Ég fékk það skemmtilega tækifæri að vera starfsnemi hjá UNICEF á Íslandi sumarið 2018 sem leiddi mig áfram til þess að skrifa um börn og heimilisofbeldi. Þetta byrjaði allt með því að ég fékk fyrirlestur frá Bergsteini Jónssyni (Begga) framkvæmdastjóra UNICEF þegar ég var við dimplóma nám í lýðheilsu árið 2015 þar sem hann var að kynna niðurstöður skýrslu um réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Það vakti áhuga minn á heilsufarstengdum afleiðingum barna sem alast upp við heimilisofbeldi og hvort það sé eitthvað gert í þessum málaflokki.
Heimilisofbeldi og börn er málaflokkur sem ég brenni fyrir. Eins og ég sagði áðan þá kviknaði áhugi minn hjá UNICEF, þar sem ég sá að börn og heimilisofbeldi hefur verið algjörlega gleymdur málaflokkur og vöntun er á aðgerðum. Þekkingarleysið og faglegt úrræði hefur vantað og hafa flest úrræðin beinst að fullorðnum.

Ímyndið ykkur barn sem býr við hræðslu og ótta á hverjum degi. Ótti við að heyra, sjá og/eða verða fyrir ofbeldi heltekur hug barnsins og einbeitingin er öll sett þangað, kvíði og ótti er það eina sem barnið hugsar um. Barnið á því erfitt með að einbeita sér í skóla sem síðan hefur áhrif á námsárangur og samskipti við jafnaldra. Feluleikurinn er í fullum gangi! Engin má vita hvernig ástandið er heima annars bitnar það illa á barninu eða öðrum fjölskyldumeðlimum. Heimilisofbeldi er tabú! Það má engin vita né heyra því skömin er svo mikil!
Eftir þessa rannsóknarvinnu fór ég að hugsa, ,,Hvar eru börn mest megnis á daginn og hver gæti komið þeim til aðstoðar“ Eitt svar var við þessari spurningu; SKÓLINN.
Nýlega sænsk rannsókn sýndi fram á að kennarar og starfsfólk skóla oftast merkja börn með námsörðuleika, hegðunar- og/eða samskiptavandamál í stað þess að skoða einstaklingsmiðaðar aðstæður svo sem heimilisaðstæður (Markström & Münger 2018). Börn sem verða vitni af ofbeldi hvort sem það er að sjá líkamlega áverka á foreldri, heyra í eða sjá afleiðingar af ofbeldi á heimili svo sem brotin húsgögn, eru að þróa með sér sömu heilsufarsleg einkenni og börn sem verða fyrir líkamlegu ofbeldi og vanrækslu (Cunningham & Baker, 2004; Holt et al, 2008). Þessi heilsufarsleg einkenni eru: þunglyndi, kvíði, áfallastreituröskun, krónískir sjúkdómar og stoðkerfisverkir sem þróast með árunum og fylgja þeim svo til fullorðinsára (Byrne et al, 2007; Erikson, Bruno og Näsman, 2013).
Ég ákvað að taka eigindleg viðtöl við 11 kennara víðsvegar um Ísland. Þar kom í ljós að þekking og skilningur kennara á heimilisofbeldi er mjög ábótavant á Íslandi. Flestir kennara sem ég ræddi við höfðu enga eða litla þekkingu á afleiðingum barna sem verða vitni af heimilisofbeldi og skilgreining á heimilisofbeldi var mismunandi. Engin fræðsla er um heimilisofbeldi í skólum, hvorki hjá nemendum né starfsfólki skólans. Kennarar vanmeta afleiðingarnar af heimilisofbeldi og hika við að tilkynna mál vegna slæmra reynslu af samstarfi við barnavernd. Kennara vilja fá betri faglega aðstoð innan veggja skólans svo sem sálfræðing, félagsráðgjafa eða skólahjúkrunarfræðing til að hjálpa þeim við félagslega hlið nemenda. Kennarar óska líka eftir að fá skýrar leiðbeiningar til að meta og greina börn sem verða fyrir og/eða vitni af heimilisofbeldi og fræðslu. Það sem kom mér á óvart var að af 11 kennurum sem ég tók viðtal við höfðu allir reynslu af því að vera með nemenda sem bjó við eða grunur var um heimilisofbeldi. Aldrei voru málin tilkynnt! Algengt var að skólastjórnendur stoppuðu að málið yrði tilkynnt til barnaverndar eða kennarar höfðu slæma reynslu af því að tilkynna.
Sumir segja að skólinn eigi að vera griðarstaður barna. Börn eiga ekki að upplifa sig öðruvísi og allir eru jafnréttisgrundvelli. Ég hef heyrt félagsráðgjafa hér í Svíþjóð sem vinnur með heimilisofbeldi, segja að hlutverk skólans sé ekki að rannsaka eða geta sér til um heimilisaðstæður barna því þá ertu að svifta barnið eina staðinn þar sem það upplifir sig á jafnréttisgrundvelli. Barnið er ekki öðruvísi en aðrir. Það sé hlutverk félagsráðgjafa og lögreglu að rannsaka og vinna með þessi mál fyrir utan skólann. Ég er ekki sammála! Erum við ekki með þessu að viðhalda feluleiknum og staðfesta skömmina.
Mín framtíðarsýn er að skólarnir fái aukna aðstoð með heilsu barna. Að það séu ráðgjafar sem sjá um að aðstoða kennara með félagsleg vandamál, svo sem einelti, félagslega getu, samskipti, andleg vandamál og heimilisaðstæður nemenda. Börn í dag þurfa að fá eitthvern til að hlusta, leiðbeina og gefa sér tíma til að vera. Áreitið getur verið yfirdrifið og börn eins og fullorðnir þurfa bara smá andrými.
„If we can talk about domestic violence as we do about mental health today we can eliminate the shame associated with domestic violence and people would seek help,,
Heimildir
Byrne D. & Taylor B. (2007) Attainment: Perspective of education welfare officers, social workers and teachers. Child Care in Practice. Vol. 13, pp 185-201
Cunningham & Baker (2004) What about me! Seeking to understand a child’sview of violence in the family. London: Centre for Children & Families in the Justice System.
Erikson, M., Bruno, L. and Näsman, E. (2013). Domestic violence, familylaw and school: Children’s Right to participation, protection and provision.London: Palgrave Macmillan.
Holt, S., Buckley, H. and Whelan, S. (2008). The impact of exposure todomestic violence on children and young people: A review of theliterature. Child Abuse & Neglect, 32(8), pp.797-810.
Markström, A. and Münger, A. (2018). The decision whether to report on children exposed to domestic violence: perceptions and experiences of teachers and school health staff. Nordic Social Work Research, 8(1), pp.22- 35
Share this post: on Twitter on Facebook on Google+