Vefsíða lýðheilsufræðings

Gosdrykkir með og án sykurs.

Árið 1767 fann Joseph Priestley aðferð til að bæta við koltvísýringi við vatn í brugghúsi í Leeds á Englandi. Uppfinning hans á kolsýrðu vatni er undirstaða að flestum gosdrykkjum sem við þekkjum í dag. Í upphafi var gos eða kolsýrt vatn notað sem meðferð við helstu heilsufarsvandamálum og var lengi vel selt í apótekum. Sænski efnafræðingurinn Jöns Jacob Berzelius byrjaði að bæta við bragði í sódavatnið eins og kryddi, safa og víni seint á átjándu öld. Árið 1840 byrjuðu menn að setja sykur í sódavatnið og fljótt voru yfir 50 fyrirtæki að framleiða sykraða gosdrykki.

A large green jug

Mikil neysla á sykruðum gosdrykkjum hefur verið tengt við offitu, háþrýsting, sykursýki 2, tannheilsu og vannæringu. Sykraðir gosdrykkir hafa hátt gildi af kornsírópi (high-fructose corn syrup) eða súkrósa (sucrose)

Helsta vandamál sykraða gosdrykkja á offitu er að fruktós (fructose) lækkar ekki hungur hormónið ghrelin eða örvar seddu tilfinningu sem gerir það að verkum að þú bætir við kaloríu fjöldanum við matarinntöku. Þar af leiðandi ertu að innbyrða fljótandi sykur og of mikið af kaloríum.

Í rannsókn var fólk beðið að drekka sykraða gosdrykki ofan á þeirra venjulega matarræði og kom í ljós að þau neyttu 17% fleiri kaloríum en áður. Það eru því ljóst að þeir sem neyta sykraða gosdrykkja reglulega eru að þyngjast meira en annað fólk sem heldur sig frá þessum drykkjum.

Hvítur sykur og kornsíróp (high-fructose corn syrup) samanstanda af tveimur sameindum, glúkósa og frúktósa í frekar jöfnu magni. Glúkósi getur verið brotinn niður með hverri frumu í líkamanum á meðan aðeins lifrin getur brotið niður frúktósa. Þegar þú innbyrgðir of mikið af sykruðum gosdrykkjum er lifrin í ofkeyrslu og breytir frúktós í fitu. Fitan fer svo að hluta í þríglýserið í blóði en hluti hennar er eftir í lifur þinni. Með tímanum getur það svo stuðlað að fitusjúkdómum í lifur.

Taxing Sugary Drinks: A win-win for public health and the farm economy? -  UVM Food Feed

Krabbamein hefur verið tengt við aðra króníska lífstílssjúkdóma eins og offitu, sykursýki 2 og hjartasjúkdóma. Þar af leiðandi eru sykraðir drykkir oft tengdir aukinni hættu á krabbameini.

En hvað með gosdrykki sem innihalda sætuefni? Margir gos framleiðendur hafa tekið upp framleiðslu á gosdrykkjum með sætuefnum í stað sykurs. Coke zero, pepsi max, 7up zero og appelsín sykurlaust? Er það skárra eða hollara?

Í staðinn fyrir sykur er sætuefni eins og aspartame, cyclamates, saccharin, acesulfame-k eða sucralose til að bragðbæta gosdrykki. Þessir gosdrykkir eru markaðsettir sem ,,light“ eða ,,diet“ og komu fyrst á markað árið 1950. Til að byrja með beindist markaðsetningin á einstaklinga með sykursýki en svo breytist áherslan á þyngdartap og til að minnka sykur inntöku. Þrátt fyrir að þessir gosdrykkir séu sykurlausir og kalorísnauðir eru heilsufarslegar afleiðingar mjög umdeildar.

Sykurlausir gosdrykkir eru oftast kolsýrt vatn með nátturulegum eða gervi sætuefnum, litarefnum og bragðefnum. Þar sem þessir drykkir eru sykurlausir eru þeir oftast markaðsettir og tengdir við þyngdartap (weight loss). Rannsóknir hafa þó sýnt annað og tengt neyslu á sykurlausum gosdrykkjum við auknar líkur á offitu og efnaskipta heilkennum. Það hefur líka verið gefið í skyn að gos með matarræði geti aukið matarlyst með því að örva hungurhormóna, breyta viðtökum við sætu og koma af stað dópamínviðbrögðum í heila.

Allskonar kenningar hafa verið um diet gosdrykki t.d að þeir sem drekka mikið af gosi hafi þegar þróað með sér óhollar matarvenjur sem eykur líkurnar á offitu en ekki að það sé bein tenging offitu við (diet) gosdrykkina. Rannsóknir um gosdrykki sem eru með sætuefni eru þó oftast kostaðir af gervisætuefna framleiðundum og grefur því undir trúverðuleika þeirra.

Mikil vitundavakning og umfjöllun hefur verið um aspartam en það er gervisæta sem er mikið notuð í gosdrykki og ávaxtaþykkni. Aspartam er tilbúið efni sem finnst ekki í náttúrunni og er því gervisæta. Aspartam er 200 sinnum sætari en venjulegur sykur og er búið til úr amínósýrum. Þegar við neytum aspartam klofnar það niður í amínósýrurnar fenýlalanín um 50% og aspartínsýru um 40% og um 10% er efnið metanól (tréspíritus). Amínósýrurnar eru hættulausar og eru innan þeirra marka sem talið er hættulegt. Metanól getur þó í miklu magni valdið ýmsum eiturverkunum í líkamanum eins og sjónskemmdir og blinda.

Doubtful? Look up Aspertame on the internet, read through some of the side  effects that people have experienced. … (With images) | Diet soda, Plexus  products, Aspartame poisoning

Gerðar hafa verið rannsóknir þar sem einstaklingar eru beðnir að drekka sem samsvarar 12-30 flöskur eða dósir af sykurlausum gosdrykkjum á dag. Helstu aukaverkanirnar voru tíðni hausverkja. Þó er ekki hægt að segja til um skaðleg áhrif við langtímanotkun. Við neytum þó allskonar fæðu sem inniheldur metanól og þá sérstaklega grænmeti, ávexti og safa úr þeim, t.d. er eitt glas af tómatsafa með 6 sinnum meira metanól en magn af sykurskertum gosdrykk.

Aspartam er aukaefni í matvælum sem hefur verið mest rannsakað. Margar grunsemdir hafa verið með tengsl aspartam við sjúkdóma eins og hegðunvandamál hjá börnum, MS, heilaæxli, minnistap, ofnæmi, flogaveiki og fleira. Þessi tengsl ættu þó að byggjast á efninu metanól samkvæmt efnafræðingum þar sem það er eitraða efnið sem myndast við neyslu aspartams.

European Food Safety Authority (EFSA) hefur metið skaðsemi aspartan og komist að þeirri niðurstöðu að núverandi neysla aspartam er innan heilsulegra marka. Með ítarlegri rannsóknarrýni (Research review) hefur EFSA útilokað hugsanlega hættu á að aspartam valdi genaskemmdum og valdi krabbameini. Niðurstaða EFSA er að ásættanleg daglega inntaka sem er 40mg/kg/dag væri örugg.

Fengið frá matvælastofnun (MAST): https://www.mast.is/is/matvaelafyrirtaeki/efni-i-matvaelum/aukefni/aspartam

Þrátt fyrir þetta heyrast ennþá háværar raddir að gervisætan aspartam sé skaðleg og hefur coca cola ákveðið að framleiða coke með 100% stevía til að svara eftirspurn um gosdrykki sem eru með nátturuleg sætuefni en ekki gervisætu.

Coca-Cola Finally Launches Their Patented No-Sugar Stevia-Sweetened Coke

Hér er hægt að segja að allt er gott í hófi og þar á meðal gosdrykkir með sætuefnum.

-Kristin-

Tengdar greinar

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur