun sem veitir þér öryggi ef þú ert með sjálfsvígshugsanir. Lætur þig skilgreina viðvörunarmerki, koma með viðbragðsáætlun, kemur með hvatningu til þess að halda áfram, lista yfir tengiliða og staði til þess að fá hjálp.

_____________________________________________________________________________

_______________________________________________________________________________

Uppáhalds appið mitt CALM, sem ég nota á hverjum degi, oft á dag. Ég hef talað um það áður. Þetta app byggist á núvitund og býður upp á allskonar æfingar til þess að takast á við kvíða, þunglyndi, skömm, streitu, einmannaleika, vonleysi, og margt fleira. Það er einnig boðið upp á námskeið þar sem þú tæklar eitt þema í 7 daga eða lengur. Þetta app var app ársins 2017 og er álitið eitt það besta geðheilsuapp sem til er. Þetta veitir fólki ró með leiðbeiningum, hugleiðslum, svefnsögum og öndunaræfingum. Það kostar 12.99 dollar á mánuði og er algjörlega þess virði að mínu mati.

______________________________________________________________________________

______________________________________________________________________________

Ég vona að þetta geti hjálpað einhverjum í þessum skrítnu tímum sem við lifum í. Ég ætla að tileinka mér þetta í komandi viku og setja mér markmið að skrifa eina grein á viku. Hafið það sem allra best.

-Kristín-

Tengdar greinar

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur