Vefsíða lýðheilsufræðings

Fæða og loftlagsbreytingar

Margir eru að mæla með nýrri heimildarmynd á Netflix sem heitir ,,Game Changers“ um matarræði. Þessi mynd er mjög vel gerð og vitnar í margar rannsóknir. Ég mæli með fyrir þá sem elska heimildarmyndir eins og ég að setjast niður og horfa á þessa áhugaverðu mynd.

Meiri að segja Arnold Schwarzenegger, kjötætan mikla er orðin vegan!

Myndin hafði mjög góð áhrif á mig og mína nánustu. Hún vekur mann til umhugsunnar um dýraafurði og kjötneyslu. Við fjölskyldan höfum ákveðið að vera tilraunardýr í eina viku og borða bara vegan bara til sjá hvaða áhrif það hefur á okkur. Eins og vinkona mín sagði þá bý ég í vegan himnaríki Svíþjóð sem auðveldar þessa breytingu mikið.

Skrapp út í búð með vegan matarræði í huga.

Ég man þegar vegan matarræðið var að byrja að ná vinsældum. Ég, eins og margir hugsuðum ,, jæja kemur enn einn kúrinn“ Ég viðurkenni fúslega að ég hafði þvílíka fordóma gagnvart þessu. Ég man líka að í diplómanámi mínu í Lýðheilsu við Háskóla Íslands var talað um þetta sem ,,öfgakennda“ hegðun og að við þyrftum að neyta dýraafurða til að fá öll næringarefnin sem við þurfum. Fordómar eru bara fáfræði og ég sé núna að ég veit ekkert um vegan matarræði.

Þessi heimildarmynd er samt týpísk amerísk mynd þar sem tilfinningar og dramatík er notuð til að fanga áhorfendan. Nokkrir afreksíþróttamenn sem borða bara vegan eru teknir sem dæmi og hversu langt þeir hafa náð í sinni íþrótt sem er allt gott og blessað en við megum ekki gleyma því að það eru líka til íþróttamenn sem borða dýraafurðir og mikið kjöt sem ná langt í íþróttum.

Það sem fangaði mína athygli var áhrif dýraafurða á heilsu, sjúkdóma og loftlagsbreytingar. Ég vil samt taka fram að rannsóknir á næringu er mjög vand með farið efni. Ég man að kennari minn í lýðheilsu sagði að það væri erfiðast að rannsaka og fullyrða um næringu því það eru svo margar skekkjur í rannsóknum tengdar næringu. Þær eru erfiðara í framkvæmd, niðurstöður og ráðleggingar eru alltaf að breytast þannig að fólk er hætt að treysta á rannsóknir tengdum næringu.

Image result for be vegan

Hvað vitum við um vegan fæði?

30% af losun góðurhúsalofttegunda og 70% af notkun fersks vatns kemur til vegna matvælaframleiðslu. Ræktun á kjöti þarfnast mikið af landi og vatni og losar mest af gróðurhúsalofttegundum borið saman við ræktun á öðrum matvælum. Nú stöndum við fyrir mikilli vitundarvakningu um loftlagsbreytingar og margir fræðimenn telja að við séum að falla á tíma með að snúa þessu við.

Nautgripir og kindur sem eru jórturdýr valda sérstaklega mikilli losun gróðuhúsalofttegunda vegna meltinga þeirra. Nautakjöt veldur 23-29 kg af gróðurhúsalofttegundum/ per kg og lambakjöt 13-22 kg per kg, (tölurnar eiga við um kjöt án beina).

Svín og kjúklingur valda verulega minni losun en nautakjöt og kindur. 5-8 kg af gróðurhúsaloftegundum per kg fyrir svínakjöt og 2-3 kg per kg fyrir kjúklingakjöt. Lífrænn kjúklingur getur valdið meiri losun gróðurhúsalofttegunda en venjulegir kjúklingur vegna þess að kjúklingarnir eru ræktaðir í lengri tíma og þurfa meiri fóður. Enginn munur er á gróðurhúsalofttegundum frá kjötframleiðslu á milli lífrænna og hefðbundna ræktunnar á nautakjöti og svínakjöti.

Fóðrið veldur tiltölulega miklum hluta losunar á gróðurhúsaloftegundum frá kjötframleiðslu og þá sérstaklega fyrir kjúkling og svínakjöt. Ræktun soja í próteinfóður hefur aukist mikið síðustu 20 ár og hefur ræktun farið fram á skógarækt á nýju landi. Þá losnar mikið magn af kolefni sem hefur verið bundið í jarðveginn sem hefur neikvæð áhrif á loftslagið.

Image result for cow farting

Rannsóknir á jurtafæði (plant-based diets) hafa sýnt fram á minnkun á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Margar skilgreiningar eru á ,,plant-based matarræði“ t.d. veganism, raw-veganism, fruitarianism, ovo-vegatarianism, lacto-vegetarianism, pescetarianism og flexitarianism svo lengi mætti telja. Þar af leiðandi er erfitt að fullyrða niðurstöður á plant-based diets rannsóknum. Það sem við vitum er að fjölbreytt úrval af grænmeti getur haft jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið svo framarlega sem þau eru skipulögð á viðeigandi hátt með innihaldi af hágæða mat. Íhlutnarrannsóknir hafa líka sýnt fram á að grænmetisfæði og vegan matarræði getur hægt á og jafnvel snúið við gangi sjúkdóma s.s. sykursýki og hjarta-og æðasjúkdómum.

Á síðu landlæknis er ráðlagt að taka fæðubótarefnin B12, D-vítamín og joð fyrir þá sem ætla að borða eingöngu vegan fæði. Ekki er ráðlagt að ungabörn (0-1 árs) séu án mjólkur nema sérstök kunnátta eða ráðgjöf komi til. Barnshafangi konur og konur með börn á brjóti er líka ráðlagt að vanda val sitt á matvælum (Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, 2019).

Matvælastofnun í Svíþjóð áætlar að hægt væri að koma í veg fyrir 7.3 milljónir ótímabæra dauðsfalla með grænmetisfæði og 8.1 milljónir með vegan mataræði. Heilbrigðiskostnaður sparast og hefur grænmetisfæði mestan ávinning fyrir umhverfið. Matvælastofnunin áætlar að 90% af einstaklingum borði enn dýraafurðir í öllum sínum máltíðum (Stenholtz, D, 2016).

Rannsóknarhópur EAT sem samanstendur af 37 vísindamönnum hefur sett fram viðmið að fæðumynstur sem kallist ,,flexitarian“ þar sem meginhluti fæðunnar kemur úr jurtaríkinu en þó ákveðið svigrúm fyrir dýraafurðum ætti að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, bæta heilsu og fækka ótímabær dauðsföll. Í skýrslunni eru viðmið á rauðu kjöti minnkað úr 500 g vikulega í 100 g og hefur það magn minnkað fimmfalt en ástæðan fyrir því er að kolefnisspor kjötframleiðslu er hæst. (Rockstrom et al, 2019).

Í nútímasamfélagi þurfum við að breyta matarræði svo hægt verði að fæða íbúa jarðarinnar og til að minnka hlýnun jarðar. Stór þáttur í því er að minnka neyslu á rauðu kjöti og auka neyslu úr jurtaríkinu. Landlæknir hefur verið að fylgjast með kjötneyslu íslendinga og þar kemur fram að hver íslendingur neytar að meðaltali 93 g af rauðu kjöti daglega sem er ráðlagður skammtur heillar viku (Jóhanna E. Torfadóttir og Thor Aspelund, 2019).

Í skýrslu um sjúkdómabirgði Íslands frá Alþjóðarheilbrigðisstofnunni frá 2016 eru 7% fullorðna íslendinga með sykursýki og 23% með háan blóðþrýsting. Í flokki 18 ára og eldri eru 32% með hjarta- og æðasjúkdóma og 23% er í offitu. (WHO, 2016). Er tenging á milli sjúkdóma og kjötneyslu á Íslandi?

Hvaða leið eigum við að velja?

Til að draga saman…. Við þurfum að hugsa betur um matarræðið og umhverfið. Ég mæli ekki með að stökkva sér út í djúpu laugina og verða vegan á einum degi. Íhugaðu frekar hversu mikið af dýraafurðum þú borðar og hvort þú getir minnkað það. Skoðaðu úrvalið af baunum og grænmetis uppskriftum. Geturu skipt út skinku fyrir vegan skinku?

Við fjölskyldan höfum byrjað hægt. Við byrjuðum á að hafa grænmetis þriðjudag þar sem kvöldmaturinn var aðeins úr grænmeti. Svo hefur það aukist því krakkarnir elska það. Ég hef verið að prófa mig áfram í eldhúsinu, gert möndlumjólk og ost úr kasjúhnetum. Byrjaðu að minnka kjötneyslu og prófaðu þig áfram. Á hægan og ígrundaðan hátt.

Gangi þér vel..

______________________________________________________________________________

Heimildir

Willett W, Rockstrom J, Loken B, Springmann M, Lang T, Vermeulen S, et al. Food in the Anthropocene: the EAT-Lancet Commission on healthy diets from sustainable food systems. Lancet. 2019;393(10170):447-92.

Hemler et al (2019) Plant-based diets for cardiovascular disease preventions: All plant foods are not created equal. Sótt af: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/30895476

Livmedelsverket (2019). Hälsa och miljö. Sótt af: https://www.livsmedelsverket.se/matvanor-halsa–miljo/miljo/miljosmarta-matval2/kott/#Påverkan%20på%20klimatet

Stenholtz, David (2016). Vegangsk kost optimal för hälsa och miljö – vad gör vi nu? http://www.lakareforframtiden.se/nyheter-och-blogg/vegansk-kost-optimal-for-halsa-och-miljo-vad-gor-vi-nu/

WHO (2016) NCD country profile 2014 / 2016, Iceland Available from: https://www.who.int/nmh/countries/isl_en.pdf

Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir (2019) Jurtafæði-hvað felst í því. Sótt af: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item36373/Jurtafaedi—hvad-felst-i-thvi-

Jóhanna E. Torfadóttir og Thor Aspelund (2019) Sjálfbært mataræði til bjargar. Læknablaðið. 06.tbl. 105. árg. 2019.

Tengdar greinar

Kristín Ómarsdóttir

Lýðheilsufræðingur

Ég heiti Kristín Ómarsdóttir og er með brennandi áhuga á heilsu og vellíðan. Ég er með BA- í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og Master í Lýðheilsuvísindum (Public Health) frá Háskólanum í Lund, Svíþjóð.

Allt sem mun birtast hér verður unnið frá vísindalegum heimildum og mun fylgja heimilidaskrá eftir hverja færslu.

 

Kristín Ómarsdóttir

Vinsælar greinar

Uppskriftir

Glútenfrí Pizza

Glútenfrír Hafragrautur