Vefsíða lýðheilsufræðings

Tómstundir og börn á tímum covid 19

Ég sá lista sem hefur verið að flakka á milli á facebook og ákvað að taka hann saman og bæta aðeins inní.

Margir foreldrar eru heima með börnin sín á tímum covid19 og því langaði mig að koma með hugmyndir sem hægt er að gera heima og/eða úti.

Fyrstu máli skiptir að sjónvarpið og talvan verði ekki barnapían og við séum með dagskrá yfir daginn því börn þurfa rútínu og ramma.

Hér er stundarskrá sem hægt er að nota til að fylla inní með allskonar tómstundum. Leyfið börnunum að vera með í skipulagningunni því þá er það líklegra að þau vilji fara eftir því og að þetta gangi upp.

Skoðið youtube og app store með börnunum. Nú er tími tækninnar. Það eru til allskonar öpp og video sem eru hvetjandi og lærdómsrík.

Hér eru nokkur sem ég fann og mæli með.

Börnin min elska að dansa og það eru til fullt af svona myndskeiðum á youtube. Mæli með að öll fjölskyldan geri þetta saman. Þið fáið góða hreyfingu út úr þessu og yndislega samverustund með börnunum ykkar.

Hver elskar ekki að föndra. Nú eru páskarnir á næsta leiti og því ekki að föndra páskastjörnu saman.

Lærðu að prjóna og prjónaðu eitthvað fallegt. Mörg börn elska að prjóna og að skapa. Leyfðu þeim að prófa sig áfram og skapa.

Útileikir eru snilld! Talað er um að krakkar í dag kunni ekki útileiki en þá kemur youtube til bjargar. Hér er Friðrik Dór að útskýra leikinn ,,eina krónu“.

Ævar vísindamaður hefur verið að lesa upp úr bókinni sinni á hverjum degi kl 14:00 á facebook. Mæli með því.

Það er svo margt í boði. Vertu opin fyrir hugmyndum og leyfðu börnunum að vera með að skipuleggja dagskrá og tómstundir því þau eru sérfræðingar í þessum málum. Börn eru hafsjór af skemmtilegum hugmyndum og eru gríðarlega úrræðagóð.

Gangi ykkur vel og munum að taka einn dag í einu á meðan þetta gengur yfir.

Kristín

Tengdar greinar

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur