Covid19 hefur áhrif á alla í heiminum. Þeir sem hafa smitast af covid19 þurfa að fá stuðning, samhug og samkennd.
Þeir sem eru að upplifa mikinn kvíða hefur verið ráðlagt að minnka áhorf, lestur og hlustun á fréttum sem kveikja í þér kvíða. Passaðu að leita upplýsinga hjá traustum miðlum og ekki spá of mikið í ,,slúðri og lélegum upplýsingum“ svo sem facebook grúppum og commenta kerfum.

Þessir tímar eru streituvaldandi. Einbeittu þér að eigin þörfum og tilfinningum. Stundaðu heilbrigðar tómstundir sem fá þig til að njóta og finna innri ró.
Margir eiga erfitt með að geta ekki planað eða skipulagt sumarið. Hittingar og mannamót hafa verið aflýst sem getur vakið upp einmannaleika og tilhlökkunin er farin. Notið þá tæknina. Það eiga flestir snjallsíma í dag og allir ættu að geta notað facetime, skype, google hangout og fleiri forrit til að hittast. Skipuleggið vikulegan hitting með vinum og vandamönnum til að viðhalda félagslega þáttinn því hann er líka mikilvægur.
Hvernig á að takast á við erfiða tíma.
- Hugsaðu vel um sjálfan þig: Hugsaðu vel um matarræði, hreyfingu, og svefn. Forðastu að neyta áfengi, tóbak og önnur róandi lyf.
- Hafðu samband við aðra: Deildu með öðrum áhyggjur þínar og hvernig þér líður. Styrktu jákvæð sambönd og samskipti.
- Taktu pásur: Taktu þér tíma að slaka á og mundu að sterkar neikvæðar tilfinningar líða hjá. Taktu djúpt andann og stundaðu tómstundir sem veita þér ánægju.
- Vertu upplýst: Þegar þú upplifir að þú sért ekki með allar upplýsingar á hreinu getur það skapað óöryggi og streitu. Horfðu, hlustaðu og lestu fréttir sem koma frá stjórnvöldum. Forðastu æsifréttir og skrif á samfélagsmiðlum. Vertu með gagnrýna hugsun og vertu viss um að hafa traustar heimildir.
- Forðast of mikið af fréttum: Taktu pásur frá fréttum. Það getur haft áhrif á streitu að hafa stöðugt áreiti frá fréttum um faraldurinn. Reyndu að viðhalda daglegu lífi og rútínu eftir fremsta megni.
- Sóttu þér aðstoð hjá fagaðilum ef nauðsyn: Ef álagið verður of mikið og hefur of mikil neikvæð áhrif á andlega heilsu þína í nokkrar daga hafðu samband við fagaðila. Sálfræðingar, geðlæknar, félagsráðgjafar og rauði krossinn geta veitt aðstoð.

– Kristín –
Share this post: on Twitter on Facebook on Google+