Vefsíða lýðheilsufræðings

Kulnun og streita

Það er alltaf erfitt að byrja í nýrri vinnu. Þú ert óörugg/ur, veist ekki hvað er ætlast til af þér, þekkir ekki samstarfsfélagana, veist ekki hvernig yfirmaðurinn er eða hvernig starfsandinn er. Þetta eru allt spurningar sem valda stressi, spennu og jafnvel kvíða þegar þú tekur að þér ný verkefni eða skiptir um vinnu.

Þetta getur samt verið jákvæður kvíði. Stíga út fyrir þægindarammann og í óvissuna.

Margir byrja í nýrri vinnu af krafti. Það er mikil spenna og tilhlökkun. Þú vilt standa þig í vinnunni, vilt upplifa tilgang og að þú skiptir máli.

En hvað ef ekkert af þessu stenst! Þú hefur unnið í nokkrar vikur, mánuði eða ár og vinnan hefur ekkert gefið þér. Þú mættir í vinnuna áhugalaus, svefnavana, tilhlökkunin að mæta er farin, yfirmaðurinn þinn einblínir bara á hvað megi gera betur og jafnvel kemur illa fram við þig. Starfsandinn meðal samstarfsmanna er lítill sem enginn. Eina sem þú heyrir á kaffistofunni er tuð og neikvæðni í garð vinnunnar.

Þú reynir að koma inn með nýjungar og breytingar til að létta á vinnuframlaginu en yfirmaðurinn neitar að breyta og segir ,, þetta hefur alltaf verið svona og hefur gengið fínt hingað til“

Image result for burnout

Þú tekur að þér alltof mörg verkefni sem bitnar á heimilinu. Þú getur aldrei sótt börnin á leikskólann eða skólann sem setur togstreitu á hjónabandið/sambandið. Þú hefur stuttan þráð og þolir ekkert áreiti. Börnin eru með of mikil læti og vesen og þú lætur þína vanlíðan bitna á þeim sem eru þér næstir. Þú hefur ekki í orku í neinar tómstundir. Sófinn er bara miklu huggulegri og þægilegri!

Þú sefar tilfinningar með mat, sætindum og skyndibita. Hver hefur tíma til að elda? Þú átt þetta Snickers skilið því lífið er nógu niðurdrepandi hvort eð er. Þú ert komin í ofþyngd, komin með stoðkerfisverki, sefur illa eða nánast ekkert, keyrir þig út með koffíni til þess að halda þér vakandi á daginn sem veldur hjartsláttatruflunum.

Lífið heldur áfram og þú liðast með………

Þessi dæmisaga geta margir kannast við og jafnvel tengt við að öllu leiti eða hluta. Mikið hefur verið í umræðunni um kulnun eða þrot (burnout) og þá sérstaklega á Norðurlöndunum. Því langaði mig að skoða það aðeins betur.

Kulnun (burn-out) er einkenni sem orsakast af langvarandi álagi og streitu á vinnustað. Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er kulnun ekki sjúkdómur heldur ástand sem starfa af starfstengdum þáttum eins og langvarandi streitu í starfi sem starfsmaður nær ekki að hafa stjórn á. Svíar hafa verið framarlega í að rannsaka kulnun og árið 2006 var ákveðið að kulnunarástand væri geðsjúkdómur sem einkenndist af mikilli örmögnun.

Dr. Christina Maslach hefur rannsakað kulnun (burnout) lengi og hefur veitt ráðgjöf viðsvegar um heim. Hún hefur bæði haldið fyrirlestra á Íslandi og Svíþjóð. Helstu niðurstöður frá hennar rannsóknum sýna að hæsta tíðni kulnunar er hjá:

  • Heilbrigðisstarfsfólki.
  • Fólk sem sinnir þjónuststörfum.
  • Fólk sem vinnur við félagsstörf (social activism).

Dr Christina segir að breytingar í vinnuumhverfinu síðustu ár séu að valda aukinni tíðni kulnunar (burnouts). Helstu ástæðurnar eru:

Mikil samkeppni meðal starfsmanna, aukin vinnuhraði, minni áhersla lögð á starfsánægju meðal starfsmanna, erfitt að biðja um hjálp frá samstarfmönnum, skortur af nýjum tækifærum. Allir eru að vinna í sínu horni í stað þess að vinna sem ein heild.

Úr bókinni ,,Dying for a paycheck“

Kulnun hefur aukist síðustu ár og kosta heilbrigðiskerfið og fyrirtæki marga milljarða. Einstaklingar sem upplifa kulnun eru lengi sjúkraskrifaðir frá vinnumarkaði og þurfa að nýta sér heilbrigðisþjónustu til að ná bata. Í Bandaríkjunum er áætlað að kulnun kosti hagkerfið 300 milljarða bandaríkjadala á hverju ári í veikindaleyfi, minni framleiðni, heilbrigðisþjónustu, starfsmannaveltu, lögfræðikostnað og tryggingar.

Kulnun einkennist af þremur þáttur.

  • Orkuleysi og þreytu.
  • Gleði- og áhugaleysi í starfi og fyrir því sem áður var ánægjulegt.
  • Minni skilvirkni og erfileikar í samskiptum sem getur leitt til einangrunar.

Helstu einkenni eru þreyta, áhugaleysi, gleymska, pirringur, spenna og skortur á slökun.

Þreyta er helsta ástæða langvinnandi álags eða kulnun. Vítahringur skapast vegna álags og um leið verður skortur á svefn.

Langvinn og alvarleg streita getur verið valdur margs konar sjúkdóma, bæði andegra og líkamlegra. Algengustu andlegu fylkikvillar kulnunar eru kvíði og þunglyndi. Vanlíðan sem veldur áhugaleysi og vonleysi.

Líkamleg einkenni geta verið fjölmörg en algengast er bakflæði, kyngingarörðuleikar, þyngsli fyrir brjósti, meltingartruflanir, verkir, svimi og sjóntruflanir. Kulnun hefur ónæmisbælandi áhrif sem getur orðið til þess að þú ert viðkvæmari fyrir kvefpestum.

Hegðunarbreytingar geta líka verið einkenni streitu og kulnunar. Hegðun eins og ábyrgðarleysi, einangrun, frestun, missa stjórn á skapi þínu, koma seint í vinnuna eða fara snemma, nota mat, lyf og áfengi til þess að komast í gegnum streituna er líka einkenni um alvarlega kulnun.

Í viðtali við Lindu Báru Lýðsdóttir sálfræðing og sviðstjóra hjá Virk kemur fram að það sárlega vantar rannsóknir á Íslandi á kulnun og hvort eintaklingar eru ranglega greindir. Þunglyndi hefur aukist á Íslandi og talið er að 1 af hverjum 10 sé með þunglyndiseinkenni. Margir einstaklingar hafa verið greindir með þunglyndi og kvíða en eru í raunin með kulnun. Aðrir sem hafa verið greindir með kulnun en eru í rauninni að kljást við áfallastreituröskun. Því vantar því að skoða þetta betur svo hægt sé að auka forvarnir og þróa betri fyrirbyggjandi aðferðir við kulnun.

Einkenni kulnunar getur ekki aðeins haft áhrif á vinnuumhverfið heldur einnig heimilislífið og félagslífið. Erfileikar í einkalífinu hefur líka mikið að segja. Langvarandi streita vegna veikinda náins ættingja, fjárhagáhyggjur, skilnaður eða önnur áföll geta valdið örmögnun líka.

Konur finna oftar fyrir streitu og álagi. Ekkert líffræðilegt bendir til að konur séu líklegri til að upplifa kulnun en vinnustaðir þar sem konur eru í meirihluta eru í þremur efstu sætum yfir hæstu tíðni kulnunar sem skýrir að hluta til aukna tíðni kulnunar meðal kvenna en einnig hefur verið bent á að konur eru líklegri til að bera ábyrgð á aðstæðum heima fyrir eins og veikindum barna, uppeldi, húsverkum og annað sem getur valdið langvarandi streitu.

Fyrirbyggjandi og forvarnir

Dr Christina Maslach segir að það séu ákveðin sex lykilorð sem verði að skoða og bæta til þess að fyrirbyggja kulnun. Þessi sex orð eru:

6 lykilorð fyrir heilbrigt vinnuumhverfi

Dr. Christina hefur verið fengin í mörg fyrirtæki til þess að bæta vinnuumhverfi og minnka tíðni kulnunnar. Hún skoðar þessi sex lykilhlutverk til þess að meta stöðuna og til þess að sjá hvað megi gera betur. Dr. Christina hefur líka lagt áherslu á að meðferð við kulnun sé ekki einungis einstaklingsbundin heldur þurfi meðferðin einnig að vera bætt vinnuumhverfi. Ekki að þetta sé bara vandamál einstaklingsins heldur einnig vandamál vinnuumhverfisins.

Mikilvægt er að tækla rót vandans og fyrirbyggja áður en vandinn verður verri. Umhverfið hefur mikil áhrif á starfánægju og breytingarnar geta verið litlar og þurfa ekki að vera stórvæginlegar. Einstaklingar sem hafa verið í veikindaleyfi vegna kulnunar vilja oftast ekki fara aftur á sama vinnustað sem bendir til að við þurfum að horfa á vinnuumhverfið og einstaklingin en ekki einblína einungis á einstaklingin.

Fitting the job to people

not

Fitting people to the job

Frá Dr Christina Maslach

Lykilorð til að fyrirbyggja kulnun og viðhalda heilbrigðu vinnuumhverfi.

Vinnuframlag: Það er mikilvægt að þú hafir sjálfbærni í vinnunni. Þú upplifir að verkefnin þín eru ekki of mörg og þú hefur stjórn á verkefnum.

Viðurkenning: Fá viðurkenningu frá yfirmönnum og samstarfsfólki að þú sért að leysa verkefnin vel og þú sért örugg í vinnunni.

Sanngirni: Gagnkvæm virðing meðal vinnufélaga og yfirmanna. Að það sé sanngirni í vinnunni og allir séu undir sama hatt.

Valstýring: Þú er sjálfstæður starfsmaður og hefur val til að auka þekkingu eða þroskast í starfi. Réttlæti í umbun á vinnustað. Allir séu jafnir og að það sé ekki misrétti milli staða.

Samfélag: Góður starfsandi, gagnkvæm virðing og samheldni meðal starfsmanna. Allir eru að vinna að sama markmiði. Áhersla er lögð á hópefli og hjálpsemi með starfsmanna.

Gildi: Hafa tilgang í vinnunni og að þú sért metin af verðleikum. Starfsmenn hafa skýr gildi gagnvart vinnunni. Vinnan er þroskandi og starfsmenn eflast.

Related image

Ég hef mikinn áhuga á að skoða þetta meira. Ég hef keypt mér tvær bækur sem ég hlakka til að lesa. Dying for a paycheck og The Truth about Burnout.

Hér fyrir neðan er próf á netinu til að sjá hvort þú sért að upplifa kulnun:

https://www.15minutes4me.com/free-online-test-stress-anxiety-depression-burnout/

Ég mæli einnig með heimasíðu VR um kulnun.

https://www.vr.is/thekktu-thin-mork/thekkir-thu-einkennin/

*Kristín*

Tengdar greinar

Kynslóðaáföll

Hvað eru kynslóðaáföll? Margar hefðir í kringum jólahátíðina erfast á milli kynslóða. Nú eru jólin

Read More

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur