Afhverju á ég að taka mark á þessari? Ég stjórna mér sjálf/ur! Hvað þykist þessi vera að segja mér hvað ég á að gera og hvað ekki? Það má aldrei neitt!
Þetta eru spurningar hef ég fengið að heyra þegar ég tala um forvarnir og lýðheilsu. Við erum öll ólík með mismunandi bakgrunn. Kenningar og rannsóknir um forvarnir og heilsueflingu sýna það einnig.
Forvarnir og fræðsla er vand með farið efni og fólk er á mismunandi stigi að taka það til sín. Áður en þú byrjar með fræðslu eða heilsueflingu þarft að vita hvað hóp þú ætlar að ná til, hvernig þú ætlar að gera það og hvað niðurstöður þú ætlar að fá.
Samfélagsgreining (Community analysis) er gerð til þess að greina samfélagið eða hópinn sem við ætlum að ná til með fræðslu eða heilsueflingu. Spurningar eins og: Hvað er vandamálið? Hvað einkennir hópinn? Hvaða úrræði eru í boði? Hvað þurfum við að fræða hópinn um? Hvernig ætlaru að fá hópinn til að taka virkan þátt? Hvaða leiðir eru til að viðhalda lærdómnum eftir að formlegri fræðslu lýkur (capacity building)?
Næst þarf að skoða markmið fræðslunnar. Hvaða markmiði ætlum við að ná fram með þessari fræðslu eða heilsueflingu? Hvernig ætlum við að ná þessu markmiði? Hvað útkoma er ásættanleg?
Þannig er mikil vinna sem þarf að fara fram til þess að forvarnarverkefni nái sínum markmiðum. Við eigum ekki að hringja í fræga einstaklinga og biðja þá um að fræða börn og unglinga án þess að þeir geti svarað þessum spurningum eða hafi sjálfir fengið fræðslu um viðkomandi málefni. Við verðum að vanda valið! Frægir einstaklingar geta vakið áhuga á málefnum og geta notað ,,frægð“ sína til að auglýsa ákveðin málefni, en hvað ætla þeir að skilja eftir? Þegar Kalli Jóns er búin að fræða unglinga um skaðsemi fíkniefna, hvað fær þau til að prófa ekki fíkniefni? Hvernig viðhöldum við fræðslunni eftir að Kalli Jóns fer? Hvernig hjálpum við börnum og unglingum að taka til sín fræðsluna og halda áfram með hana?

Helstu kenningar í forvörnum og heilsueflingu eru eftirfarandi.
The Health Belief Model er félagslegt og sálfræðilegt heilsufarsbreytingar líkan sem þróað var til að skýra og spá fyrir um heilsutengda hegðun. Hvati til að breyta eða vísbendingar um breytingar verða að vera til staðar til þess að koma af staða heilsueflandi hegðun.
Ecological Models: Er félagsfræðilegt líkan til að skilja þætti og áhrif persónulegra og umhverfislegra þátta sem ákvarða hegðun. Nálgun sem skoðar bæði samfélagið og einstaklingin til að sjá hvað hefur áhrif á heilsufar og heilsueflingu. Heilsan ákvarðast af einstaklingnum sjálfum, samfélaginu, stofnunum, reglum og lögum (McLeroy et al, 1988).
Stages of Change model: Byggist á því að einstaklingar fari í gegnum sex stig til breytingar. Forvitnun, Skemmtun, Undirbúningur, Aðgerð, Viðhald og Bakslag. Þetta líkan var þróað til að hjálpa reykingarmönnum að hætta að reykja. Í þessu líkani breytast lífstilsbreytingarnar smám saman og bakslag er óhjákvæmlegur þáttur breytinga. Fólk er óánægt og vantreystir nýjum breytingum í fyrstu stigum en þróa með sér að lokum fyrirbyggjandi og framsækna nálgun til að breyta hegðun.

Social Cognitive theory: Er kenning sem er notuð í sálfræði, kennslu og samskiptum og byggir á því að þekkingaröflun einstaklingsins geti verið í því að fylgjast með öðrum í tengslum við samfélagsleg samskipti, reynslu og utanaðkomandi áhrif fjölmiðla.

Nokkrar kenningar til að greina markhópinn eða samfélagið sem við ætlum að ná til því það skiptir höfuðmáli til þess að verkefnið nái árangri.
Þegar við markaðsetjum forvarnir eða notum auglýsingar til að vekja athygli á lýðheilsu er mikilvægt að hafa í huga þrjú orð. Lagos, Pathos og Ethos. Þessi tækni getur fengið áhorfendur til að tengja við auglýsinguna, treysta á upplýsingarnar og hugsanlega nýta sér fræðsluna.
Lagos eru staðreyndir. Hvaða staðreyndir höfum við um efnið. Pathos er tilfinningar, sögur eða gildi sem áhorfandinn getur tengt við. Ethos er traust og trúverðuleiki. Að það sé hægt að treysta á það sem auglýst er og að það komi frá trúverðulegum einstaklingum eða samtökum.

Rannsóknir hafa sýnt að besti árangur í lífstílsbreytingum og heilsueflingu er samblanda af þessum þremur hugtökum. Lagos sem eru vísindalegar staðreyndir, pathos er það sem þú tengir við og fær þig til að hugsa um þinn eigin lífstíl og svo ethos, sem fær þig til að taka þessum upplýsingum trúverðulega.
Skoðum nokkrar auglýsingar í forvörnum.
Hérna er verið að vekja athygli á hjartasjúkdómum sem er mikilvægt en hvað segir þessi auglýsing okkur? Eigum við að vera hrædd og lifa í stöðugum ótta við að deyja úr hjartáfalli?
Hér er mikið um staðreyndir um skaðsemi reykinga á mjög dramatískan hátt til að ná til áhorfenda en fær það okkur til að hætta að reykja?
Þessi auglýsing var tekin sem dæmi í heilsueflingar- og forvarnarkúrs sem ég tók í mastersnámi mínu. Hann ákveður að breyta rétt og keyra ekki undir áhrifum en hvað gerist? Hann deyr samt! Átti hann frekar að keyra áfram undir áhrifum?
Fær þessi auglýsing þig til að hætta að drekka gos? Upplifir þú gosið sem þú drekkur á þennan hátt?
Heilsuefling og forvarnir eru mikilvægar en samt hafa þær ekki allar þau áhrif sem vonast er eftir. Því þarf að ígrunda og huga vel að áður en þú skipuleggur eða ferð af stað með forvarnarverkefni.
Í mínu námi horfði ég mikið til Íslands þegar ég var að læra heilsueflingu og heilsuhagfræði. Hvað virkar á Íslandi? Hvað forvarnarverkefni eigum við að eyða pening í sem gefur okkur bestu útkomuna. Í minni rannsóknarvinnu hef ég fundið lítið sem ekkert um kostnaðarárangursgreiningar eða mat á forvarnarverkefnum.
Heimildir
Mcleroy et al (1988) An Ecological Perspective on Health Promotion Programs. Health Education Quarterly, Volume: 15 4, page(s): 351-377.
Nutbeam, D. (2014). Theory in a Nutshell 3rd edition. McGraw-Hill Australia Pty Ltd.
Share this post: on Twitter on Facebook on Google+