Vefsíða lýðheilsufræðings

,

Einmanaleiki og jólin

Í framhaldi af færslunni um skammdegisþunglyndi og veðrið langar mig að skrifa aðeins um einmanaleika og jólin.

Einmanaleiki er tilfinningin að vera einn og afskiptur og vera dapur yfir því. Sumum líður vel að vera með sjálfum sér og finna sjaldan einmanaleika á meðan aðrir eru einmana jafnvel innan um fólk eins og vinnufélaga, fjölskyldu og vini.

Fólk sem hefur allt til að bera og á allt, getur líka fundið fyrir einmanaleika og tómleika. Ef við erum ekki sátt við okkur sjálf, skipir ytri viðurkenningar engu máli. Að líða vel með sjálfum sér er mikil kúnst því hún felur í sér að vera sinn besti vinur, þykja vænt um sjálfan sig með öllum sínum mannlegum göllum og fyrirgefa sjálfum sér.

Öll þráum við að vera hamingjusöm og vera elskuð eins og við erum en hvernig förum við að því ef við elskum ekki okkur sjálf fyrst.

Rupaul Love GIF - Rupaul Love Yourself GIFs

Einmanaleiki hefur áhrif á 7% af fullorðnu fólki í Evrópu samkvæmt Evrópuráðinu. Fólk sem býr í austur og suðurhluta Evrópu upplifa einmanaleika meira heldur en í vestur og norður hluta Evrópu. Einmanaleiki hefur mælst mestur í Ítalíu, Hollandi og Frakklandi.

Tölur frá Eurostat

Eldra fólk er stærsti hópur einstaklinga sem upplifir einmanaleika og má rekja það að hluta til þess að við lifum lengur. Þegar einstaklingar fara á ellilífeyri missa þeir oft tengsl við vinnufélaga, missa vinnurútínuna og missa félagsleg tengsl og tilgang.

Hvað veldur einmanaleika?

Rannsakendur vilja meina að þrjár helstu ástæður einmanaleika séu, slæm heilsa, búa einn og lifa við fátækt.

Persónueinkenni eins og sterk samskiptahæfni og félagsfærni eru verndandi þættir fyrir því að upplifa einmanaleika.

Einmanaleiki hefur farið vaxandi meðal barna og unglinga sem getur valdið því að þau þróa með sér neikvæða sjálfsmynd. Þau fara að líta á sig sem minna virði en aðrir og orðið kvíðnari fyrir því að hitta jafnaldra og óttast höfnun.

Einmanaleiki er sagður vera næsti faraldur nútímasamfélags og stórt lýðheilsuvandamál. Fólk sem er einmana stólar mikið á heilbrigðiskerfið. Einmanaleiki getur haft áhrif á ónæmiskerfið sem veldur því að fólk er líklegra til að fá hjartasjúkdóma og heilablóðfall.

Niðurstöður rannsókna á áhrif einmanaleika á heilsu.

Hvað er hægt að gera við einmanaleika um jólin?

Ég nota mikið appið Calm, Þessi texti er tekin frá Tamara Levitt, hugleiðslukennara hjá Calm. Ég varð að þýða hann og deila með ykkur.

Jólin geta verið erfið fyrir suma þar sem ekki allir eiga fjölskyldur til að halda jólin hátíðleg með. Sumir koma frá brotnum heimilum eða eiga ekki samheldna fjölskyldu og upplifa sig oft einmana um jólin.

Í kringum jólin verður allt mjög hljóðlátt og það virðist sem allir séu að eyða samverustundum með sinni fullkomnu fjölskyldu. Jólin eru mjög hljóðlát, allt leggst niður, enginn er á götum úti og mikið er lokað. Sumir hafa lýst jólunum eins og þú gætir heyrt saumnál detta á götum úti, það er svo hljótt.

Sumir upplifa það að allir séu að gleðjast og halda jólin hátíðleg nema þeir sem getur skapað mikinn einmanaleika og getur orðið einangrandi. Milljónir manna eiga erfitt um hátíðarnar, hafa misst ástvin, lent í áföllum eða glíma við sína innri baráttu sem setur svip sinn á hátíðirnar.

Neikvæðar hugsanir læðast að þér og þú upplifir þig eina/n og einangraða/n. Neikvæðar hugsanir geta verið sannfærandi og trúverðulegar. Þú upplifir þig ein/n með þessar hugsanir en sannleikurinn er að svo er ekki!

Ekki gefa þessari hugsun áheyrn og ekki gefast upp! Það er allt í lagi að upplifa einmanaleika við og við. Leyfðu þér að vera einmana. Leyfðu þér að viðurkenna tímabundinn einmanaleika. Ekki ýta burt tilfinningunni. Allar tilfinningar koma og fara. Þetta er ekki varanlegt ástand og þú er ekki skilgreind/ur af einmanaleika. Ekkert er endalaust. Ekkert varir að eilífu. Á morgun, eftir viku, eftir mánuð eða jafnvel eftir ár munu hlutirnir breytast. Treystu því! Lífið heldur áfram og breytist.

Vertu þolinmóð/ur og róleg/ur. Óskaðu eftir hjálp ef þú getur. Ef ekki, vertu góð/ur við þig eins og þú myndir gera fyrir bestu vinkonu eða vin. Mundu að allar erfiðar tilfinningar eiga upphaf og enda. Mundu að sorgin er tímabundin. Þetta mun líða hjá!

Ný auglýsingaherferð hjá Calm með LeBron James.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Takk fyrir að að lesa mínar hugleiðingar og ég hlakka til að skrifa ennþá meira á næsta ári.

merry christmas GIF

Be kind to one another

*Kristín Ómarsdóttir *

Tengdar greinar

Kynslóðaáföll

Hvað eru kynslóðaáföll? Margar hefðir í kringum jólahátíðina erfast á milli kynslóða. Nú eru jólin

Read More

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur